Það vantar hinn helminginn í lög um útlendinga 2. september 2024 14:32 Það eru miklir fólksflutningar í heiminum í dag og útlit er fyrir að þeir muni aukast á næstu árum og áratugum t.d. vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Evrópa er þar engin undantekning. Flestir eru í reglulegri för þ.e. hafa leyfi til að ferðast til áfangastaðarins t.d. hafa borgarar Schengen ríkjanna leyfi til að ferðast til annarra aðildarríkja til að búa þar og starfa. Minnihluti þess fólks sem er að flytja sig til eru hælisleitendur. Óreglulegir útlendingar eru lítið brot af fólksflutningum í heiminum. Óreglulegir fólksflutningar eru vandamál Óregluleg för er vandamál bæði fyrir samfélögin og þá sem eru í slíkri stöðu. Til að mynda vakna spurningar um öryggisáhættu þegar erfitt er að auðkenna fólk. Þeir sem eru með óreglulega stöðu þurfa að vinna fyrir sér eins og aðrir en geta ekki fengið vinnu á venjulegum vinnumarkaði og þurfa því að vinna svart. En svört vinna er einnig vandamál fyrir útlendingana sjálfa þar sem þeir eru ekki að fullu varðir af vinnurétti þeirra ríkja þar sem þeir starfa og eru í hættu á hvers kyns misbeitingu vegna veikrar stöðu sinnar. Þá hefur fólk í þessari stöðu lítinn aðgang að félags- og heilbrigðiskerfum dvalarríkjanna. Svört vinna er einnig slæm fyrir samfélagið, vegna skorts á eftirliti og vegna þess að mikið umfang slíkrar vinnu getur þrýst niður launum í landinu. Með nýjum Sáttmála um fólksflutninga og hæli (stundum nefndur ,,pakkinn’’), sem Evrópuþingið samþykkti með naumum meirihluta, þann 10. apríl síðastliðinn á m.a. að hindra komu óreglulegra útlendinga til Schengen svæðisins og stunda stranga endursendingarstefnu á fólki í slíkri för. Það sem vekur þó mesta athygli er það sem er ekki í pakkanum. Fjölga þarf reglulegum leiðum Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa bent á að þegar verið er að hindra óreglulega fólksflutninga þurfi á sama tíma að takast á við veruleikann á vinnumarkaði. Aðgerðir sem takast ekki á við bæði þessi málefni á sama tíma geta virkað til skamms tíma en reynast oft ekki árangursríkar til lengri tíma litið. Það sem er því ráðlagt er að stjórnvöld vinni náið með einkageiranum, samtökum í atvinnulífinu og stéttarfélögum við að greina þörfina fyrir tiltekna þekkingu og færni til lengri og skemmri tíma og opni svo eða víkki reglulegar leiðir fyrir fólk sem gæti fyllt upp í þörfina. Atvinnulífið þarfnast ekki aðeins fólks með sérhæfða færni og yfirgripsmikla þekkingu. Það vantar einnig fólk með minni færni og það vantar farandverkafólk. Þess vegna þarf að gefa kost á fjölbreyttum reglulegum leiðum, allt frá leiðum sem mæta árstíðabundnum verkefnum í landbúnaði, til leiða sem geta varðað leiðina að ríkisborgararétti. Ein af ástæðum þess að ekki er fullnægjandi að vísa óreglulegum útlendingum á brott er sú að fólk í óreglulegri stöðu stundar í sumum ríkjum mikilvæga starfsemi sem þarf að gefa færi á að verða regluleg. Veruleikinn er einnig sá að útlendingar frá þriðju ríkjum munu halda áfram að sækjast eftir betra lífi og vinnu. Stóra spurningin er hvaða leiðir eru ,,færar’’. Hluti þeirra ráðstafana sem þarf að grípa til, til að draga úr óreglulegum fólksflutningum, er vissulega öflugt eftirlit á landamærum, eins og sáttmálinn gerir ráð fyrir en sáttmálinn ávarpar ekki þá nauðsynlegu mótvægisaðgerð að fjölga reglulegum leiðum. Vanda þarf til verka Það skiptir miklu máli að vanda til verka við þróun á reglulegum leiðum. Illa ígrunduð stefna og löggjöf í þessum efnum sem gætir ekki að jafnræði getur leitt til ósanngjarnrar samkeppni og þannig skaðað innlenda launþega. Vel ígrunduð stefna og löggjöf getur aftur á móti stuðlað að hagvexti og nýsköpun, fjölgað störfum og eflt samkeppnishæfni ríkja. Um leið geta vel skipulagðir fólksflutningar skapað betra jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á vinnuafli milli landa og flutt mikilvæga færni og þekkingu á milli staða. Mikilvægur liður í þessari vegferð er að kynna vel möguleika á reglulegum og öruggum leiðum í upprunaríkjunum og vinna þannig gegn óreglulegri för og smyglstarfsemi. Á sama tíma þarf að eiga sér stað pragmatísk samræða milli svæða og ríkja um mismunandi þarfir t.d. milli Evrópu, sem er að eldast og þarf því að einhverju leyti að reiða sig á fólksflutninga, og svæða þar sem fólk vantar vinnu. Ábyrgð upprunaríkjanna og möguleikar á samstarfi Reglulegar leiðir geta að líkindum ekki tekið við allri þeirri eftirspurn sem er eftir vinnu og betra lífi. Þess vegna þarf að leita fleiri leiða. Til dæmis þurfa að fara fram heiðarlegar samræður milli svæða og ríkja um orsakir þess að fólk er að flýja heimaríki sín og um ábyrgð heimaríkjanna. Margvíslegar orsakir og þar með lausnir geta fæðst í slíku samtali. Til dæmis getur í sumum tilfellum verið fýsilegt að fara í einhvers konar samstarf sem fjölgar störfum í upprunaríkjunum. Gera verður ráð fyrir einhverri óreglu Þrátt fyrir tilraunir til þúsunda ára, hefur enn ekki tekist að regla alla mannlega tilveru; Það verða alltaf einhverjir óreglulegir fólksflutningar milli landa. Endursendingar til upprunaríkja eru eitt af þeim tækjum sem hægt er að notast við en það verður alltaf einhver hópur óreglulegra útlendinga sem ekki er hægt að senda úr landi af ýmsum ástæðum t.d. er áætlað að á milli fjórar til tíu milljónir manna séu ríkisfangslausar í heiminum í dag. Það þýðir að þetta fólk á ekkert heimaríki, ekkert ríki telur sig bera skyldur gagnvart því. Einnig getur verið að upprunaríkið annað hvort geti ekki eða vilji ekki gefa út ferðaskilríki. Þá eru sumir ekki ferðafærir vegna einhvers sjúkleika (þó ríki taki ekki alltaf mark á því). Til að sporna gegn því að þessi hópur sé fastur í einhvers konar lagalegu tómarúmi á áfangastað hvetja Sameinuðu þjóðirnar ríki til að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir þetta fólk. Til dæmis: aðstoð við að flytja til þriðja ríkis eða möguleika á að öðlast einhvers konar lagalega stöðu í landinu, til dæmis rétt til tímabundinnar eða fastrar búsetu á grunni mannúðarsjónarmiða, sérstaka vernd fyrir fórnarlömb mansals, vernd fyrir farandverkafólk á barnsaldri eða vernd á grunni viðkvæmrar stöðu að öðru leyti, dvalarleyfi á grundvelli tengsla við landið eða vegna langrar búsetu þar, möguleika á að vinna og jafnvel von um ríkisborgararétt þegar fram líða stundir ef efni standa til og fólk gerist ekki brotlegt í landinu. Þetta síðastnefnda á sérstaklega við þegar um er að ræða börn, ungmenni og fjölskyldur, til að draga úr varnarleysi þeirra. Sáttmáli um fólksflutninga og hæli vanrækir þær lausnir sem hér hafa verið nefndar og hafa verið sannreyndar. Sáttmálinn kveður hins vegar á um lokuð búsetuúrræði í allt að 12 vikur fyrir þennan hóp á meðan mál þeirra eru skoðuðuð, meðal þeirra sem þannig verða vistuð eru börn og fjölskyldur. Ríki Schengen munu svo hafa 12 vikur að auki til að brottvísa þeim sem fá synjun á umsókn sinni. Reynt verður að gera samninga við þriðju ríki, að taka við eitthvað af því fólki sem ekki er hægt að senda til upprunaríkja. Það er hins vegar óljóst hvað á að taka við eftir 2*12 vikur, þegar ekki hefur tekist að brottvísa hluta þess fólks sem fær synjun. Þýskaland hefur brugðist við með því að veita fólki sem kemst ekki úr landi möguleika á dvalarleyfi í Þýskalandi, til dæmis á grunni tengsla við landið. Alþingi hefur samþykkt lög sem fækka reglulegum leiðum og minnka getu fjölskyldufólks til að aðlagast samfélaginu Ísland var eitt þeirra ríkja sem skrifuðu undir Alþjóðlegan samning um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (árið 2018). Samningurinn er meðal annars hvatning til að ,,auðvelda útlendingum að öðlast nýja lagalega stöðu’’. Þá hefur Ísland einnig lögfest Dyflinnarreglugerðina III, en samkvæmt forgangsviðmiðum hennar, til að ákvarða ábyrgt ríki í hælismálum, ber fyrst að huga að sameiningu fjölskyldna. Þrátt fyrir ofangreindar skuldbindingar Íslands um að auðvelda útlendingum að öðlast nýja lagalega stöðu og að huga fyrst og fremst að sameiningu fjölskyldna í hælismálum, voru nýlega samþykktar breytingar á útlendingalögum (júní ‘24) þar sem þrengt var að möguleikum útlendinga til að fá reglulega stöðu í landinu og þar sem fólki er gert að bíða í tvö ár áður en það getur sótt um fjölskyldusameiningu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi frumvarpið harðlega. Meðal annars með þeim rökum að það sé hvorki mannúðlegt né til þess fallið að auka getu fólks til að aðlagast nýju samfélagi að bæta við tveggja ára biðtíma eftir fjölskyldunni. Sameining fjölskyldna sé réttur sem er varinn af skilmálum sem Ísland hafi gengist undir. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur boðað frekari breytingar á útlendingalögum í haust, meðal annars lokuð búsetuúrræði. Samantekt og niðurstaða Sáttmáli um fólksflutninga og hæli fjallar ítarlega um óreglulega útlendinga og hvernig megi fækka þeim sem komast óreglulega inn á Schengen svæðið. Það á meðal annars að gera með ströngu landamæraeftirliti. Pakkinn horfir hins vegar fram hjá þeim veruleika sem er á vinnumarkaði og þar með þeirri nauðsynlegu mótvægisaðgerð að fjölga reglulegum leiðum. Það þarf vissulega að vanda til verka við þróun og fjölgun slíkra leiða til að koma í veg fyrir að skaða innlenda launþega og til að stefnan og löggjöfin stuðli að hagvexti og nýsköpun og efli samkeppnishæfni viðtökuríkjanna. Á sama tíma þarf að fara fram heiðarlegt og opið samtal milli svæða og ríkja um ástæður óreglulegra fólksflutninga, ábyrgð upprunaríkjanna og um aðgerðir sem hægt væri að grípa til, bæði í upprunaríkjunum og í samstarfi þeirra við önnur ríki til að draga úr óreglulegri för. Einnig þarf að horfast í augu við að það verða alltaf einhverjir sem munu ferðast óreglulega og að það er á valdi ríkja að þróa og bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir þá sem fá synjun en er ekki hægt að brottvísa. Fólksflutningar munu að líkindum aukast á næstu árum og áratugum vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Nú er því lag að fjölga reglulegum leiðum og smíða vandaða stefnu og löggjöf þar um. Einnig að byggja og styrkja innviði. Síðast en ekki síst að skapa góð skilyrði fyrir fólk sem getur komið og hjálpað til við innviðastyrkingu, hvort sem um er að ræða lækna og hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga, almennt starfsfólk eða farandverkafólk. Vonandi verður Ísland eitt þeirra ríkja sem sér tækifærin í því. Höfundur er með MA próf í Hnattrænum tengslum og stundar nú ML nám í lögfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það eru miklir fólksflutningar í heiminum í dag og útlit er fyrir að þeir muni aukast á næstu árum og áratugum t.d. vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Evrópa er þar engin undantekning. Flestir eru í reglulegri för þ.e. hafa leyfi til að ferðast til áfangastaðarins t.d. hafa borgarar Schengen ríkjanna leyfi til að ferðast til annarra aðildarríkja til að búa þar og starfa. Minnihluti þess fólks sem er að flytja sig til eru hælisleitendur. Óreglulegir útlendingar eru lítið brot af fólksflutningum í heiminum. Óreglulegir fólksflutningar eru vandamál Óregluleg för er vandamál bæði fyrir samfélögin og þá sem eru í slíkri stöðu. Til að mynda vakna spurningar um öryggisáhættu þegar erfitt er að auðkenna fólk. Þeir sem eru með óreglulega stöðu þurfa að vinna fyrir sér eins og aðrir en geta ekki fengið vinnu á venjulegum vinnumarkaði og þurfa því að vinna svart. En svört vinna er einnig vandamál fyrir útlendingana sjálfa þar sem þeir eru ekki að fullu varðir af vinnurétti þeirra ríkja þar sem þeir starfa og eru í hættu á hvers kyns misbeitingu vegna veikrar stöðu sinnar. Þá hefur fólk í þessari stöðu lítinn aðgang að félags- og heilbrigðiskerfum dvalarríkjanna. Svört vinna er einnig slæm fyrir samfélagið, vegna skorts á eftirliti og vegna þess að mikið umfang slíkrar vinnu getur þrýst niður launum í landinu. Með nýjum Sáttmála um fólksflutninga og hæli (stundum nefndur ,,pakkinn’’), sem Evrópuþingið samþykkti með naumum meirihluta, þann 10. apríl síðastliðinn á m.a. að hindra komu óreglulegra útlendinga til Schengen svæðisins og stunda stranga endursendingarstefnu á fólki í slíkri för. Það sem vekur þó mesta athygli er það sem er ekki í pakkanum. Fjölga þarf reglulegum leiðum Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa bent á að þegar verið er að hindra óreglulega fólksflutninga þurfi á sama tíma að takast á við veruleikann á vinnumarkaði. Aðgerðir sem takast ekki á við bæði þessi málefni á sama tíma geta virkað til skamms tíma en reynast oft ekki árangursríkar til lengri tíma litið. Það sem er því ráðlagt er að stjórnvöld vinni náið með einkageiranum, samtökum í atvinnulífinu og stéttarfélögum við að greina þörfina fyrir tiltekna þekkingu og færni til lengri og skemmri tíma og opni svo eða víkki reglulegar leiðir fyrir fólk sem gæti fyllt upp í þörfina. Atvinnulífið þarfnast ekki aðeins fólks með sérhæfða færni og yfirgripsmikla þekkingu. Það vantar einnig fólk með minni færni og það vantar farandverkafólk. Þess vegna þarf að gefa kost á fjölbreyttum reglulegum leiðum, allt frá leiðum sem mæta árstíðabundnum verkefnum í landbúnaði, til leiða sem geta varðað leiðina að ríkisborgararétti. Ein af ástæðum þess að ekki er fullnægjandi að vísa óreglulegum útlendingum á brott er sú að fólk í óreglulegri stöðu stundar í sumum ríkjum mikilvæga starfsemi sem þarf að gefa færi á að verða regluleg. Veruleikinn er einnig sá að útlendingar frá þriðju ríkjum munu halda áfram að sækjast eftir betra lífi og vinnu. Stóra spurningin er hvaða leiðir eru ,,færar’’. Hluti þeirra ráðstafana sem þarf að grípa til, til að draga úr óreglulegum fólksflutningum, er vissulega öflugt eftirlit á landamærum, eins og sáttmálinn gerir ráð fyrir en sáttmálinn ávarpar ekki þá nauðsynlegu mótvægisaðgerð að fjölga reglulegum leiðum. Vanda þarf til verka Það skiptir miklu máli að vanda til verka við þróun á reglulegum leiðum. Illa ígrunduð stefna og löggjöf í þessum efnum sem gætir ekki að jafnræði getur leitt til ósanngjarnrar samkeppni og þannig skaðað innlenda launþega. Vel ígrunduð stefna og löggjöf getur aftur á móti stuðlað að hagvexti og nýsköpun, fjölgað störfum og eflt samkeppnishæfni ríkja. Um leið geta vel skipulagðir fólksflutningar skapað betra jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á vinnuafli milli landa og flutt mikilvæga færni og þekkingu á milli staða. Mikilvægur liður í þessari vegferð er að kynna vel möguleika á reglulegum og öruggum leiðum í upprunaríkjunum og vinna þannig gegn óreglulegri för og smyglstarfsemi. Á sama tíma þarf að eiga sér stað pragmatísk samræða milli svæða og ríkja um mismunandi þarfir t.d. milli Evrópu, sem er að eldast og þarf því að einhverju leyti að reiða sig á fólksflutninga, og svæða þar sem fólk vantar vinnu. Ábyrgð upprunaríkjanna og möguleikar á samstarfi Reglulegar leiðir geta að líkindum ekki tekið við allri þeirri eftirspurn sem er eftir vinnu og betra lífi. Þess vegna þarf að leita fleiri leiða. Til dæmis þurfa að fara fram heiðarlegar samræður milli svæða og ríkja um orsakir þess að fólk er að flýja heimaríki sín og um ábyrgð heimaríkjanna. Margvíslegar orsakir og þar með lausnir geta fæðst í slíku samtali. Til dæmis getur í sumum tilfellum verið fýsilegt að fara í einhvers konar samstarf sem fjölgar störfum í upprunaríkjunum. Gera verður ráð fyrir einhverri óreglu Þrátt fyrir tilraunir til þúsunda ára, hefur enn ekki tekist að regla alla mannlega tilveru; Það verða alltaf einhverjir óreglulegir fólksflutningar milli landa. Endursendingar til upprunaríkja eru eitt af þeim tækjum sem hægt er að notast við en það verður alltaf einhver hópur óreglulegra útlendinga sem ekki er hægt að senda úr landi af ýmsum ástæðum t.d. er áætlað að á milli fjórar til tíu milljónir manna séu ríkisfangslausar í heiminum í dag. Það þýðir að þetta fólk á ekkert heimaríki, ekkert ríki telur sig bera skyldur gagnvart því. Einnig getur verið að upprunaríkið annað hvort geti ekki eða vilji ekki gefa út ferðaskilríki. Þá eru sumir ekki ferðafærir vegna einhvers sjúkleika (þó ríki taki ekki alltaf mark á því). Til að sporna gegn því að þessi hópur sé fastur í einhvers konar lagalegu tómarúmi á áfangastað hvetja Sameinuðu þjóðirnar ríki til að bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir þetta fólk. Til dæmis: aðstoð við að flytja til þriðja ríkis eða möguleika á að öðlast einhvers konar lagalega stöðu í landinu, til dæmis rétt til tímabundinnar eða fastrar búsetu á grunni mannúðarsjónarmiða, sérstaka vernd fyrir fórnarlömb mansals, vernd fyrir farandverkafólk á barnsaldri eða vernd á grunni viðkvæmrar stöðu að öðru leyti, dvalarleyfi á grundvelli tengsla við landið eða vegna langrar búsetu þar, möguleika á að vinna og jafnvel von um ríkisborgararétt þegar fram líða stundir ef efni standa til og fólk gerist ekki brotlegt í landinu. Þetta síðastnefnda á sérstaklega við þegar um er að ræða börn, ungmenni og fjölskyldur, til að draga úr varnarleysi þeirra. Sáttmáli um fólksflutninga og hæli vanrækir þær lausnir sem hér hafa verið nefndar og hafa verið sannreyndar. Sáttmálinn kveður hins vegar á um lokuð búsetuúrræði í allt að 12 vikur fyrir þennan hóp á meðan mál þeirra eru skoðuðuð, meðal þeirra sem þannig verða vistuð eru börn og fjölskyldur. Ríki Schengen munu svo hafa 12 vikur að auki til að brottvísa þeim sem fá synjun á umsókn sinni. Reynt verður að gera samninga við þriðju ríki, að taka við eitthvað af því fólki sem ekki er hægt að senda til upprunaríkja. Það er hins vegar óljóst hvað á að taka við eftir 2*12 vikur, þegar ekki hefur tekist að brottvísa hluta þess fólks sem fær synjun. Þýskaland hefur brugðist við með því að veita fólki sem kemst ekki úr landi möguleika á dvalarleyfi í Þýskalandi, til dæmis á grunni tengsla við landið. Alþingi hefur samþykkt lög sem fækka reglulegum leiðum og minnka getu fjölskyldufólks til að aðlagast samfélaginu Ísland var eitt þeirra ríkja sem skrifuðu undir Alþjóðlegan samning um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (árið 2018). Samningurinn er meðal annars hvatning til að ,,auðvelda útlendingum að öðlast nýja lagalega stöðu’’. Þá hefur Ísland einnig lögfest Dyflinnarreglugerðina III, en samkvæmt forgangsviðmiðum hennar, til að ákvarða ábyrgt ríki í hælismálum, ber fyrst að huga að sameiningu fjölskyldna. Þrátt fyrir ofangreindar skuldbindingar Íslands um að auðvelda útlendingum að öðlast nýja lagalega stöðu og að huga fyrst og fremst að sameiningu fjölskyldna í hælismálum, voru nýlega samþykktar breytingar á útlendingalögum (júní ‘24) þar sem þrengt var að möguleikum útlendinga til að fá reglulega stöðu í landinu og þar sem fólki er gert að bíða í tvö ár áður en það getur sótt um fjölskyldusameiningu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi frumvarpið harðlega. Meðal annars með þeim rökum að það sé hvorki mannúðlegt né til þess fallið að auka getu fólks til að aðlagast nýju samfélagi að bæta við tveggja ára biðtíma eftir fjölskyldunni. Sameining fjölskyldna sé réttur sem er varinn af skilmálum sem Ísland hafi gengist undir. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur boðað frekari breytingar á útlendingalögum í haust, meðal annars lokuð búsetuúrræði. Samantekt og niðurstaða Sáttmáli um fólksflutninga og hæli fjallar ítarlega um óreglulega útlendinga og hvernig megi fækka þeim sem komast óreglulega inn á Schengen svæðið. Það á meðal annars að gera með ströngu landamæraeftirliti. Pakkinn horfir hins vegar fram hjá þeim veruleika sem er á vinnumarkaði og þar með þeirri nauðsynlegu mótvægisaðgerð að fjölga reglulegum leiðum. Það þarf vissulega að vanda til verka við þróun og fjölgun slíkra leiða til að koma í veg fyrir að skaða innlenda launþega og til að stefnan og löggjöfin stuðli að hagvexti og nýsköpun og efli samkeppnishæfni viðtökuríkjanna. Á sama tíma þarf að fara fram heiðarlegt og opið samtal milli svæða og ríkja um ástæður óreglulegra fólksflutninga, ábyrgð upprunaríkjanna og um aðgerðir sem hægt væri að grípa til, bæði í upprunaríkjunum og í samstarfi þeirra við önnur ríki til að draga úr óreglulegri för. Einnig þarf að horfast í augu við að það verða alltaf einhverjir sem munu ferðast óreglulega og að það er á valdi ríkja að þróa og bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir þá sem fá synjun en er ekki hægt að brottvísa. Fólksflutningar munu að líkindum aukast á næstu árum og áratugum vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Nú er því lag að fjölga reglulegum leiðum og smíða vandaða stefnu og löggjöf þar um. Einnig að byggja og styrkja innviði. Síðast en ekki síst að skapa góð skilyrði fyrir fólk sem getur komið og hjálpað til við innviðastyrkingu, hvort sem um er að ræða lækna og hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga, almennt starfsfólk eða farandverkafólk. Vonandi verður Ísland eitt þeirra ríkja sem sér tækifærin í því. Höfundur er með MA próf í Hnattrænum tengslum og stundar nú ML nám í lögfræði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun