Útskýrir hvers vegna hann mætti með hníf í skólann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2024 14:36 Björgvin Páll hvetur fólk til að byrja á því að elska börnin og hlusta á þau. Vísir/vilhelm Landsliðsmarkvörður í handbolta lýsir því að hafa verið ungi strákurinn sem mætti með hníf í skólann á sínum tíma. Honum hafi liðið eins og allir í kringum sig gengju með hnífa og því gripið einn sjálfur. Þá líkt og nú hlusti enginn á börnin sem umfram allt þurfi að umvefja ást. Björgvin Páll Gústvasson er meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að sautján ára stúlka lést eftir hnífsstunguárás sextán ára drengs á dögunum. „Byssurnar og hnífarnir eru ekki stóra vandamálið þegar kemur að ofbeldi. Snapchat er ekki stóra vandamálið þegar kemur að einelti. Ópíóðar eru ekki stóra vandamálið þegar kemur að fíkn. Ráðumst að rót vandans, hjálpum börnunum okkar og reynum að laga þakið meðan sólin skín… ekki þegar það er byrjað að rigna. Hvort sem það kallast forvarnir, fræðsla, snemmtæk íhlutun eða hvað sem við viljum kalla það… Hjálpum börnunum okkar að finna tilgang, fá að tilheyra og finna sig til þess að þurfa ekki endalaust að vera að verja sig, flýja sársauka eða deyfa sig. Styðjum við foreldra og förum vel með fólkið sem við treystum fyrir börnunum okkar. Það er skammtímahugsunin sem er að drepa okkur…“ Björgvin segir að staldra þurfi við nú þegar fjölskyldumeðlimir þessarar saklausu stúlku hafi stigið fram og sýnt ekki bara mikið hugrekki heldur líka ólýsanlegan styrk með því að tjá sig með þeim hætti sem þau hafi gert. „Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar Klöru í færslu á Facebook um helgina. Björgvin spyr hvernig við björgum mannslífum? Hvert er samfélagið okkar að stefna? Hvað er að? „Mikilvægt er að við reynum að komast að rót vandans og finnst mér annar fjölskyldumeðlimur stúlkunnar hitta naglann á höfuðið þegar hún talar um „....kominn tími til að foreldrar og samfélagið allt vakni til ábyrgðar á andlegri líðan barna og því samfélagi sem við erum að kalla yfir okkur með því að gera ekki neitt.“ Vopnaburður alltaf til staðar Nú kalli margir eftir vitundarvakningu, samfélagsmiðlastjörnur noti sterk orð eins og aumingjar, einhvers staðar sé lögð áherslu á samstöðu eins og knattspyrnuleikjum í gær þegar klappað bara á 17. mínútu leiksins. „Allt líklega mikilvægur hluti af þessu ferli sem samfélagið þarf að fara í gegnum þegar svona harmleikur verður. En munum að hver harmleikur hefur sína sögu. Saga sem er í flestum tilvikum mjög dimm, saga þar sem margir spyrja sig hefði ég getað gert eitthvað betur og svo framvegis. Það ætlar sér ekkert barn að verða morðingi.“ Björgvin hefur verið ófeiminn við að segja sína sögu í von um að hjálpa öðrum átta ára einhvers staðar þarna úti. „Ég var 8 ára strákurinn sem tók með mér hníf í skólann og var lagður inná barna- og unglingageðdeild. Hlutirnir voru alveg svona einu sinni. Vopnaburður ungs fólks hefur alltaf verið til staðar. Kveikjan að þeirri fáránlegu hugmynd sem ég fékk 8 ára gamall var líklega sprottin þaðan að allir og ömmur þeirra gengu um með svokallaða butterfly hnífa. Ég tók minn saklausa eldhúshníf með mér í skólann því að ég var hræddur, vissi ekki við hvað, eiginlega bara allt, einelti, eldri strákana og fannst ég gjörsamlega varnarlaus. Það var bara engin að hlusta á mig. Enn þann dag í dag er engin að HLUSTA! Það heyra allir en það er engin að fokking hlusta!“ Það sé enginn að hlusta á börnin okkar. „Það má vera að heimur versnandi fer en við erum bara lítil eyja með 400 þús íbúa og við getum passað uppá börnin okkar. Við getum sem samfélagið tekið ábyrgð okkar nær umhverfi. Við getum komið í veg fyrir að samfélagið hafni ákveðnum börnum. Nú vilja allir prófessorar landsins auka pressuna á börnunum okkar í skólum og mögulega stéttaskipta þeim enn frekar. En hvernig líður börnunum okkar í skólanum? Hvar er mælistikan yfir það? Er hún til? Hvað segir sú stika?“ Byrjum á að elska börnin okkar „Það geta allir deilt einhverju á samfélagsmiðlunum en hversu margir eru í alvörunni til í að leggja sitt af mörkum til þess að búa í betra samfélagi?“ spyr Björgvin Páll. „Einhver góður maður sagði „Productivity does not start with teamwork“. Breytingar verða þegar sterkir einstaklingar stíga inn í umhverfi og láta hlutina gerast. Stjórnmálin eru auðvitað besti vettvangur þess að fá hlutina til þess að rúlla hraðar og var það einmitt þess vegna sem mig langaði alltaf í pólitík. En ég hef misst af stóru leyti trú á því að hlutirnir hreyfist nægilega hratt eða hreinlega í rétta átt á þeim vettvangi. Í allri þessari umræðu fallast manni hendur og maður veit ekki hvar maður á að byrja. En getum við ekki byrjað á því að elska öll börnin okkar? Getum við ekki byrjað á því að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa? Hvort sem það er sálfræðiþjónusta inní skólunum, meiri stuðning við þau kerfin sem eiga að halda utan um börnin okkar (kennara, Barnvernd..) og foreldra. Hvað get ég sjálfur gert til þess að hjálpa? Hvað finnst þér að við gætum gert betur? Ég vil í alvöru heyra þína skoðun á því!“ Hann vísar í orð Reykjavíkurskáldsins Tómas Guðmundssonar, sem orti: Því meðan til er böl sem bætt þú gazt, og barizt var meðan hjá þú sazt, er ólán heimsins einnig þér að kenna. Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Fengu óljósar ábendingar um hefndaraðgerðir Lögreglu bárust óljósar ábendingar úr ýmsum áttum um helgina um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lét lífið. Áttu hefndaraðgerðirnar að fara fram í Mosfellsbæ þar sem bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin. 1. september 2024 18:48 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Björgvin Páll Gústvasson er meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að sautján ára stúlka lést eftir hnífsstunguárás sextán ára drengs á dögunum. „Byssurnar og hnífarnir eru ekki stóra vandamálið þegar kemur að ofbeldi. Snapchat er ekki stóra vandamálið þegar kemur að einelti. Ópíóðar eru ekki stóra vandamálið þegar kemur að fíkn. Ráðumst að rót vandans, hjálpum börnunum okkar og reynum að laga þakið meðan sólin skín… ekki þegar það er byrjað að rigna. Hvort sem það kallast forvarnir, fræðsla, snemmtæk íhlutun eða hvað sem við viljum kalla það… Hjálpum börnunum okkar að finna tilgang, fá að tilheyra og finna sig til þess að þurfa ekki endalaust að vera að verja sig, flýja sársauka eða deyfa sig. Styðjum við foreldra og förum vel með fólkið sem við treystum fyrir börnunum okkar. Það er skammtímahugsunin sem er að drepa okkur…“ Björgvin segir að staldra þurfi við nú þegar fjölskyldumeðlimir þessarar saklausu stúlku hafi stigið fram og sýnt ekki bara mikið hugrekki heldur líka ólýsanlegan styrk með því að tjá sig með þeim hætti sem þau hafi gert. „Þessi dýra og óbærilega fórn hennar, skal og verður að bjarga mannslífum,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar Klöru í færslu á Facebook um helgina. Björgvin spyr hvernig við björgum mannslífum? Hvert er samfélagið okkar að stefna? Hvað er að? „Mikilvægt er að við reynum að komast að rót vandans og finnst mér annar fjölskyldumeðlimur stúlkunnar hitta naglann á höfuðið þegar hún talar um „....kominn tími til að foreldrar og samfélagið allt vakni til ábyrgðar á andlegri líðan barna og því samfélagi sem við erum að kalla yfir okkur með því að gera ekki neitt.“ Vopnaburður alltaf til staðar Nú kalli margir eftir vitundarvakningu, samfélagsmiðlastjörnur noti sterk orð eins og aumingjar, einhvers staðar sé lögð áherslu á samstöðu eins og knattspyrnuleikjum í gær þegar klappað bara á 17. mínútu leiksins. „Allt líklega mikilvægur hluti af þessu ferli sem samfélagið þarf að fara í gegnum þegar svona harmleikur verður. En munum að hver harmleikur hefur sína sögu. Saga sem er í flestum tilvikum mjög dimm, saga þar sem margir spyrja sig hefði ég getað gert eitthvað betur og svo framvegis. Það ætlar sér ekkert barn að verða morðingi.“ Björgvin hefur verið ófeiminn við að segja sína sögu í von um að hjálpa öðrum átta ára einhvers staðar þarna úti. „Ég var 8 ára strákurinn sem tók með mér hníf í skólann og var lagður inná barna- og unglingageðdeild. Hlutirnir voru alveg svona einu sinni. Vopnaburður ungs fólks hefur alltaf verið til staðar. Kveikjan að þeirri fáránlegu hugmynd sem ég fékk 8 ára gamall var líklega sprottin þaðan að allir og ömmur þeirra gengu um með svokallaða butterfly hnífa. Ég tók minn saklausa eldhúshníf með mér í skólann því að ég var hræddur, vissi ekki við hvað, eiginlega bara allt, einelti, eldri strákana og fannst ég gjörsamlega varnarlaus. Það var bara engin að hlusta á mig. Enn þann dag í dag er engin að HLUSTA! Það heyra allir en það er engin að fokking hlusta!“ Það sé enginn að hlusta á börnin okkar. „Það má vera að heimur versnandi fer en við erum bara lítil eyja með 400 þús íbúa og við getum passað uppá börnin okkar. Við getum sem samfélagið tekið ábyrgð okkar nær umhverfi. Við getum komið í veg fyrir að samfélagið hafni ákveðnum börnum. Nú vilja allir prófessorar landsins auka pressuna á börnunum okkar í skólum og mögulega stéttaskipta þeim enn frekar. En hvernig líður börnunum okkar í skólanum? Hvar er mælistikan yfir það? Er hún til? Hvað segir sú stika?“ Byrjum á að elska börnin okkar „Það geta allir deilt einhverju á samfélagsmiðlunum en hversu margir eru í alvörunni til í að leggja sitt af mörkum til þess að búa í betra samfélagi?“ spyr Björgvin Páll. „Einhver góður maður sagði „Productivity does not start with teamwork“. Breytingar verða þegar sterkir einstaklingar stíga inn í umhverfi og láta hlutina gerast. Stjórnmálin eru auðvitað besti vettvangur þess að fá hlutina til þess að rúlla hraðar og var það einmitt þess vegna sem mig langaði alltaf í pólitík. En ég hef misst af stóru leyti trú á því að hlutirnir hreyfist nægilega hratt eða hreinlega í rétta átt á þeim vettvangi. Í allri þessari umræðu fallast manni hendur og maður veit ekki hvar maður á að byrja. En getum við ekki byrjað á því að elska öll börnin okkar? Getum við ekki byrjað á því að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa? Hvort sem það er sálfræðiþjónusta inní skólunum, meiri stuðning við þau kerfin sem eiga að halda utan um börnin okkar (kennara, Barnvernd..) og foreldra. Hvað get ég sjálfur gert til þess að hjálpa? Hvað finnst þér að við gætum gert betur? Ég vil í alvöru heyra þína skoðun á því!“ Hann vísar í orð Reykjavíkurskáldsins Tómas Guðmundssonar, sem orti: Því meðan til er böl sem bætt þú gazt, og barizt var meðan hjá þú sazt, er ólán heimsins einnig þér að kenna.
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Fengu óljósar ábendingar um hefndaraðgerðir Lögreglu bárust óljósar ábendingar úr ýmsum áttum um helgina um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lét lífið. Áttu hefndaraðgerðirnar að fara fram í Mosfellsbæ þar sem bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin. 1. september 2024 18:48 Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Fengu óljósar ábendingar um hefndaraðgerðir Lögreglu bárust óljósar ábendingar úr ýmsum áttum um helgina um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lét lífið. Áttu hefndaraðgerðirnar að fara fram í Mosfellsbæ þar sem bæjarhátíðin Í túninu heima er haldin. 1. september 2024 18:48
Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. 30. ágúst 2024 12:13
Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06