Þá verður jafnframt rætt við formann Félags yfirlögregluþjóna um forvarnir og við heyrum frá ungmennum um þeirra upplifun af auknu ofbeldi.
Allir hagsmunaaðilar virðast ósáttir með breytingar á húsaleigulögum, sem eru nýbúin að taka gildi. Þeir segja breytingarnar hvorki hagnast húseigendum né leigjendum.
Og í fréttatímanum fylgjumst við með varnaræfingu Norður-Víkings, sem staðið hefur yfir síðustu vikuna hér á landi.