Innlent

Skjálfta­virkni minnkað við kvikuganginn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Eldgosið er það stærsta á Sunhnúksgígaröðinni frá því að jarðhræringar hófust á svæðinu í fyrrahaust.
Eldgosið er það stærsta á Sunhnúksgígaröðinni frá því að jarðhræringar hófust á svæðinu í fyrrahaust. Vísir/Vilhelm

Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 

Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. 

Loftmengunar frá gosstöðvunum hefur ekki orðið vart síðastliðinn sólarhring. Bjarki segir rok og rigningu koma í veg fyrir gróðurelda á svæðinu og í veg fyrir loftmengun. Þá blási norðvestanátt allri loftmengun úr landi.

Bjarki segir skjálftavirkni í kvikuganginum aðeins minni en áður. Skjálftavirkni hafi þó verið nokkuð meiri í þessu eldgosi en þeim fyrri á svæðinu. 

Sem fyrr gýs úr tveimur gígum við enda sprungunnar sem opnaðist þegar eldgos hófst fyrir tæpum tveimur vikum. Beina útsendingu af gosinu má nálgast hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×