Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. september 2024 00:19 Netanjahú ávarpaði ísraelsku þjóðina í kvöld eftir allsherjarverkfall fór fram í landinu í dag. EPA Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Nokkur hundruð þúsund Ísraelsmenn lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir á laugardag. Fjölskyldur gíslanna og fjöldi mótmælenda kenndu forsætisráðherranum um dauða gíslanna, samkvæmt umfjöllun AP. Netanjahú kom fram á blaðamannafundi í dag í fyrsta skipti frá því að mótmæli Ísraelsmanna hófust á laugardag eftir að fréttir bárust um að gíslarnir hefðu fundist. Þar sagðist hann munu halda áfram að berjast fyrir þeirri kröfu sem hann hefur áður lagt fram, en í henni felst meðal annars yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu nærri landamærum Gasa og Egyptalands. Netanjahú heldur því fram að Hamas smygli vopnum um það svæði inn á Gasa en bæði Hamas og egypsk yfirvöld hafna að svo sé. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag að Netanjahú væri ekki að beita sér nægilega fyrir því að ná samningum um vopnahlé. Eftir ellefu mánaða stríðsrekstur þyrfti hann að ná samningum. Á blaðamannafundinum sagði Netanjahú engan jafn staðráðinn í að leysa þá gísla sem enn eru í haldi Hamas og hann. Jafnframt baðst hann afsökunar á að hafa ekki náð að leysa þá gísla sem fundust látnir úr haldi Hamas í tæka tíð. Hamas-samtökin hafa sakað ísraelsk yfirvöld um að tefja samningaviðræður með því að vera stöðugt að bæta nýjum kröfum við vopnahléstillögur, til að mynda um yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu. Hamas hefur lagt til lausn allra gísla gegn því að stríðinu ljúki, allar hersveitir Ísraelshers hörfi frá Gasa og Ísrael láti palestínska fanga lausa. Netanjahú hefur aftur á móti heitið „fullnaðarsigri“ á Hamas og kennir samtökunum um að enn hafi ekki nást að semja um vopnahlé. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann reiðubúinn fyrir fyrsta fasa vopnahlés, en í honum fælist lausn nokkurra gísla gegn brotthvarfi ísraelskra hersveita að hluta til. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Nokkur hundruð þúsund Ísraelsmenn lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir á laugardag. Fjölskyldur gíslanna og fjöldi mótmælenda kenndu forsætisráðherranum um dauða gíslanna, samkvæmt umfjöllun AP. Netanjahú kom fram á blaðamannafundi í dag í fyrsta skipti frá því að mótmæli Ísraelsmanna hófust á laugardag eftir að fréttir bárust um að gíslarnir hefðu fundist. Þar sagðist hann munu halda áfram að berjast fyrir þeirri kröfu sem hann hefur áður lagt fram, en í henni felst meðal annars yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu nærri landamærum Gasa og Egyptalands. Netanjahú heldur því fram að Hamas smygli vopnum um það svæði inn á Gasa en bæði Hamas og egypsk yfirvöld hafna að svo sé. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði við fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag að Netanjahú væri ekki að beita sér nægilega fyrir því að ná samningum um vopnahlé. Eftir ellefu mánaða stríðsrekstur þyrfti hann að ná samningum. Á blaðamannafundinum sagði Netanjahú engan jafn staðráðinn í að leysa þá gísla sem enn eru í haldi Hamas og hann. Jafnframt baðst hann afsökunar á að hafa ekki náð að leysa þá gísla sem fundust látnir úr haldi Hamas í tæka tíð. Hamas-samtökin hafa sakað ísraelsk yfirvöld um að tefja samningaviðræður með því að vera stöðugt að bæta nýjum kröfum við vopnahléstillögur, til að mynda um yfirráð yfir Philadelphi-svæðinu. Hamas hefur lagt til lausn allra gísla gegn því að stríðinu ljúki, allar hersveitir Ísraelshers hörfi frá Gasa og Ísrael láti palestínska fanga lausa. Netanjahú hefur aftur á móti heitið „fullnaðarsigri“ á Hamas og kennir samtökunum um að enn hafi ekki nást að semja um vopnahlé. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann reiðubúinn fyrir fyrsta fasa vopnahlés, en í honum fælist lausn nokkurra gísla gegn brotthvarfi ísraelskra hersveita að hluta til.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira