Nýsjálendingar þrefalda ferðamannagjaldið Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2024 07:48 Hagtölur sýna að ferðaþjónustan á Nýja-Sjálandi hafi ekki aftur náð þeim stað sem hún var á fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Getty Ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur ákveðið að þrefalda gjald sem ferðamenn þurfa að greiða við komu til landsins. Gjaldið fer úr 35 nýsjálenskum dölum í hundrað, sem jafngildir um þrjú þúsund íslenskum krónum í tæpar níu þúsund krónur. Í frétt DW kemur fram að fulltrúar ferðaþjónustunnar þar í landi hafa lýst yfir miklum áhyggjum af þessari auknu gjaldtöku og telja þetta munu draga úr komu ferðamanna til landsins. Ferðaþjónusta er ein af lykilatvinnugreinum Nýja-Sjálands. Breytingin mun taka gildi 1. október næstkomandi en með henni vilja stjórnvöld „tryggja að gestir leggi sitt af mörkum til opinberrar þjónstu og að reynsla þeirra af heimsókninni til Nýja-Sjálands verði af háum gæðum“. Mikil umræða hefur átt sér stað í Nýja-Sjálandi um hvernig eigi að bregðast við miklum straumi ferðamanna og hvaða áhrif hann hafi á umhverfi og velferðarkerfi landsins. Ráðherra ferðamála, Matt Dooce, segir að koma ferðamanna skipti miklu máli fyrir efnahag Nýja-Sjálands. Ferðamannastraumurinn hafi þó einnig áhrif á nærsamfélög og skapi aukinn þrýsting á alla innviði. Nýsjálendingar kynntu ferðamannagjaldið til sögunnar árið 2019 en ráðherrann segir að upphæðin nú sé ekki nægilega há til að dekka kostnað sem hlýst af ágangi ferðamanna. Því hafi verið ákveðið að hækka gjaldið. Einnig komi til greina að hækka flugvallaskatta til að bregðast við stöðunni. Nýja-Sjáland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Í frétt DW kemur fram að fulltrúar ferðaþjónustunnar þar í landi hafa lýst yfir miklum áhyggjum af þessari auknu gjaldtöku og telja þetta munu draga úr komu ferðamanna til landsins. Ferðaþjónusta er ein af lykilatvinnugreinum Nýja-Sjálands. Breytingin mun taka gildi 1. október næstkomandi en með henni vilja stjórnvöld „tryggja að gestir leggi sitt af mörkum til opinberrar þjónstu og að reynsla þeirra af heimsókninni til Nýja-Sjálands verði af háum gæðum“. Mikil umræða hefur átt sér stað í Nýja-Sjálandi um hvernig eigi að bregðast við miklum straumi ferðamanna og hvaða áhrif hann hafi á umhverfi og velferðarkerfi landsins. Ráðherra ferðamála, Matt Dooce, segir að koma ferðamanna skipti miklu máli fyrir efnahag Nýja-Sjálands. Ferðamannastraumurinn hafi þó einnig áhrif á nærsamfélög og skapi aukinn þrýsting á alla innviði. Nýsjálendingar kynntu ferðamannagjaldið til sögunnar árið 2019 en ráðherrann segir að upphæðin nú sé ekki nægilega há til að dekka kostnað sem hlýst af ágangi ferðamanna. Því hafi verið ákveðið að hækka gjaldið. Einnig komi til greina að hækka flugvallaskatta til að bregðast við stöðunni.
Nýja-Sjáland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira