Kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna Þorsteinn Sæberg skrifar 3. september 2024 11:03 Þá er fyrstu viku nýs skólaárs lokið og framundan skólaárið 2024-2025 með fjölbreyttum áskorunum og tækifærum fyrir alla aðila skólasamfélagsins. „Sumarið er tíminn“ segir í þekktu dægurlagi og sannarlega finnum við flest hversu mikilvægt það er fyrir okkur að njóta þess sem sumarið á Íslandi býður upp á með sinni auknu birtu og breytta veðurfari. Þá fjölgar oftar en ekki samverustundum fjölskyldunnar og frjálsræði eykst í víðum skilningi með aukinni útiveru, útileikjum og ferðalögum innan- og utanlands. Þegar kemur að skólabyrjun barnanna okkar á haustin fer samfélagið í ákveðinn gír. Líf fjölskyldunnar er skipulagt í kringum skólatíma barnanna og þeirra tómstunda sem börnin sinna auk þess sem foreldrar þurfa að sinna því margþætta verkefni sem fylgir því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samfélaginu þar sem segja má að skólinn sé kjarninn. Þar eiga börnin rétt á menntun í samræmi við aldur sinn og þroska gegnum mismunandi skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla, en á þeirri leið er byggt undir þann grunn sem skapar tækifærin sem bíða þeirra í framhaldsnámi og á fullorðinsárum. Virkni barnanna okkar í samfélagi framtíðar ræðst að stórum hluta af þeirri menntun sem skólakerfið okkar veitir þeim. Í skólakerfi okkar starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna sem brenna fyrir störfum sínum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem skólastarfinu fylgja. Fólk sem veit að öflugt skólastarf skilar sér í betri menntun og aukinni vellíðan fyrir börnin okkar. Fólk sem veit einnig að stöðugleiki í starfinu og námi barnanna skilar sér margfalt til samfélagsins. Skólastjórar hafa það hlutverk að stjórna skólunum okkar, veita þeim faglega forystu um leið og þeir bera ábyrgð á starfi þeirra. Skólastjórnendur stuðla að samstarfi aðila skólasamfélagsins og framfylgja þeirri stefnumótun sem skólastarfið byggir á, markmiðum, námskrám og ekki síst þeirri þekkingu og fagmennsku sem þróast innan hvers skóla. Framkvæmd stefnumótunar og árangursríkt skólastarf byggir á stöðugleika í starfsmannahaldi sem verður sífellt meiri áskorun fyrir stjórnendur í skólum landsins. Nú við upphaf nýs skólaárs er staða starfsmannamála áhyggjuefni en strax á vormánuðum fór að bera á fjölda auglýsinga þar sem auglýst var eftir kennurum og stjórnendum skóla. Hallað hefur undan fæti á undanförnum árum og á síðasta skólaári var staðan sú að 1 af hverjum 5 sem starfaði við kennslu í grunnskólum, eða um 20%, var án kennsluréttinda. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og búast má við að hlutfallið hækki enn frekar á þessu skólaári. Um er að ræða meðaltal fyrir landið en hlutfall þeirra sem eru með réttindi til kennslu er mjög misjafnt eftir landshlutum. Starfsmannavelta á skólatíma hefur aukist sem valdið hefur tímabundnu rofi í skipulagi starfsins og hefur eðlilega haft áhrif á börnin og ekki síður á starf stjórnenda sem bera ábyrgð á mönnun og skipulagi. Þessi staða er líklega ein ástæða þess hversu illa gengur orðið að manna stöður stjórnenda, en stöðugleiki í stjórnendateymum skóla er mikilvægur fyrir aukin gæði, betri ákvarðanatöku og markvissari stefnumótun. Eins og áður sagði skiptir stöðugleiki í skólastarfi verulegu máli og er í raun grunnurinn að auknum gæðum í skólastarfi. Eitt mikilvægasta verkefni skólastjórnenda er að fá hæfa kennara til starfa og sú þróun sem við höfum séð undanfarið um sífellt hærra hlutfall ófaglærðra í skólastarfi er þróun sem við verðum sem samfélag að snúa við. Það er ljóst að í skólastarfi eru kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna. Verkefnið framundan þarfnast samstöðu okkar allra þar sem við setjum áhersluna að bættu skólastarfi á Íslandi til framtíðar fyrst og fremst á það markmið að fjárfesta í kennurum, samfélaginu og börnunum okkar til heilla. Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Þá er fyrstu viku nýs skólaárs lokið og framundan skólaárið 2024-2025 með fjölbreyttum áskorunum og tækifærum fyrir alla aðila skólasamfélagsins. „Sumarið er tíminn“ segir í þekktu dægurlagi og sannarlega finnum við flest hversu mikilvægt það er fyrir okkur að njóta þess sem sumarið á Íslandi býður upp á með sinni auknu birtu og breytta veðurfari. Þá fjölgar oftar en ekki samverustundum fjölskyldunnar og frjálsræði eykst í víðum skilningi með aukinni útiveru, útileikjum og ferðalögum innan- og utanlands. Þegar kemur að skólabyrjun barnanna okkar á haustin fer samfélagið í ákveðinn gír. Líf fjölskyldunnar er skipulagt í kringum skólatíma barnanna og þeirra tómstunda sem börnin sinna auk þess sem foreldrar þurfa að sinna því margþætta verkefni sem fylgir því að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Samfélaginu þar sem segja má að skólinn sé kjarninn. Þar eiga börnin rétt á menntun í samræmi við aldur sinn og þroska gegnum mismunandi skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla, en á þeirri leið er byggt undir þann grunn sem skapar tækifærin sem bíða þeirra í framhaldsnámi og á fullorðinsárum. Virkni barnanna okkar í samfélagi framtíðar ræðst að stórum hluta af þeirri menntun sem skólakerfið okkar veitir þeim. Í skólakerfi okkar starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna sem brenna fyrir störfum sínum og þeim fjölbreyttu verkefnum sem skólastarfinu fylgja. Fólk sem veit að öflugt skólastarf skilar sér í betri menntun og aukinni vellíðan fyrir börnin okkar. Fólk sem veit einnig að stöðugleiki í starfinu og námi barnanna skilar sér margfalt til samfélagsins. Skólastjórar hafa það hlutverk að stjórna skólunum okkar, veita þeim faglega forystu um leið og þeir bera ábyrgð á starfi þeirra. Skólastjórnendur stuðla að samstarfi aðila skólasamfélagsins og framfylgja þeirri stefnumótun sem skólastarfið byggir á, markmiðum, námskrám og ekki síst þeirri þekkingu og fagmennsku sem þróast innan hvers skóla. Framkvæmd stefnumótunar og árangursríkt skólastarf byggir á stöðugleika í starfsmannahaldi sem verður sífellt meiri áskorun fyrir stjórnendur í skólum landsins. Nú við upphaf nýs skólaárs er staða starfsmannamála áhyggjuefni en strax á vormánuðum fór að bera á fjölda auglýsinga þar sem auglýst var eftir kennurum og stjórnendum skóla. Hallað hefur undan fæti á undanförnum árum og á síðasta skólaári var staðan sú að 1 af hverjum 5 sem starfaði við kennslu í grunnskólum, eða um 20%, var án kennsluréttinda. Þetta hlutfall hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og búast má við að hlutfallið hækki enn frekar á þessu skólaári. Um er að ræða meðaltal fyrir landið en hlutfall þeirra sem eru með réttindi til kennslu er mjög misjafnt eftir landshlutum. Starfsmannavelta á skólatíma hefur aukist sem valdið hefur tímabundnu rofi í skipulagi starfsins og hefur eðlilega haft áhrif á börnin og ekki síður á starf stjórnenda sem bera ábyrgð á mönnun og skipulagi. Þessi staða er líklega ein ástæða þess hversu illa gengur orðið að manna stöður stjórnenda, en stöðugleiki í stjórnendateymum skóla er mikilvægur fyrir aukin gæði, betri ákvarðanatöku og markvissari stefnumótun. Eins og áður sagði skiptir stöðugleiki í skólastarfi verulegu máli og er í raun grunnurinn að auknum gæðum í skólastarfi. Eitt mikilvægasta verkefni skólastjórnenda er að fá hæfa kennara til starfa og sú þróun sem við höfum séð undanfarið um sífellt hærra hlutfall ófaglærðra í skólastarfi er þróun sem við verðum sem samfélag að snúa við. Það er ljóst að í skólastarfi eru kennarar í lykilhlutverki í námi og starfi barnanna. Verkefnið framundan þarfnast samstöðu okkar allra þar sem við setjum áhersluna að bættu skólastarfi á Íslandi til framtíðar fyrst og fremst á það markmið að fjárfesta í kennurum, samfélaginu og börnunum okkar til heilla. Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun