Innlent

Tæp­lega þrjá­tíu missa vinnuna á Vest­fjörðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tæplega þrjátíu starfsmenn hjá Vestfirskum verktökum misstu vinnuna fyrir helgi.
Tæplega þrjátíu starfsmenn hjá Vestfirskum verktökum misstu vinnuna fyrir helgi. vísir/vilhelm

Tæplega þrjátíu starfsmönnum Vestfirskra verktaka var sagt upp störfum á föstudaginn. Framkvæmdastjóri segir verkefnastöðu ekki nógu góða auk þess sem eigendurnir ætli hvort í sína áttina.

Garðar Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra verktaka, segir í samtali við staðarmiðilinn Bæjarsins besta að þótt reksturinn sé viðráðanlegur sé verkefnastaða ekki nógu góð og reksturinn þungur.

Garðar á 51 prósenta hlut í fyrirtækinu á móti Sveini Inga Guðbjörnssyni sem á 49 prósent. Garðar segir þá Svein Inga ætla hvor í sína áttina en sjálfur stefni hann á að reka minna verktakafyrirtæki í framhaldinu. Færri verk séu í kortunum á Vestfjörðum en undanfarin ár þar sem hafi verið nóg að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×