Allir í jólaskapi í Jólagarðinum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2024 20:07 Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði, sem segir alltaf nóg að gera í garðinum og að sumarið hafi gengið einstaklega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það styttist og styttist til jóla en það er þó sennilega engin komin í jólaskap nema þá kannski starfsfólk Jólagarðsins i Eyjafirði, sem eru að vinna í kringum jólin allt árið við móttöku á gestum og þarf því að vera í jólaskapi. Það er alltaf jafn gaman að koma í Jólagarðinn því þar er alltaf góð stemming, jólailmur, allt jólaskrautið, föt jólasveinsins úti á snúru og almenn gleði. Mikið hefur verið um ferðamenn í garðinum í sumar, ekki síst af skemmtiferðaskipunum, sem koma til Akureyrar. „Það hefur gengið ljómandi vel í sumar eins og alltaf, við erum bara hress hérna fyrir norðan. Það er búin að vera býsna mikil traffík og bara alveg frá því í vor já. Það hefur gengið alveg ljómandi vel, bæði innlendir og erlendir ferðamenn og Akureyringar eru duglegir að koma til okkar,” segir Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði. En hvað finnst fólki um það þegar það er að koma í garðinn í fyrsta sinn, hver er upplifun fólks? „Flestir eru pínu hissa, þeir eru svolítið svona hugsi en það fara allir glaðir, það endar alltaf með því að fólk fer að brosa,” segir Margrét hlæjandi. Margrét segir að Jólaþorpið sé með jólavörur frá 12 löndum en mest af vörunum komi frá Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi og Bandaríkjunum og svo sé íslenskt handverk að sjálfsögðu alltaf stór partur í þorpinu. Jólaþorpið er með vörur frá 12 löndum og að sjálfsögðu er íslenska handverkið á sínum stað líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú sjálf, þú ert ekkert að bregða þér í búninginn og taka jólalögin ? „Nei, ekki yfir hásumarið en ég fer í ákveðin búning í desember en hann er í hreinsun núna.” En þið sem starfið hérna, verðið þið ekki orðin leið á jólunum þegar jólin koma? „Þetta er náttúrulega klárlega klassísk spurning en nei, ég spila enn þá jólalög, skreyti enn þá heima og kemst bara í gott jólaskap þegar klukkan slær sex á aðfangadag,” segir Margrét Vera. Og þessi skemmtilegi texti vekur alltaf athygli í Jólagarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Jól Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Sjá meira
Það er alltaf jafn gaman að koma í Jólagarðinn því þar er alltaf góð stemming, jólailmur, allt jólaskrautið, föt jólasveinsins úti á snúru og almenn gleði. Mikið hefur verið um ferðamenn í garðinum í sumar, ekki síst af skemmtiferðaskipunum, sem koma til Akureyrar. „Það hefur gengið ljómandi vel í sumar eins og alltaf, við erum bara hress hérna fyrir norðan. Það er búin að vera býsna mikil traffík og bara alveg frá því í vor já. Það hefur gengið alveg ljómandi vel, bæði innlendir og erlendir ferðamenn og Akureyringar eru duglegir að koma til okkar,” segir Margrét Vera Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Jólagarðsins í Eyjafirði. En hvað finnst fólki um það þegar það er að koma í garðinn í fyrsta sinn, hver er upplifun fólks? „Flestir eru pínu hissa, þeir eru svolítið svona hugsi en það fara allir glaðir, það endar alltaf með því að fólk fer að brosa,” segir Margrét hlæjandi. Margrét segir að Jólaþorpið sé með jólavörur frá 12 löndum en mest af vörunum komi frá Þýskalandi, Póllandi, Tékklandi og Bandaríkjunum og svo sé íslenskt handverk að sjálfsögðu alltaf stór partur í þorpinu. Jólaþorpið er með vörur frá 12 löndum og að sjálfsögðu er íslenska handverkið á sínum stað líka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú sjálf, þú ert ekkert að bregða þér í búninginn og taka jólalögin ? „Nei, ekki yfir hásumarið en ég fer í ákveðin búning í desember en hann er í hreinsun núna.” En þið sem starfið hérna, verðið þið ekki orðin leið á jólunum þegar jólin koma? „Þetta er náttúrulega klárlega klassísk spurning en nei, ég spila enn þá jólalög, skreyti enn þá heima og kemst bara í gott jólaskap þegar klukkan slær sex á aðfangadag,” segir Margrét Vera. Og þessi skemmtilegi texti vekur alltaf athygli í Jólagarðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Jól Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Sjá meira