Ekki hægt að fara í skurðaðgerð til að losna við fíknisjúkdóminn Lovísa Arnardóttir skrifar 6. september 2024 06:45 Ragnheiður segir starfsfólk SÁÁ hafa verið ánægt að sjá yfirlýsingu ráðherra um að heildarsamningur SÁÁ við Sjúkratryggingar liggi fyrir um áramótin. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir forstjóri SÁÁ segir nýjan samning samtakanna við Sjúkratryggingar Íslands tímamótasamning. Samningurinn felur í sér fimmfalda aukningu á aðgengi að lyfjameðferð hjá SÁÁ fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóðafíkn. Ragnheiður segir samninginn gera þeim kleift að veita betri og meiri þjónustu til skjólstæðinga. Þá sé hann einnig viðurkenning á þeirra hlutverki í þjónustu við fólk sem glími við ópíóíðafíkn. „Þetta snýst um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn annars vegar og flýtimeðferð hins vegar. Við höfum verið að þjónusta lyfjameðferð og mæta þörf, en höfum bara verið með samning fyrir 90 einstaklinga,“ segir Ragnheiður og að nú sé búið að stækka samninginn þannig að það sé gert ráð fyrir að þau geti þjónustað 450 manns og Sjúkratryggingar taki þátt í þeim kostnaði sem fylgir því. „Þetta eru ofboðslega góðar fréttir því þetta er eitthvað sem var alltaf að taka til sín meira og meira af okkar getu og því var margt annað sem við þurftum að horfast í augu við að geta ekki gert. Svo er þetta auðvitað eitthvað sem okkur fannst stjórnvöld þurfa að taka ábyrgð á með okkur, sem þau eru þá að gera núna.“ Búast við fjölgun Ragnheiður segir þetta fimmföldun á samningi en tekur þó fram að SÁÁ hafi verið að þjónusta miklu fleiri en samningurinn hefur gripið hingað til. „Við höfum verið með 300 til 350, jafnvel upp að 400, í þessari þjónustu. Þá hefur SÁÁ verið að brúa það bil sem dregur úr getu okkar til að athafna okkur. Þarna eru ráðherra og SÍ að stíga inn í og taka ábyrgðina með okkur.“ Hún segir að þau eigi svo eftir að sjá hver eftirspurnin verður og hvort þörfin aukist. Það sem sé einnig kostur við þennan samning er að þau fá augu annarra heilbrigðisstofnana til að meta þörfina. „Það hefur verið samtal líka okkar og yfirvalda hver raunveruleg þörfin sé á innlögn á Vog og Vík á móti öðrum þjónustuúrræðum. Við erum að taka höndum saman auk þess sem við erum að fá viðurkenningu á því hvað SÁÁ er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu. Þannig náum við saman utan um hver þörfin er og þá getur samtalið haldið áfram,“ segir Ragnheiður og að gögnin sem myndist í þessu samstarfi nýtist þeim líka í því mati. Lyfjameðferðin sem um ræðir er viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Lyfin heita Suboxone og Buvidal. Lyfin eru annaðhvort í formi taflna sem fólk tekur daglega eða í formi forðalyfs sem er sprautað í það hálfsmánaðarlega. „Sumir eru á þessum lyfjum ævilangt. Það hangir dálítið með því hvernig fólki gengur að vinna úr sínum málum. Það er líka sálfélagsleg meðferð og stuðningur. Þú getur þannig náð betri tökum á þínu lífi og þá getur það smám saman trappað sig niður. Fyrstu árin, meðan þú ert að komast út úr þessari ópíóíðafíkn, þá er þetta gríðarlega mikilvægur stuðningur og gerir þér kleift að vinna í öðrum hlutum samhliða. Það er aldrei eitthvað eitt. Það er ekki hægt að fara í skurðaðgerð og losna við fíknisjúkdóminn. Þetta er dagleg vinna í langan tíma. En þetta gefur fólki öryggi. Lyfin verja fólk þannig að þau setjast í viðtakana og fólk getur ekki ofskammtað þó að það fái bakslag. Þau eru varin.“ Ragnheiður segir forðasprauturnar hafa skipt sköpum fyrir mjög marga. Fólk þurfi ekki að vera í eins miklum samskiptum og sé ekki eins háð þeim. Þau komi mánaðarlega í sprautu. Það þýði líka að það er auðveldara að vera með skaðaminnkandi nálgun. „Ef fólk er í annarri neyslu þá er auðveldara að koma einu sinni í mánuði en að vera að koma að sækja lyf og vera með töflu sem það þarf svo að ákveða hvort það tekur. Þetta er meira öryggi og meiri festa.“ Ná að grípa fólk á erfiðum stað Flýtiþjónustan snýr svo að umræðu um að grípa fólk í því sem Ragnheiður kallar „meðferðarglugga“. „Nú er búið að innleiða verklag þar sem fólk í alvarlegri neyslu ópíóíða getur þá fengið aðgengi að þessari lyfjameðferð en líka þá sem hafa verið að glíma við vímuefnavanda í langan tíma og það hefur verið einhver skyndileg versnun og eitthvað gerist. Það opnast meðferðargluggi og fólk er þá jafnvel að leita á aðrar heilbrigðisstofnanir vegna einhvers. Þá geta þessar heilbrigðisstofnanir sent okkur flýtitilvísun sem við skuldbindum okkur til að skoða innan sólarhrings og bregðast mjög hratt við.“ Hún segir að við það auki geta SÁÁ til að grípa fólk á erfiðum stað. „Það er eitthvað sem hefur auðvitað mikið verið í umræðu og þörf á.“ Hún segir SÁÁ í þessum aðstæðum hafa nokkrar leiðir til að bregðast við. Það geti verið með innlögn en það geti líka verið með tilvísun í aðra þjónustu sem þau veita eins og til dæmis í lyfjameðferðina sem hingað til hefur verið háð innlögn. Þá geti þau líka vísað í úrræði á göngudeild. Ekki allir þurfi innlögn „Það þurfa ekki allir endilega á innlögn að halda. Hún er alltaf dýrasta úrræðið og þetta gefur okkur tækifæri til að skoða þessu bráðu mál og forgangsraða þeim. Sjúklingurinn fær allavega einhvers konar viðtal strax og möguleika á aðstoð.“ Stjórnvöld vinna auk þess að því að nýr heildarsamningur um SÁÁ taki gildi um áramótin. „Þetta markar tímamót hjá okkur. Það eru líka tímamót í þessum samskiptum. Við erum að taka höndum saman, SÁÁ, Sjúkratryggingar og vinna hlutina saman. Það er mjög jákvætt. Við höldum þessu samtali svo áfram um heildarsamning. Þetta er áfangi í þá átt,“ segir hún og að starfsmenn SÁÁ hafi verið mjög glaðir að sjá yfirlýsingu ráðherra um að það ætti að vera búið að komast að samkomulagi um heildarsamning fyrir áramót. Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjúkratryggingar SÁÁ Tengdar fréttir Tímamótadagur Þann 2.september sl. var tímamótadagur í þjónustu við fólk með fíknsjúkdóma. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson staðfesti viðauka við samning Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um flýtiþjónustu vegna fíknsjúkdóma og snemminngrip fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. 3. september 2024 10:33 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ragnheiður segir samninginn gera þeim kleift að veita betri og meiri þjónustu til skjólstæðinga. Þá sé hann einnig viðurkenning á þeirra hlutverki í þjónustu við fólk sem glími við ópíóíðafíkn. „Þetta snýst um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn annars vegar og flýtimeðferð hins vegar. Við höfum verið að þjónusta lyfjameðferð og mæta þörf, en höfum bara verið með samning fyrir 90 einstaklinga,“ segir Ragnheiður og að nú sé búið að stækka samninginn þannig að það sé gert ráð fyrir að þau geti þjónustað 450 manns og Sjúkratryggingar taki þátt í þeim kostnaði sem fylgir því. „Þetta eru ofboðslega góðar fréttir því þetta er eitthvað sem var alltaf að taka til sín meira og meira af okkar getu og því var margt annað sem við þurftum að horfast í augu við að geta ekki gert. Svo er þetta auðvitað eitthvað sem okkur fannst stjórnvöld þurfa að taka ábyrgð á með okkur, sem þau eru þá að gera núna.“ Búast við fjölgun Ragnheiður segir þetta fimmföldun á samningi en tekur þó fram að SÁÁ hafi verið að þjónusta miklu fleiri en samningurinn hefur gripið hingað til. „Við höfum verið með 300 til 350, jafnvel upp að 400, í þessari þjónustu. Þá hefur SÁÁ verið að brúa það bil sem dregur úr getu okkar til að athafna okkur. Þarna eru ráðherra og SÍ að stíga inn í og taka ábyrgðina með okkur.“ Hún segir að þau eigi svo eftir að sjá hver eftirspurnin verður og hvort þörfin aukist. Það sem sé einnig kostur við þennan samning er að þau fá augu annarra heilbrigðisstofnana til að meta þörfina. „Það hefur verið samtal líka okkar og yfirvalda hver raunveruleg þörfin sé á innlögn á Vog og Vík á móti öðrum þjónustuúrræðum. Við erum að taka höndum saman auk þess sem við erum að fá viðurkenningu á því hvað SÁÁ er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu. Þannig náum við saman utan um hver þörfin er og þá getur samtalið haldið áfram,“ segir Ragnheiður og að gögnin sem myndist í þessu samstarfi nýtist þeim líka í því mati. Lyfjameðferðin sem um ræðir er viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Lyfin heita Suboxone og Buvidal. Lyfin eru annaðhvort í formi taflna sem fólk tekur daglega eða í formi forðalyfs sem er sprautað í það hálfsmánaðarlega. „Sumir eru á þessum lyfjum ævilangt. Það hangir dálítið með því hvernig fólki gengur að vinna úr sínum málum. Það er líka sálfélagsleg meðferð og stuðningur. Þú getur þannig náð betri tökum á þínu lífi og þá getur það smám saman trappað sig niður. Fyrstu árin, meðan þú ert að komast út úr þessari ópíóíðafíkn, þá er þetta gríðarlega mikilvægur stuðningur og gerir þér kleift að vinna í öðrum hlutum samhliða. Það er aldrei eitthvað eitt. Það er ekki hægt að fara í skurðaðgerð og losna við fíknisjúkdóminn. Þetta er dagleg vinna í langan tíma. En þetta gefur fólki öryggi. Lyfin verja fólk þannig að þau setjast í viðtakana og fólk getur ekki ofskammtað þó að það fái bakslag. Þau eru varin.“ Ragnheiður segir forðasprauturnar hafa skipt sköpum fyrir mjög marga. Fólk þurfi ekki að vera í eins miklum samskiptum og sé ekki eins háð þeim. Þau komi mánaðarlega í sprautu. Það þýði líka að það er auðveldara að vera með skaðaminnkandi nálgun. „Ef fólk er í annarri neyslu þá er auðveldara að koma einu sinni í mánuði en að vera að koma að sækja lyf og vera með töflu sem það þarf svo að ákveða hvort það tekur. Þetta er meira öryggi og meiri festa.“ Ná að grípa fólk á erfiðum stað Flýtiþjónustan snýr svo að umræðu um að grípa fólk í því sem Ragnheiður kallar „meðferðarglugga“. „Nú er búið að innleiða verklag þar sem fólk í alvarlegri neyslu ópíóíða getur þá fengið aðgengi að þessari lyfjameðferð en líka þá sem hafa verið að glíma við vímuefnavanda í langan tíma og það hefur verið einhver skyndileg versnun og eitthvað gerist. Það opnast meðferðargluggi og fólk er þá jafnvel að leita á aðrar heilbrigðisstofnanir vegna einhvers. Þá geta þessar heilbrigðisstofnanir sent okkur flýtitilvísun sem við skuldbindum okkur til að skoða innan sólarhrings og bregðast mjög hratt við.“ Hún segir að við það auki geta SÁÁ til að grípa fólk á erfiðum stað. „Það er eitthvað sem hefur auðvitað mikið verið í umræðu og þörf á.“ Hún segir SÁÁ í þessum aðstæðum hafa nokkrar leiðir til að bregðast við. Það geti verið með innlögn en það geti líka verið með tilvísun í aðra þjónustu sem þau veita eins og til dæmis í lyfjameðferðina sem hingað til hefur verið háð innlögn. Þá geti þau líka vísað í úrræði á göngudeild. Ekki allir þurfi innlögn „Það þurfa ekki allir endilega á innlögn að halda. Hún er alltaf dýrasta úrræðið og þetta gefur okkur tækifæri til að skoða þessu bráðu mál og forgangsraða þeim. Sjúklingurinn fær allavega einhvers konar viðtal strax og möguleika á aðstoð.“ Stjórnvöld vinna auk þess að því að nýr heildarsamningur um SÁÁ taki gildi um áramótin. „Þetta markar tímamót hjá okkur. Það eru líka tímamót í þessum samskiptum. Við erum að taka höndum saman, SÁÁ, Sjúkratryggingar og vinna hlutina saman. Það er mjög jákvætt. Við höldum þessu samtali svo áfram um heildarsamning. Þetta er áfangi í þá átt,“ segir hún og að starfsmenn SÁÁ hafi verið mjög glaðir að sjá yfirlýsingu ráðherra um að það ætti að vera búið að komast að samkomulagi um heildarsamning fyrir áramót.
Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjúkratryggingar SÁÁ Tengdar fréttir Tímamótadagur Þann 2.september sl. var tímamótadagur í þjónustu við fólk með fíknsjúkdóma. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson staðfesti viðauka við samning Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um flýtiþjónustu vegna fíknsjúkdóma og snemminngrip fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. 3. september 2024 10:33 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Tímamótadagur Þann 2.september sl. var tímamótadagur í þjónustu við fólk með fíknsjúkdóma. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson staðfesti viðauka við samning Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um flýtiþjónustu vegna fíknsjúkdóma og snemminngrip fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. 3. september 2024 10:33
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent