Lögreglukona bjargaði lífi NFL leikmannsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 23:31 Ricky Pearsall er á lífi og er kominn heim til sín. Hann hafði heppnina heldur betur með sér. Getty/Michael Zagaris NFL útherjinn Ricky Pearsall er ekki bara á lífi heldur líka útskrifaður af sjúkrahúsi þrátt fyrir að hafa verið skotinn í brjóstkassann um helgina. Í ljós hefur komið að snör viðbrögð lögreglukonu eiga mikinn þátt í því að ekki fór miklu verr. Ránsmaðurinn sautján ára Pearsall lenti í útistöðum við ungan strák sem reyndi að ræna hann á Union torginu í San Francisco. Ránsmaðurinn, sem var aðeins sautján ára, vildi komast yfir Rolex úrið hans. Þeir börðust um byssu ræningjans sem endaði með því að þeir urðu báðir fyrir skoti. Skotið fór í gegnum brjóstkassa Pearsall. Sem betur fer fyrir hann þá var lögreglukonan Joelle Harrell á svæðinu og hún kom honum fljótt til bjargar. Mögulega mikill blóðmissir „Mikill blóðmissir hefði getað orðið hans stærsta vandamál þarna ef lögreglukonan hefði ekki komið að þarna strax að og hlúð að honum,“ sagði Ian Casselberry hjá Yahoo Sports. Hún bæði veitti honum skyndihjálp en einnig andlega hjálp í erfiðum aðstæðum. „Vertu sterkur, eins og þú værir að spila inn á vellinum, sagði lögreglukonan við Pearsall. Blaðamaður San Francisco Chronicle hefur þetta eftir eiginmanni hennar. „Ég varð að nota hendina mína til að halda fyrir skotsárið svo að loft færi ekki inn í sárið,“ sagði Joelle sjálf við San Francisco Chronicle. Róaði hann niður Hún segir að leikmaðurinn hafi sagt að hann væri fótboltamaður og hann spurði hana að því hvort hann myndi deyja. Hún fullvissaði hann um það að það væri ekki að fara að gerast og tókst að róa hann niður samkvæmt fréttinni hjá Yahoo Sports. Pearsall var valinn af San Francisco 49ers í fyrstu umferð nýliðvalsins og það var því búist við miklu af honum á komandi tímabili. Það verður eitthvað í það að hann spili amerískan fótbolta aftur enda heppinn að vera á lífi. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Í ljós hefur komið að snör viðbrögð lögreglukonu eiga mikinn þátt í því að ekki fór miklu verr. Ránsmaðurinn sautján ára Pearsall lenti í útistöðum við ungan strák sem reyndi að ræna hann á Union torginu í San Francisco. Ránsmaðurinn, sem var aðeins sautján ára, vildi komast yfir Rolex úrið hans. Þeir börðust um byssu ræningjans sem endaði með því að þeir urðu báðir fyrir skoti. Skotið fór í gegnum brjóstkassa Pearsall. Sem betur fer fyrir hann þá var lögreglukonan Joelle Harrell á svæðinu og hún kom honum fljótt til bjargar. Mögulega mikill blóðmissir „Mikill blóðmissir hefði getað orðið hans stærsta vandamál þarna ef lögreglukonan hefði ekki komið að þarna strax að og hlúð að honum,“ sagði Ian Casselberry hjá Yahoo Sports. Hún bæði veitti honum skyndihjálp en einnig andlega hjálp í erfiðum aðstæðum. „Vertu sterkur, eins og þú værir að spila inn á vellinum, sagði lögreglukonan við Pearsall. Blaðamaður San Francisco Chronicle hefur þetta eftir eiginmanni hennar. „Ég varð að nota hendina mína til að halda fyrir skotsárið svo að loft færi ekki inn í sárið,“ sagði Joelle sjálf við San Francisco Chronicle. Róaði hann niður Hún segir að leikmaðurinn hafi sagt að hann væri fótboltamaður og hann spurði hana að því hvort hann myndi deyja. Hún fullvissaði hann um það að það væri ekki að fara að gerast og tókst að róa hann niður samkvæmt fréttinni hjá Yahoo Sports. Pearsall var valinn af San Francisco 49ers í fyrstu umferð nýliðvalsins og það var því búist við miklu af honum á komandi tímabili. Það verður eitthvað í það að hann spili amerískan fótbolta aftur enda heppinn að vera á lífi. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira