Fyrsta einkaflugvélin endaði sem sleði í Þingvallasveit Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2024 22:44 Vífilsstaðaflugvélin var einshreyfils tvíþekja og gat borið einn mann. Ljósmyndari óþekktur Fyrsta einkaflugvél Íslendinga var nefnd Vífilsstaðaflugvélin og flaug hún fyrst á Íslandi sumarið 1930. Aðeins tveimur árum síðar taldi nýr eigandi best að nýta flugvélina með því að breyta henni í vélsleða. Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Þar rakti formaður Íslenska flugsögufélagsins, Sigurjón Valsson, sérkennileg örlög flugvélar sem skipar þann merka sess í flugsögunni að vera fyrsta einkaflugvélin á Íslandi. Fyrsta einkaflugvél Íslendinga orðin að vélsleða.Íslenska flugsögufélagið Það var Albert Jóhannesson, bílstjóri á Vífilsstöðum, sem keypti flugvélina til landsins frá Bandaríkjunum. Hún var einshreyfils af gerðinni Irwin Meteorplane. Aðeins var sæti fyrir einn flugmann um borð en engan farþega. Í samantekt Arngríms Sigurðssonar í tímaritinu Æskunni árið 1969 kemur fram að flugvélin hafi verið smíðuð í Kaliforníu árið 1928 en Albert pantað hana í júní 1929. Ári síðar hafi hún komið til Íslands með skipi um Kaupmannahöfn þann 10. júní 1930. Sigurjón segir að íslenskur flugmaður, Helgi Eyjólfsson, sem lært hafði að fljúga í Ameríku, hafi flogið fyrstu ferðirnar. Flugvélin hafi hins vegar ekki reynst vel. Þetta hafi verið hálfmislukkað ævintýri. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, sýnir hreyfilinn.Egill Aðalsteinsson Flugsögufélagið varðveitir hreyfillinn úr Vífilsstaðavélinni og Sigurjón lýsir því hvernig það kom til að Pétur Símonarson, bóndi í Vatnskoti í Þingvallasveit, eignaðist flugvélina og sá þau einu not að breyta henni í vélsleða. Sagt er að sleðinn hafi náð 200 kílómetra hraða. Flugsögumenn voru hins vegar forvitnir um afdrif flugvélarinnar á Þingvöllum. Í árdaga flugsögufélagsins efndu þeir til leiðangurs í Vatnskot og hófu uppgröft í fjárhústóftinni. Í þessu myndskeiði úr þættinum má sjá hvað þeir fundu: Næsti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld fjallar um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973, er félagið sameinaðist Loftleiðum með stofnun Flugleiða. Flugþjóðin Fréttir af flugi Garðabær Þingvellir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Þetta kom fram í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Þar rakti formaður Íslenska flugsögufélagsins, Sigurjón Valsson, sérkennileg örlög flugvélar sem skipar þann merka sess í flugsögunni að vera fyrsta einkaflugvélin á Íslandi. Fyrsta einkaflugvél Íslendinga orðin að vélsleða.Íslenska flugsögufélagið Það var Albert Jóhannesson, bílstjóri á Vífilsstöðum, sem keypti flugvélina til landsins frá Bandaríkjunum. Hún var einshreyfils af gerðinni Irwin Meteorplane. Aðeins var sæti fyrir einn flugmann um borð en engan farþega. Í samantekt Arngríms Sigurðssonar í tímaritinu Æskunni árið 1969 kemur fram að flugvélin hafi verið smíðuð í Kaliforníu árið 1928 en Albert pantað hana í júní 1929. Ári síðar hafi hún komið til Íslands með skipi um Kaupmannahöfn þann 10. júní 1930. Sigurjón segir að íslenskur flugmaður, Helgi Eyjólfsson, sem lært hafði að fljúga í Ameríku, hafi flogið fyrstu ferðirnar. Flugvélin hafi hins vegar ekki reynst vel. Þetta hafi verið hálfmislukkað ævintýri. Sigurjón Valsson, formaður Íslenska flugsögufélagsins, sýnir hreyfilinn.Egill Aðalsteinsson Flugsögufélagið varðveitir hreyfillinn úr Vífilsstaðavélinni og Sigurjón lýsir því hvernig það kom til að Pétur Símonarson, bóndi í Vatnskoti í Þingvallasveit, eignaðist flugvélina og sá þau einu not að breyta henni í vélsleða. Sagt er að sleðinn hafi náð 200 kílómetra hraða. Flugsögumenn voru hins vegar forvitnir um afdrif flugvélarinnar á Þingvöllum. Í árdaga flugsögufélagsins efndu þeir til leiðangurs í Vatnskot og hófu uppgröft í fjárhústóftinni. Í þessu myndskeiði úr þættinum má sjá hvað þeir fundu: Næsti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld fjallar um sögu Flugfélags Íslands frá 1937 til 1973, er félagið sameinaðist Loftleiðum með stofnun Flugleiða.
Flugþjóðin Fréttir af flugi Garðabær Þingvellir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00 Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Akureyringar segja vöggu flugsins vera fyrir norðan Flugáhugamenn sunnan og norðan heiða hafa löngum togast á um það hvort vagga íslensks flugs eigi að teljast vera í Reykjavík eða á Akureyri. Þótt fyrsta flugvélin á Íslandi hafið tekið flugið í Reykjavík halda Akureyringar því gjarnan fram að vagga flugsins sé í raun fyrir norðan. 1. september 2024 23:00
Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. 31. ágúst 2024 12:44