Franskur fasteignasali með flautuna á föstudag Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 09:31 Willy Delajod fer yfir málin með Kylian Mbappé sem þá var leikmaður PSG, í frönsku deildinni á síðustu leiktíð. Getty/Antonio Borga Hinn 31 árs gamli Willy Delajod mun sjá um að dæma fyrsta leik Íslands á nýrri leiktíð í Þjóðadeild karla í fótbolta, þegar liðið tekur á móti Svartfjallalandi á Laugardalsvelli á föstudagskvöld. Delajod er Frakki og hefur því aðallega dæmt í frönsku 1. deildinni. Utan vallar starfar hann sem fasteignasali og það kom honum í ákveðið klandur síðasta vetur þegar ósáttir stuðningsmenn Monaco hringdu í hann og sendu honum skilaboð, eftir 2-2 jafntefli við Marseille þar sem Delajod rak tvo leikmenn Monaco af velli. Delajod viðurkenndi að hafa ekki átt sína bestu frammistöðu í leiknum en mátti þola óhóflegt níð: „Símanúmerið mitt var opinbert vegna starfa minna sem fasteignasali og síminn hringdi á tveggja mínútna fresti. Þetta voru nafnlaus símtöl þar sem verið var að móðga mig. Ég fékk líka fullt af ljótum skilaboðum á samfélagsmiðlum og varð að biðja umboðsskrifstofu mína um að sjá um að eyða hatursskilaboðum,“ sagði Delajod þegar hann opnaði sig um málið. Willy Delajod hafði í nógu að snúast í eina leiknum sem hann dæmdi í undankeppni EM í fyrra, á milli Rúmeníu og Kósovó, og lyfti gula spjaldinu tíu sinnum og því rauða einu sinni.Getty/Alex Nicodim Delajod hefur litla reynslu af því að dæma A-landsleiki en hefur dæmt nokkra vináttulandsleiki og sá svo um að dæma leik Rúmeníu og Kósovó í undankeppni EM í fyrra. Þar fór gula spjaldið oft á loft eða alls tíu sinnum, og það rauða fylgdi einu sinni í kjölfarið. Delajod hefur einnig dæmt leiki í Sambandsdeild Evrópu og Evrópudeildinni, en hefur eins og fyrr segir langmesta reynslu af því að dæma í franska boltanum. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
Delajod er Frakki og hefur því aðallega dæmt í frönsku 1. deildinni. Utan vallar starfar hann sem fasteignasali og það kom honum í ákveðið klandur síðasta vetur þegar ósáttir stuðningsmenn Monaco hringdu í hann og sendu honum skilaboð, eftir 2-2 jafntefli við Marseille þar sem Delajod rak tvo leikmenn Monaco af velli. Delajod viðurkenndi að hafa ekki átt sína bestu frammistöðu í leiknum en mátti þola óhóflegt níð: „Símanúmerið mitt var opinbert vegna starfa minna sem fasteignasali og síminn hringdi á tveggja mínútna fresti. Þetta voru nafnlaus símtöl þar sem verið var að móðga mig. Ég fékk líka fullt af ljótum skilaboðum á samfélagsmiðlum og varð að biðja umboðsskrifstofu mína um að sjá um að eyða hatursskilaboðum,“ sagði Delajod þegar hann opnaði sig um málið. Willy Delajod hafði í nógu að snúast í eina leiknum sem hann dæmdi í undankeppni EM í fyrra, á milli Rúmeníu og Kósovó, og lyfti gula spjaldinu tíu sinnum og því rauða einu sinni.Getty/Alex Nicodim Delajod hefur litla reynslu af því að dæma A-landsleiki en hefur dæmt nokkra vináttulandsleiki og sá svo um að dæma leik Rúmeníu og Kósovó í undankeppni EM í fyrra. Þar fór gula spjaldið oft á loft eða alls tíu sinnum, og það rauða fylgdi einu sinni í kjölfarið. Delajod hefur einnig dæmt leiki í Sambandsdeild Evrópu og Evrópudeildinni, en hefur eins og fyrr segir langmesta reynslu af því að dæma í franska boltanum.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Sjá meira
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti