Svalasta sumarið í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 11:09 Í Reykjavík var helmingi meiri úrkoma í sumar en í meðalári og heilli gráðu svalara. Myndin var tekin við sambærilegar aðstæður sumarið 2022. Vísir/Vilhelm Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. Meðalhitinn í Reykjavík mælist 9,9 stig í ágúst og var 1,2 stigum lægri en meðallag áranna 1991 til 2020 og 1,4 stigum undir meðallagi síðasta áratugs. Á Akureyri var hlutfallslega kaldara. Þar mældust 9,3 stig að meðaltali, 1,5 stigum undir meðallagi 1991-2020 og 1,6 undir meðllagi síðustu tíu ára, samkvæmt athugunum Veðurstofu Íslands á tíðarfari í ágúst. Víða slegin úrkomumet fyrir ágústmánuð Til að bæta gráu ofan á svart með mánuðurinn einnig úrkomu- og vindasamur. Á nokkrum veðurstöðvum var ágústúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Óvenjumikil úrkoma var á Siglufirði og Ólafsfirði og flestum stöðvum á Vestfjörðum. Ákaflega blautt var einnig á Austurlandi og úrkoman með mesta móti í Neskaupstað, Dalatanga, Gilsá og víðar. Vætutíðin olli skriðuföllum og vandræðum á nokkrum stöðum í mánuðinum, sérstaklega á Ströndum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Tröllaskaga. Í Reykjavík var úrkoman 87,2 millímetrar, ríflega þriðjungi meiri en í meðalári frá 1991 en á Akureyri 77,3 millímetrar, 87 prósent umfram meðallagið. Sólarstundir voru rúmlega níu færri í Reykjavík en að meðaltali frá 1991 til 2020. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 46 undir meðallagi. Einkum var hvasst á norðanverðu landinu og Vestfjörðum í ágúst. Mesti meðalvindur og mesta vindhviða ágústmánaðar á þessari öld mældist á veðurstöðvum víða um land, þó ekki á Austfjörðum. Loftþrýstingur var ennfremur óvenjulágur um allt land og víða hefur hann aldrei mælst lægri í ágústmánuði, þar á meðal í Reykjavík. Svalasta sumarið í þrjátíu ár Svipaða sögu er að segja af sumarmánuðunum þremur í heild. Þeir voru tiltölulega kaldir og úrkomusamir og loftþrýstingur óvenjulágur, sérstaklega með lægðagangi og óhagstæðri tíð í ágúst. Mjög hlýir dagar voru fremur fáir í sumar fyrir utan ágætishlýindi á Norðaustur- og Austurlandi um miðjan júlí. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,8 stig, einni gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurnir þrír hafa ekki verið eins svalir í Reykjavík frá 1993. Á Akureyri var litlu hlýrra, tíu stig að meðaltali, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu rúmu þriggja áratuga. Sumarúrkoman í Reykjavík var helmingi meiri en meðalúrkoma síðustu þriggja áratuga og sú fimmta mesta frá upphafi samfelldra mælinga árið 1920. Á Akureyri var enn úrkomusamara, 65 prósent umfram meðaltalið og sú sjöunda mesta frá 1928. Á sama tíma og útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga á jörðinni hefur hitinn verið 0,6 stigum undir meðallagi 1991-2020 í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins og 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er svipað uppi á teningnum. Það sem af er ári er hitinn þar 0,6 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga en heilu stigi undir meðaltali síðustu tíu ára. Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Tveir komust af sjálfsdáðum upp úr sjónum uppi á Skaga Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Sjá meira
Meðalhitinn í Reykjavík mælist 9,9 stig í ágúst og var 1,2 stigum lægri en meðallag áranna 1991 til 2020 og 1,4 stigum undir meðallagi síðasta áratugs. Á Akureyri var hlutfallslega kaldara. Þar mældust 9,3 stig að meðaltali, 1,5 stigum undir meðallagi 1991-2020 og 1,6 undir meðllagi síðustu tíu ára, samkvæmt athugunum Veðurstofu Íslands á tíðarfari í ágúst. Víða slegin úrkomumet fyrir ágústmánuð Til að bæta gráu ofan á svart með mánuðurinn einnig úrkomu- og vindasamur. Á nokkrum veðurstöðvum var ágústúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Óvenjumikil úrkoma var á Siglufirði og Ólafsfirði og flestum stöðvum á Vestfjörðum. Ákaflega blautt var einnig á Austurlandi og úrkoman með mesta móti í Neskaupstað, Dalatanga, Gilsá og víðar. Vætutíðin olli skriðuföllum og vandræðum á nokkrum stöðum í mánuðinum, sérstaklega á Ströndum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Tröllaskaga. Í Reykjavík var úrkoman 87,2 millímetrar, ríflega þriðjungi meiri en í meðalári frá 1991 en á Akureyri 77,3 millímetrar, 87 prósent umfram meðallagið. Sólarstundir voru rúmlega níu færri í Reykjavík en að meðaltali frá 1991 til 2020. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 46 undir meðallagi. Einkum var hvasst á norðanverðu landinu og Vestfjörðum í ágúst. Mesti meðalvindur og mesta vindhviða ágústmánaðar á þessari öld mældist á veðurstöðvum víða um land, þó ekki á Austfjörðum. Loftþrýstingur var ennfremur óvenjulágur um allt land og víða hefur hann aldrei mælst lægri í ágústmánuði, þar á meðal í Reykjavík. Svalasta sumarið í þrjátíu ár Svipaða sögu er að segja af sumarmánuðunum þremur í heild. Þeir voru tiltölulega kaldir og úrkomusamir og loftþrýstingur óvenjulágur, sérstaklega með lægðagangi og óhagstæðri tíð í ágúst. Mjög hlýir dagar voru fremur fáir í sumar fyrir utan ágætishlýindi á Norðaustur- og Austurlandi um miðjan júlí. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,8 stig, einni gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurnir þrír hafa ekki verið eins svalir í Reykjavík frá 1993. Á Akureyri var litlu hlýrra, tíu stig að meðaltali, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu rúmu þriggja áratuga. Sumarúrkoman í Reykjavík var helmingi meiri en meðalúrkoma síðustu þriggja áratuga og sú fimmta mesta frá upphafi samfelldra mælinga árið 1920. Á Akureyri var enn úrkomusamara, 65 prósent umfram meðaltalið og sú sjöunda mesta frá 1928. Á sama tíma og útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga á jörðinni hefur hitinn verið 0,6 stigum undir meðallagi 1991-2020 í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins og 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er svipað uppi á teningnum. Það sem af er ári er hitinn þar 0,6 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga en heilu stigi undir meðaltali síðustu tíu ára.
Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Tveir komust af sjálfsdáðum upp úr sjónum uppi á Skaga Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Sjá meira