Innlent

Svan­hildur boðin vel­komin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svanhildur komin í sendiráðsgallann og tilbúin í verkin. Hún hefur lagt áherslu á að um þjónustustarf sé að ræða.
Svanhildur komin í sendiráðsgallann og tilbúin í verkin. Hún hefur lagt áherslu á að um þjónustustarf sé að ræða. Sendiráð Íslands í DC

Svanhildur Hólm Valsdóttir er tekin við sem sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Hún er boðin velkomin til starfa á samfélagsmiðlum sendiráðsins.

Hún tekur við embættinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2019 þegar Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét af störfum. Löngum hefur verið talað um sendiráðsstöðuna í Bandaríkjunum sem eftirsóttasta starfið í utanríkisþjónustunni.

Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði til að Svanhildur yrði skipuð sendiherra til fimm ára. Um er að ræða fimm ára skipun með engum möguleika á framlengingu. Bandaríkin samþykktu tillögu utanríkisráðherra.

„Ég er náttúrulega mjög spennt fyrir þessu. Þetta er ótrúlegur heiður að fá að starfa fyrir Ísland. Þetta snýst um það að gæta hagsmuna Íslands erlendis. Leggja sitt af mörkum,“ sagði Svanhildur við Vísi í desember í síðastliðnum.

Svanhildur á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði bæði í Kastljósi á RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 og síðar MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík.

Svanhildur tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 2009 og starfaði svo í átta ár sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar frá árinu 2012 til 2020. Hún starfaði síðustu ár sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs áður en hún sneri sér að utanríkisþjónustunni. 


Tengdar fréttir

Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×