Fótbolti

Emilía Kiær og fé­lagar komust ekki á­fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir náði ekki að skora í dag og Nordsjælland fer ekki lengra í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir náði ekki að skora í dag og Nordsjælland fer ekki lengra í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. @FCNordsjaelland

Dönsku meistararnir í Nordsjælland komast ekki áfram í næstu umferð í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir og félagar töpuðu nefnilega 3-1 á móti portúgölsku meisturunum í Benfica í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn var spilaður í Sarajevo í Bosníu í dag.

Erfiður fyrri hálfleikur gerði út um leikinn. Benfica skoraði þrjú mörk í hálfleiknum á 23. mínútu, 39. mínútu og í uppbótatíma hálfleiksins.

Spánverjinn Cristina Martín-Prieto skoraði tvö markanna en sú brasilíska Nycole Raysla var með eitt mark.

Anna Walter minnkaði muninn fyrir danska liðið á 56. mínútu en nær komst liðið ekki.

Íslenski landsliðframherjinn Emilía Kiær var í byrjunarliðinu hjá Nordsjælland og spilaði fyrstu 75 mínútur leiksins.

Nordsjælland spilar um þriðja sætið í riðlinum við færeyska félagið KÍ frá Klaksvík.

Benfica spilar aftur á móti úrslitaleik við heimakonur í SFK 2000 um sæti í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×