Innlent

Sérsveitin kölluð til í Brautar­holti

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við aðgerð í Reykjavík í morgun.
Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við aðgerð í Reykjavík í morgun. vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra snemma í morgun við lögregluaðgerð í Brautarholti í Reykjavík.

Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn og Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra staðfesta það í samtali við fréttastofu.

Ásmundur gaf ekki upp að hverju aðgerðin sneri en sagði þó að nokkrir einstaklingar hefðu verið handteknir.

Hann segir málið vera í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×