Hlaupakonan látin eftir að gamall kærasti hellti bensíni yfir hana og kveikti í Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 07:20 Rebecca Cheptegei var öflug hlaupakona og keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í París, í maraþoni. Ólympíufarinn og úgandska hlaupakonan Rebecca Cheptegei er látin, 33 ára gömul. Fyrrverandi kærasti hennar myrti hana með því að hella bensíni yfir hana og kveikja í. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudaginn, eftir árásina, og var þá með brunasár á 75% líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði. Ekki tókst að bjarga lífi Cheptegei en stjórnandi á Moi Teaching and Referral sjúkrahúsinu sagði við keníska blaðið The Star að hún væri því miður látin eftir að öll líffæri hennar hættu að starfa í gærkvöldi. On behalf of #TeamKenya we extend our deepest condolences to the Ugandan sports community, family, and friends of Rebecca Cheptegei. Rebecca’s talent, and perseverance as Uganda’s Women’s Marathon record holder and a Paris 2024 Olympian will always be remembered and celebrated.… pic.twitter.com/k3hNYB9WOP— TeamKenya (@OlympicsKe) September 5, 2024 Lögregla segir að fyrrverandi kærasti Cheptegei, sem sagður er heita Dickson Ndiema, hafi keypt brúsa af bensíni, hellt yfir hana og kveikt í, eftir ósætti þeirra á milli á sunnudaginn. Árásin átti sér stað á heimili Cheptegei og brenndist Ndiema einnig illa. Nágrannar náðu að koma Cheptegei til bjargar en nú er komið í ljós að það var of seint. Sögð hafa deilt vegna landsvæðis Cheptegei Faðir Cheptegei, Joseph, og systir hennar Evalyne Chelagat, ræddu við fjölmiðla á sjúkrahúsinu fyrr í þessari viku og sögðu ósættið hafa verið vegna landsvæðis í eigu Cheptegei. „Þau voru bara vinir og ég velti fyrir mér hvers vegna hann vildi taka eitthvað sem var í eigu dóttur minnar,“ sagði pabbinn við The Star. Þar greindi hann jafnframt frá því að Cheptegei léti eftir sig tvö börn sem ættu annan föður og byggju í Úganda. Þriðja hlaupakonan á þremur árum myrt af maka Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramóti í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua. Frjálsar íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía á sunnudaginn, eftir árásina, og var þá með brunasár á 75% líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði. Ekki tókst að bjarga lífi Cheptegei en stjórnandi á Moi Teaching and Referral sjúkrahúsinu sagði við keníska blaðið The Star að hún væri því miður látin eftir að öll líffæri hennar hættu að starfa í gærkvöldi. On behalf of #TeamKenya we extend our deepest condolences to the Ugandan sports community, family, and friends of Rebecca Cheptegei. Rebecca’s talent, and perseverance as Uganda’s Women’s Marathon record holder and a Paris 2024 Olympian will always be remembered and celebrated.… pic.twitter.com/k3hNYB9WOP— TeamKenya (@OlympicsKe) September 5, 2024 Lögregla segir að fyrrverandi kærasti Cheptegei, sem sagður er heita Dickson Ndiema, hafi keypt brúsa af bensíni, hellt yfir hana og kveikt í, eftir ósætti þeirra á milli á sunnudaginn. Árásin átti sér stað á heimili Cheptegei og brenndist Ndiema einnig illa. Nágrannar náðu að koma Cheptegei til bjargar en nú er komið í ljós að það var of seint. Sögð hafa deilt vegna landsvæðis Cheptegei Faðir Cheptegei, Joseph, og systir hennar Evalyne Chelagat, ræddu við fjölmiðla á sjúkrahúsinu fyrr í þessari viku og sögðu ósættið hafa verið vegna landsvæðis í eigu Cheptegei. „Þau voru bara vinir og ég velti fyrir mér hvers vegna hann vildi taka eitthvað sem var í eigu dóttur minnar,“ sagði pabbinn við The Star. Þar greindi hann jafnframt frá því að Cheptegei léti eftir sig tvö börn sem ættu annan föður og byggju í Úganda. Þriðja hlaupakonan á þremur árum myrt af maka Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á heimsmeistaramóti í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem að hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda, og Agnes Tirop hafði nokkrum mánuðum fyrr verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist aðalgrunurinn að maka en eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð og leit stendur yfir að kærasta Mutua.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira