Lífið

Þynnkan bar hópinn ofur­liði og Ína grét úr reiði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ína var allt annað en sátt að þurfa fara út svona snemma morguns.
Ína var allt annað en sátt að þurfa fara út svona snemma morguns.

Það getur reynt á taugarnar þegar bestu vinkonurnar standa ekki við fyrirhuguð plön. Því fékk Ína María Einarsdóttir að kynnast þegar aðeins ein úr LXS genginu mætti í skipulagða loftbelgsferð í Marokkó. Hinar voru of þunnar og létu ekki sjá sig.

Fyrsti þátturinn í þriðju þáttaröðinni af LXS fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi. Í fyrsta þættinum er gengið mætt til Marokkó og má segja að þátturinn hafi byrjað með látum.

Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda. Þar er LXS skvísunum þeim Sunnevu Einars, Birgittu Líf, Magneu Björg, Ástrósu Trausta, Hildi Sif og Ínu Maríu fylgt eftir og skiptast á skin og skúrir.

Fyrsta kvöldið fór hópurinn út að skemmta sér og það rækilega. Sumar þeirra voru að sofna um klukkan þrjú um nóttina og var fyrirhuguð loftbelgaferð við sólarupprás morguninn eftir. Vakning klukkan 5:30.

Það endaði ekki vel fyrir nokkrar en að lokum fóru aðeins þær Magnea og Ína í ferðina, þynnkan var það mikil.

Þetta féll ekki vel í kramið hjá Ínu sem einfaldlega grét úr reiði eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Þynnkan bar hópinn ofurliði og Ína grét úr reiði





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.