Meirihluti vill að hið opinbera nýti vindinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2024 10:39 Svona gæti Búrfellslundur litið út ef verkefnið gengur eftir. Landsvirkjun Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 21. til 28. ágúst, og voru svarendur 1.049 talsins. Í könnuninni var spurt hvort fólk teldi skipta miklu, litlu eða engu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þar sögðust 32,9 prósent telja það skipta mjög miklu máli, en 32,1 prósent fremur miklu. Samanlagt voru þeir 11 prósent sem sögðust telja það skipta engu, mjög litlu eða fremur litlu máli, en 23 prósent sögðust telja það í meðallagi mikilvægt. Fólk var einnig spurt hversu hlynnt eða andvígt það væri fyrihugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Þar sögðust 20,5 prósent mjög hlynnt áformunum, en 29,2 prósent frekar hlynnt. Því eru rétt tæp 50 prósent hlynnt áformunum, en 26,8 prósent voru í meðallagi hlynnt eða andvíg, á meðan 23,4 prósent sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg áformunum. Loks var spurt hvort fólk teldi það skipta miklu, litlu eða engu máli að vindorkuframleiðsla væri í höndum opinberra aðila. Þar sögðust 50,8 prósent telja það skipta mjög miklu máli, og 24,9 prósent fremur miklu. Kjósendur VG mest á móti en Viðreisnarfólk með Samhliða könnuninni var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem nefndu Miðflokkinn voru hlutfallslega líklegastir til þess að segja aukna orkuöfnlun skipta mjög miklu máli, en þar á eftir komu kjósendur Sjálfstæðisflokks. Fólk sem gaf upp Pírata er hins vegar líklegast til að telja aukna orkuöflun engu máli skipta. Kjósendur VG voru hlutfallslega líklegastir til að vera mjög andvígir fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi, en stuðningsfólk Viðreisnar var líklegast til að vera mjög hlynnt áformunum. Þá er stuðningsfólk Sósíalistaflokksins mest áfram um að vindirkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, en 76,2 prósent þeirra sögðu það skipta mjög miklu máli. Úr hópi Sjálfstæðismanna sögðust 33,3 prósent telja það mjög mikilvægt, en 45,9 prósent Framsóknarmanna. Þegar kemur að öðrum flokkum var hlutfallið alltaf yfir 50 prósent. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita að kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Skoðanakannanir Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu dagana 21. til 28. ágúst, og voru svarendur 1.049 talsins. Í könnuninni var spurt hvort fólk teldi skipta miklu, litlu eða engu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Þar sögðust 32,9 prósent telja það skipta mjög miklu máli, en 32,1 prósent fremur miklu. Samanlagt voru þeir 11 prósent sem sögðust telja það skipta engu, mjög litlu eða fremur litlu máli, en 23 prósent sögðust telja það í meðallagi mikilvægt. Fólk var einnig spurt hversu hlynnt eða andvígt það væri fyrihugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. Þar sögðust 20,5 prósent mjög hlynnt áformunum, en 29,2 prósent frekar hlynnt. Því eru rétt tæp 50 prósent hlynnt áformunum, en 26,8 prósent voru í meðallagi hlynnt eða andvíg, á meðan 23,4 prósent sögðust annað hvort fremur eða mjög andvíg áformunum. Loks var spurt hvort fólk teldi það skipta miklu, litlu eða engu máli að vindorkuframleiðsla væri í höndum opinberra aðila. Þar sögðust 50,8 prósent telja það skipta mjög miklu máli, og 24,9 prósent fremur miklu. Kjósendur VG mest á móti en Viðreisnarfólk með Samhliða könnuninni var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag. Þeir sem nefndu Miðflokkinn voru hlutfallslega líklegastir til þess að segja aukna orkuöfnlun skipta mjög miklu máli, en þar á eftir komu kjósendur Sjálfstæðisflokks. Fólk sem gaf upp Pírata er hins vegar líklegast til að telja aukna orkuöflun engu máli skipta. Kjósendur VG voru hlutfallslega líklegastir til að vera mjög andvígir fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi, en stuðningsfólk Viðreisnar var líklegast til að vera mjög hlynnt áformunum. Þá er stuðningsfólk Sósíalistaflokksins mest áfram um að vindirkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, en 76,2 prósent þeirra sögðu það skipta mjög miklu máli. Úr hópi Sjálfstæðismanna sögðust 33,3 prósent telja það mjög mikilvægt, en 45,9 prósent Framsóknarmanna. Þegar kemur að öðrum flokkum var hlutfallið alltaf yfir 50 prósent. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita að kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Sveitarstjórnarmál Vindorka Skoðanakannanir Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43 Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Skeiða- og Gnúpverjahreppur kærir leyfi vegna Búrfellslundar Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær að fela oddvita í samráði við lögmenn að kæra virkjunarleyfið sem Orkustofnun hefur gefið út fyrir Búrfellslund til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 5. september 2024 06:43
Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ 29. ágúst 2024 08:55