Sport

Táningurinn sem skaut Pearsall miður sín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ricky Pearsall er heppinn að vera á lífi.
Ricky Pearsall er heppinn að vera á lífi. vísir/getty

Táningurinn sem var næstum búinn að myrða Ricky Pearsall, leikmann San Francisco 49ers, var leiddur fyrir dómara í gær.

Hann reyndi að ræna Pearsall um síðustu helgi en NFL-leikmaðurinn ákvað að berjast við hann. Það endaði með því að skot hljóp úr byssu ræningjans. Skotið fór í bringu Pearsall og út um bakið á honum.

Táningurinn, sem er 17 ára, horfði beint í augu dómarans og sagðist vera miður sín yfir því sem hefði gerst. Hann snéri sér aldrei við til að horfa á foreldra sína.

Hann hefur verið kærður fyrir morðtilraun, árás með vopni og ránstilraun. Dómarinn hefur ekki ákveðið hvort réttað verði yfir táningnum sem fullorðnum einstaklingi.

Það þykir ekki vera neitt minna en kraftaverk að Pearsall hafi lifað árásina af. Ekki bara að hann hafi lifað af heldur skaddaðist hann merkilega lítið.

Leikmaðurinn var útskrifaður af spítala degi eftir árásina og mættur í lyftingasalinn tveimur dögum síðar.

NFL

Tengdar fréttir

Lögreglukona bjargaði lífi NFL leikmannsins

NFL útherjinn Ricky Pearsall er ekki bara á lífi heldur líka útskrifaður af sjúkrahúsi þrátt fyrir að hafa verið skotinn í brjóstkassann um helgina.

NFL-leikmaður skotinn í brjóstkassann

Ameríski fótboltamaðurinn Ricky Pearsall var skotinn þegar táningur reyndi að ræna hann San Francisco í Bandaríkjunum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×