Lífið

Hljómi eins og ösku­bakki

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Keith Urban á góðri stundu fyrir léttum ellefu árum síðan árið 2013 með sinni konu Miley Cyrus.
Keith Urban á góðri stundu fyrir léttum ellefu árum síðan árið 2013 með sinni konu Miley Cyrus. James Devaney/WireImage

Ástralski kántrísöngvarinn Keith Urban er yfir sig hrifinn af kollega sínum og stjörnunni Miley Cyrus. Hann hrósaði henni með frekar einkennilegum hætti í hlaðvarpsþætti nýverið þar sem hann sagði hana hljóma alveg eins og öskubakki.

„Ég elska Miley. Ég hef alltaf elskað Miley,“ segir Urban meðal annars í hlaðvarpsþættinum sem ber nafnið „Fitzy and Wippa with Kate Ritchie.“ Söngvarinn segir rödd söngkonunnar algjörlega einstaka. Sjálfur hefur hann haft það gott síðustu ár, þá helst sem dómari í bandarísku raunveruleikaþáttunum American Idol.

„Þessi rödd, maður minn, þessi rödd. Hún hljómar eins og öskubakki og ég meina það sem hrós,“ segir söngvarinn meðal annars um söngkonuna knáu sem vann nýlega til Grammy verðlauna fyrir lag sitt Flowers. Þess er getið í umfjöllun PageSix um ummæli Urban að hann hafi einmitt margsinnis tekið lag hennar á tónleikum sínum.

Þá hefur hann einnig tekið lög annarra tónlistarkvenna líkt og Taylor Swift og Ariana Grande. Hann hefur einnig hrósað þeim og sagt söngkonurnar algjörlega einstakar.

Söngkonan tók Flowers á Grammy verðlaunahátíðinni í febrúar síðastliðnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×