Að grípa börn Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 5. september 2024 17:00 Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða. Í Hafnarfirði var fyrir um sjö árum sett á laggirnar nýtt verklag til að reyna að grípa snemma börn í vanda og veita fjölskyldum þeirra stuðning eftir fremsta megni. Það verkefni kallast Brúin og byggir á snemmtækri íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. Þar er lögð áhersla á að grípa inn í jafnvel strax á leikskólaaldri þegar þess verður vart að barn búi við erfiðar aðstæður, félagslega, námslega, hegðunarlega eða tilfinningalega. Þannig er barni og fjölskyldu þess veittur stuðningur eftir þörfum til að minnka líkur á að vandi barnsins aukist með hverju ári og verði jafnvel ill viðráðanlegur þegar á unglingsaldur er komið. En í þeim tilvikum þar sem vandinn er flóknastur og erfiðastur þarf að beita öðrum ráðum, mun meiri stuðningi og jafnvel meðferðarúrræðum. Þá hafa sveitarfélögin hvert fyrir sig og barnaverndarnefndir landsins þurft að veita börnum og unglingum viðeigandi lausnir. Það reynist oft á tíðum mjög erfitt og málin einungis þyngjast ár frá ári nú þegar álag í velferðar- og skólakerfinu hefur verið að aukast mjög hratt undanfarin ár. Sveitarstjórnarfólk hefur kvartað undan þessu úrræðaleysi í nokkur ár og að ríkið hafi velt þessu heilbrigðismáli nánast alfarið yfir á sveitarfélögin. Nefnd sem ráðherra skipaði um málefni barna með fjölþættan vanda skilaði tillögum fyrir um ári. Vonir standa til að innan tíðar verði loksins fundin lausn þar sem bæði ríki og sveitarfélög komi saman að uppbyggingu úrræða. Það liggur á að tryggja þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda og mikilvægt að kostnaðarskipting verði vel skilgreind svo hlutirnir gangi upp. Við þurfum að geta gripið öll börn í vanda – hvert og eitt barn, líðan þess og framtíð skiptir máli. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Málefni Stuðla Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða. Í Hafnarfirði var fyrir um sjö árum sett á laggirnar nýtt verklag til að reyna að grípa snemma börn í vanda og veita fjölskyldum þeirra stuðning eftir fremsta megni. Það verkefni kallast Brúin og byggir á snemmtækri íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. Þar er lögð áhersla á að grípa inn í jafnvel strax á leikskólaaldri þegar þess verður vart að barn búi við erfiðar aðstæður, félagslega, námslega, hegðunarlega eða tilfinningalega. Þannig er barni og fjölskyldu þess veittur stuðningur eftir þörfum til að minnka líkur á að vandi barnsins aukist með hverju ári og verði jafnvel ill viðráðanlegur þegar á unglingsaldur er komið. En í þeim tilvikum þar sem vandinn er flóknastur og erfiðastur þarf að beita öðrum ráðum, mun meiri stuðningi og jafnvel meðferðarúrræðum. Þá hafa sveitarfélögin hvert fyrir sig og barnaverndarnefndir landsins þurft að veita börnum og unglingum viðeigandi lausnir. Það reynist oft á tíðum mjög erfitt og málin einungis þyngjast ár frá ári nú þegar álag í velferðar- og skólakerfinu hefur verið að aukast mjög hratt undanfarin ár. Sveitarstjórnarfólk hefur kvartað undan þessu úrræðaleysi í nokkur ár og að ríkið hafi velt þessu heilbrigðismáli nánast alfarið yfir á sveitarfélögin. Nefnd sem ráðherra skipaði um málefni barna með fjölþættan vanda skilaði tillögum fyrir um ári. Vonir standa til að innan tíðar verði loksins fundin lausn þar sem bæði ríki og sveitarfélög komi saman að uppbyggingu úrræða. Það liggur á að tryggja þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda og mikilvægt að kostnaðarskipting verði vel skilgreind svo hlutirnir gangi upp. Við þurfum að geta gripið öll börn í vanda – hvert og eitt barn, líðan þess og framtíð skiptir máli. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun