Sigríður segir háttsemi Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti ríkissaksóknara Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2024 19:22 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissáttasemjari hefur ekki fyrr en í dag tjáð sig opinberlega um mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara. Hún segir háttsemi hans ekki sæmandi embættinu. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og ósamræmanleg embætti Ríkissaksóknara og varpað rýrð á embættið. Í greinargerð á vef Ríkissáttasemjara rekur Sigríður Friðjónsdóttir málið aftur til þess þegar dómsmálaráðuneytið fyrir hönd þáverandi dómsmálaráðherra hafi skrifað embættinu í ágúst fyrir tveimur árum og spurt til hvaða viðbragða ríkissaksóknari hygðist grípa vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara á opinberum vettvangi. Í bréfi dómsmálaráðuneytisins til Sigrðiðar sagði meðal annar að mikilvægi væri að embætti ríkissaksóknara nyti bæði virðingar og trausts almennings.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið hafi áréttað: „mikilvægi þess að embætti ríkissaksóknara njóti bæði virðingar og trausts almennings og að hafið sé yfir vafa að við meðferð mála hjá embættinu sé hvers kyns mismunun og hlutdrægni hafnað. Þá kom fram að ráðuneytið teldi mikilvægt að siðareglur ákærenda væru í heiðri hafðar. Áréttað var að ríkissaksóknari er næsti yfirmaður vararíkissaksóknara og að það væri ríkissaksóknara að ákveða til hvaða viðbragða embættið gripi gagnvart honum." Í framhaldinu áminnti Sigríður Helga Magnús. ....„með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, á samfélagsmiðlinum Facebook, hafi háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs hans verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfinu og að sú háttsemi hafi varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt.“ Helgi Magnús viðurkennir ekki að Sigríður hafi heimild til að áminna hann. „Þetta snýst nú reyndar um veitingarvaldið ekki verkstjórnina. Það er alveg óumdeilt að það er dómsmálaráðherra sem veitir stöðuna og það er dómsmálaráðherra sem veitir lausn frá stöðunni. Áminning er liður í lausn frá störfum. Ég tel að dómsmálaráðherra hafi einn hafi heimild til að veita áminningu, sem er þá undanfari lausnar frá störfum,“ segir Helgi Magnús. Helgi Magnús Gunnarsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum unanfarnar vikur og ekki vandað yfirmanni sæínum kveðjurnar.Stöð 2/Einar Ríkissaksóknari segir: „Vararíkissaksóknari bætti ekki ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti voru ummæli hans og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi hans sem vararíkissaksóknari, einkum í júlí 2024, enn og aftur með þeim hætti að hann sýndi af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans,“ ... „Ummæli vararíkissaksóknara beindust m.a. að innflytjendum og flóttafólki, einkum frá Miðausturlöndum,“ segir í greinargerð Sigríðar. Á þessum tíma hafi úrræði ríkissaksóknara gagnvart Helga Magnúsi verðið tæmd. Mál hans hafi því verið sent dómsmálaráðuneytinu, þar sem það bíður enn úrskurðar ráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki reiknað með úrskurði ráðuneytisins í þessari viku. Þess vegna spyr ég þig, finnst þér allt það sem þú hefur sagt ekki varpa neinum skugga á embættið og kalli ekki á neitt vantraust á þig sem saksóknara eða ríkissaksóknaraembættið í heild sinni varðandi óhlutdrægni í málum sem varða tiltekna einstaklinga og hópa? „Ég hafna því náttúrlega að það hafi einhver áhrif á hlutdrægni eða óhlutdrægni. En ég get alveg viðurkennt að það hefði mátt orða hlutina betur og kannski var ég hvass í einhverjum af þessum tilvikum sem þú ert að vitna til. En að hluta til er þetta bara oftúlkað og stílfært sem ég var að segja. En að gefa sér að það liggi eitthvað meira í orðunum en þar er sagt í sumum tilvikum. En ég get alveg viðurkennt að ég hefði getað orðað hlutina betur og kannski var sumt af þessu hvasst en ég er ekki sammála því að almenningur geti ekki borið traust til starfa minna. Mér finnst það alveg fráleitt,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Tengdar fréttir Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15 Fullviss að Guðrún standi með sér Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segist fullviss um að dómsmálaráðherra hafni beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að hann verði tímabundið leystur frá störfum. 29. ágúst 2024 06:28 Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. 19. ágúst 2024 18:42 Helgi beðinn um að skila lyklunum Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið beðinn um að skila lyklum og fartölvu til embættis ríkissaksóknara, að beiðni skrifstofustjóra embættisins. Hann telur þessa ákvörðun ólögmæta, en dómsmálaráðherra hefur ekki tekið ákvörðun í máli hans. 19. ágúst 2024 17:53 Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Í greinargerð á vef Ríkissáttasemjara rekur Sigríður Friðjónsdóttir málið aftur til þess þegar dómsmálaráðuneytið fyrir hönd þáverandi dómsmálaráðherra hafi skrifað embættinu í ágúst fyrir tveimur árum og spurt til hvaða viðbragða ríkissaksóknari hygðist grípa vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara á opinberum vettvangi. Í bréfi dómsmálaráðuneytisins til Sigrðiðar sagði meðal annar að mikilvægi væri að embætti ríkissaksóknara nyti bæði virðingar og trausts almennings.Vísir/Vilhelm Ráðuneytið hafi áréttað: „mikilvægi þess að embætti ríkissaksóknara njóti bæði virðingar og trausts almennings og að hafið sé yfir vafa að við meðferð mála hjá embættinu sé hvers kyns mismunun og hlutdrægni hafnað. Þá kom fram að ráðuneytið teldi mikilvægt að siðareglur ákærenda væru í heiðri hafðar. Áréttað var að ríkissaksóknari er næsti yfirmaður vararíkissaksóknara og að það væri ríkissaksóknara að ákveða til hvaða viðbragða embættið gripi gagnvart honum." Í framhaldinu áminnti Sigríður Helga Magnús. ....„með tjáningu sinni, ummælum og orðfæri í opinberri umræðu, á samfélagsmiðlinum Facebook, hafi háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs hans verið ósæmileg og ósamrýmanleg starfinu og að sú háttsemi hafi varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt.“ Helgi Magnús viðurkennir ekki að Sigríður hafi heimild til að áminna hann. „Þetta snýst nú reyndar um veitingarvaldið ekki verkstjórnina. Það er alveg óumdeilt að það er dómsmálaráðherra sem veitir stöðuna og það er dómsmálaráðherra sem veitir lausn frá stöðunni. Áminning er liður í lausn frá störfum. Ég tel að dómsmálaráðherra hafi einn hafi heimild til að veita áminningu, sem er þá undanfari lausnar frá störfum,“ segir Helgi Magnús. Helgi Magnús Gunnarsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum unanfarnar vikur og ekki vandað yfirmanni sæínum kveðjurnar.Stöð 2/Einar Ríkissaksóknari segir: „Vararíkissaksóknari bætti ekki ráð sitt í kjölfar áminningarinnar. Þvert á móti voru ummæli hans og orðfæri í opinberri umræðu, í starfi hans sem vararíkissaksóknari, einkum í júlí 2024, enn og aftur með þeim hætti að hann sýndi af sér háttsemi sem er ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hans,“ ... „Ummæli vararíkissaksóknara beindust m.a. að innflytjendum og flóttafólki, einkum frá Miðausturlöndum,“ segir í greinargerð Sigríðar. Á þessum tíma hafi úrræði ríkissaksóknara gagnvart Helga Magnúsi verðið tæmd. Mál hans hafi því verið sent dómsmálaráðuneytinu, þar sem það bíður enn úrskurðar ráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er ekki reiknað með úrskurði ráðuneytisins í þessari viku. Þess vegna spyr ég þig, finnst þér allt það sem þú hefur sagt ekki varpa neinum skugga á embættið og kalli ekki á neitt vantraust á þig sem saksóknara eða ríkissaksóknaraembættið í heild sinni varðandi óhlutdrægni í málum sem varða tiltekna einstaklinga og hópa? „Ég hafna því náttúrlega að það hafi einhver áhrif á hlutdrægni eða óhlutdrægni. En ég get alveg viðurkennt að það hefði mátt orða hlutina betur og kannski var ég hvass í einhverjum af þessum tilvikum sem þú ert að vitna til. En að hluta til er þetta bara oftúlkað og stílfært sem ég var að segja. En að gefa sér að það liggi eitthvað meira í orðunum en þar er sagt í sumum tilvikum. En ég get alveg viðurkennt að ég hefði getað orðað hlutina betur og kannski var sumt af þessu hvasst en ég er ekki sammála því að almenningur geti ekki borið traust til starfa minna. Mér finnst það alveg fráleitt,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Tengdar fréttir Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15 Fullviss að Guðrún standi með sér Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segist fullviss um að dómsmálaráðherra hafni beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að hann verði tímabundið leystur frá störfum. 29. ágúst 2024 06:28 Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. 19. ágúst 2024 18:42 Helgi beðinn um að skila lyklunum Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið beðinn um að skila lyklum og fartölvu til embættis ríkissaksóknara, að beiðni skrifstofustjóra embættisins. Hann telur þessa ákvörðun ólögmæta, en dómsmálaráðherra hefur ekki tekið ákvörðun í máli hans. 19. ágúst 2024 17:53 Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Kannast ekki við fleiri líflátshótanir í garð Helga Magnúsar Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari áréttar að ástæða þess að hún sendi mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara til dómsmálaráðherra sé ekki vegna persónulegs ágreinings. Hún hafi verið úrræðalaus eftir áminningu sem hún veitti honum árið 2022. Henni hafi ekki verið kunnugt um frekari líflátshótanir í garð Helga Magnúsar. 5. september 2024 13:15
Fullviss að Guðrún standi með sér Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segist fullviss um að dómsmálaráðherra hafni beiðni Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, um að hann verði tímabundið leystur frá störfum. 29. ágúst 2024 06:28
Beiðnin afturkölluð og Helgi þarf ekki að skila lyklum Beiðni ríkissaksóknara um að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari skili lyklum að húsnæði embættisins, fartölvu og öðru slíku hefur verið afturkölluð. Helgi fékk tölvupóst þess efnis fyrir um fjórum klukkutímum en fékk svo annan fyrir hálftíma þar sem beiðnin var afturkölluð. 19. ágúst 2024 18:42
Helgi beðinn um að skila lyklunum Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið beðinn um að skila lyklum og fartölvu til embættis ríkissaksóknara, að beiðni skrifstofustjóra embættisins. Hann telur þessa ákvörðun ólögmæta, en dómsmálaráðherra hefur ekki tekið ákvörðun í máli hans. 19. ágúst 2024 17:53
Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. 18. ágúst 2024 11:33