Sport

Kláraði 120 járnkarla á 120 dögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonas Deichmann sést hér kominn í mark í kvöld í járnkarli númer 120 sem hann klárar frá 9. maí síðastliðnum.
Jonas Deichmann sést hér kominn í mark í kvöld í járnkarli númer 120 sem hann klárar frá 9. maí síðastliðnum. Getty/Pia Bayer

Þýska ofuríþróttamanninum Jonas Deichmann tókst að klára ótrúlegt ætlunarverk sitt í kvöld.

Deichmann kláraði þá sinn 120. fulla járnkarl á 120 dögum. 

120. og síðasti járnkarlinn fór fram í dag í Roth í Þýskalandi. Þetta er að sjálfsögðu nýtt heimsmet.

Í járnkarli þarftu að synda í 3,8 kílómetra, hjóla 180 kílómetra og hlaupa maraþon eða 42,2 kílómetra.

Gamla heimsmetið stóð í 105 járnkörlum á 105 dögum. Deichmann sló heimsmetið í síðasta mánuði en hélt áfram og kláraði járnkarl númer 120 í kvöld.

Deichmann byrjaði 9. maí síðastliðinn og hefur síðan klárað járnkarl á hverjum degi. Ótrúlegt afrek.

Deichmann fékk mikinn stuðning í síðasta járnkarlinum en fólk var ekki aðeins að hvetja hann áfram heldur voru þrjú hundruð manns sem hlupu með honum.

Það tekur meðalmanninn marga daga að jafna sig eftir járnkarl og það má búast við því að Deichmann hvíli sig vel og mikið á næstunni. Hann á það líka skilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×