Innlent

Telja að eld­gosinu sé lokið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Reykjanesið skartaði sínu fegursta og ægilegasta.
Reykjanesið skartaði sínu fegursta og ægilegasta. Vísir/Vilhelm

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segja að svo virðist sem eldgosinu á Reykjanesskaga sé lokið. Verulega hafi dregið úr krafti gossins síðustu daga og í dag hafi ekki sést til glóðar þegar flogið var yfir eldstöðvarnar.

Í færslu á samfélagsmiðlum segir hópurinn að gosið, sem hann telur lokið, hafi verið það stærsta og kröftugasta á Sundhnúksgígaröðinni til þessa en alls hefur nú gosið sex sinnum á röðinni á aðeins átta mánuðum.

„Nákvæmar mælingar um rúmmál nýja hraunsins og flatarmál þess hafa þó ekki verið gefnar út,“ segir í færslunni.

„Fyrr í dag var greint frá því að kvikusöfnun væri hafin á ný undir Svartsengi og landris sæist á GPS mælum. Atburðarrásin heldur því áfram og viðbúið að til tíðinda dragi enn á ný á næstu mánuðum,“ segir þar jafnframt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×