Innlent

Engin út­köll hjá björgunar­sveitum í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Umfangsmesta útkall björgunarsveita í gær var vegna manns sem hafði runnið í skriðum í Kastárfjalli á suðaustanverðu landinu.
Umfangsmesta útkall björgunarsveita í gær var vegna manns sem hafði runnið í skriðum í Kastárfjalli á suðaustanverðu landinu. Vísir/Vilhelm

Engin útköll voru hjá björgunarsveitum vegna veðurs í gærkvöldi og í nótt eftir annasaman dag á norðurhluta landsins þegar mikið hvassviðri gekk yfir.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi verið um útköll á Vestfjörðum og á Norðurlandi vestra í gær vegna hvassviðrisins.

Allt hafi hins vegar róast eftir klukkan 18 og engar tilkynningar borist björgunarsveitum eftir það.

Jón Þór segir að umfangsmesta aðgerð björgunarsveita í gær hafi þó ekki verið verið vegna veðurs heldur vegna göngumanns sem hafi runnið í skriðum í Kastárfjalli, austan við Höfn í Hornafirði, í gær. Hann hafi að lokum fundist kaldur á sjöunda tímanum í gær og var honum fylgt niður af fjallinu.


Tengdar fréttir

„Aldrei upplifað annan eins storm“

„Nú þegar erum við búnir að keyra fram hjá tveimur húsbílum sem hafa farið út af veginum,“ segir Björn Steinbekk ljósmyndari sem er þessa stundina staddur norður á landi, nánar tiltekið á Möðrudalsöræfum þar sem gríðarlegt hvassviðri með tilheyrandi sandbyljum gerir ökumönnum erfitt um vik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×