Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 09:50 Krikket nýtur mikilla vinsælda í Suður-Asíu. Getty Yfirvöld í bænum Monfalcone á Ítalíu, skammt frá landamærum Slóveníu, hafa bannað krikket og iðkendur þurfa því að leita utan bæjarmarkanna til að æfa sig og spila. Bannið er liður í aðgerðum til að „vernda“ menningu bæjarins og kristna trú, að sögn bæjarstjórans Önnu Mariu Cisint. Monfalcone er í þeirri sérstöku stöðu að um þriðjungur 30 þúsund íbúa er innflytjendur, sem flestir hafa komið frá Bangladess til að vinna í Fincantieri-slippnum, þeim stærsta í Evrópu. Ómögulegt hefur reynst að fá heimamenn til starfa í slippnum. „Það er mjög mikil íslömsk öfgahyggja hér. Kúltúr þar sem farið er illa með konur og þær kúgaðar af körlum,“ segir Cisint, sem sjálf tilheyrir Norðurbandalagi Matteo Salvini. Cisint segir að verið sé að þurrka út sögu Monfalcone og að allt sé á niðurleið. Aðgerðirnar gegn aðfluttum íbúum bæjarins hafa meðal annar falist í því að fjarlægja bekki í miðbænum þar sem Bangladessar sátu og ræddu saman og, eins og fyrr segir, að banna krikket. „Þeir hafa ekki gefið neitt til bæjarins, samfélagsins. Ekkert. Þeim er frjálst að fara og spila krikket annars staðar... fyrir utan Monfalcone,“ segir Cisint um íbúana frá Bangladess, þar sem krikket er þjóðaríþrótt. Bæjarstjórinn nýtur verndar lögreglu allan sólahringinn vegna líflátshótana sem hún hefur fengið vegna afstöðu sinnar til múslima. In the Italian town of Monfalcone on the Adriatic coast, the mayor has tried to effectively ban collective prayer and stop cricket - the Bangladeshi national sport - from being played.@SofiaBettiza speaks to the town's residents https://t.co/udvOQJQIM4— BBC World Service (@bbcworldservice) August 13, 2024 Cisint hefur meðal annars sagt að daglegt líf múslima frá Bangladess sé „ósamrýmanlegt“ daglegu lífi innfæddra Ítala og gekk svo langt að banna bænastundir í tveimur samkomuhúsum múslima í bænum. „Fólk úr bænum sendi mér sláandi myndir og myndskeið sem sýna fjölda fólks biðja í miðstöðvunum tveimur, allt að 1.900 manns í einni byggingu,“ segir hún. „Svo eru hjól úti um allt á gangstéttinni og háværar bænir fimm sinnum á dag, jafnvel á nóttunni.“ Bannið var rökstutt þannig að miðstöðvarnar væru ekki formleg bænahús en íslam nýtur ekki formlega stöðu sem trúarbrögð á Ítalíu og því getur verið þrautin þyngri að fá leyfi til að byggja mosku. Það var síðar fellt úr gildi. Íbúar Monfalcone frá Bangladess lýsa fordómum og áreiti og eiga erfitt með að sjá fyrir sér að búa í bænum til framtíðar. „Við erum ekki til neinna vandræða. Við greiðum skatta. En þau vilja okkur ekki hérna,“ segir Miah Bappy, starfsmaður Ficantieri og áhugamaður um krikket. Hann bendir á að ef allir Banglaessarnir í Monfalcone flyttu á brott yrði enginn eftir til að vinna í slippnum. Þess má geta að Cisint hefur verið kjörin á Evrópuþingið. Ítalía Bangladess Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Bannið er liður í aðgerðum til að „vernda“ menningu bæjarins og kristna trú, að sögn bæjarstjórans Önnu Mariu Cisint. Monfalcone er í þeirri sérstöku stöðu að um þriðjungur 30 þúsund íbúa er innflytjendur, sem flestir hafa komið frá Bangladess til að vinna í Fincantieri-slippnum, þeim stærsta í Evrópu. Ómögulegt hefur reynst að fá heimamenn til starfa í slippnum. „Það er mjög mikil íslömsk öfgahyggja hér. Kúltúr þar sem farið er illa með konur og þær kúgaðar af körlum,“ segir Cisint, sem sjálf tilheyrir Norðurbandalagi Matteo Salvini. Cisint segir að verið sé að þurrka út sögu Monfalcone og að allt sé á niðurleið. Aðgerðirnar gegn aðfluttum íbúum bæjarins hafa meðal annar falist í því að fjarlægja bekki í miðbænum þar sem Bangladessar sátu og ræddu saman og, eins og fyrr segir, að banna krikket. „Þeir hafa ekki gefið neitt til bæjarins, samfélagsins. Ekkert. Þeim er frjálst að fara og spila krikket annars staðar... fyrir utan Monfalcone,“ segir Cisint um íbúana frá Bangladess, þar sem krikket er þjóðaríþrótt. Bæjarstjórinn nýtur verndar lögreglu allan sólahringinn vegna líflátshótana sem hún hefur fengið vegna afstöðu sinnar til múslima. In the Italian town of Monfalcone on the Adriatic coast, the mayor has tried to effectively ban collective prayer and stop cricket - the Bangladeshi national sport - from being played.@SofiaBettiza speaks to the town's residents https://t.co/udvOQJQIM4— BBC World Service (@bbcworldservice) August 13, 2024 Cisint hefur meðal annars sagt að daglegt líf múslima frá Bangladess sé „ósamrýmanlegt“ daglegu lífi innfæddra Ítala og gekk svo langt að banna bænastundir í tveimur samkomuhúsum múslima í bænum. „Fólk úr bænum sendi mér sláandi myndir og myndskeið sem sýna fjölda fólks biðja í miðstöðvunum tveimur, allt að 1.900 manns í einni byggingu,“ segir hún. „Svo eru hjól úti um allt á gangstéttinni og háværar bænir fimm sinnum á dag, jafnvel á nóttunni.“ Bannið var rökstutt þannig að miðstöðvarnar væru ekki formleg bænahús en íslam nýtur ekki formlega stöðu sem trúarbrögð á Ítalíu og því getur verið þrautin þyngri að fá leyfi til að byggja mosku. Það var síðar fellt úr gildi. Íbúar Monfalcone frá Bangladess lýsa fordómum og áreiti og eiga erfitt með að sjá fyrir sér að búa í bænum til framtíðar. „Við erum ekki til neinna vandræða. Við greiðum skatta. En þau vilja okkur ekki hérna,“ segir Miah Bappy, starfsmaður Ficantieri og áhugamaður um krikket. Hann bendir á að ef allir Banglaessarnir í Monfalcone flyttu á brott yrði enginn eftir til að vinna í slippnum. Þess má geta að Cisint hefur verið kjörin á Evrópuþingið.
Ítalía Bangladess Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira