Innlent

Eld­gosinu er lokið og land­ris hafið í Svarts­engi

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Eldgosinu er lokið.
Eldgosinu er lokið. Vísir/Vilhelm

Eldgosinu norðan við Stóra-Skógfell sem hófst þann 22. ágúst er nú lokið en engin sjáanleg virkni hefur verið í gígum á svæðinu í um hálfan sólarhring. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. 

Þetta hafi verið þriðja lengsta eldgosið af þeim sex sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni frá því í desember 2023. Gosið sem hófst um miðjan mars hafi staðið í um 54 daga og eldgosið sem hófst í lok maí í um 24 daga.

Út frá líkanreikningum sé ljóst að aldrei hafi jafn mikið magn kviku komið upp á yfirborðið frá því að jarðhræringarnar hófust haustið 2023. Ekki hafi tekist að mæla umfang hraunbreiðunnar vegna veðurs og því liggi endanlegar tölur um rúmmál kviku ekki fyrir.

Landris mælist í Svartsengi og kvika því farin að streyma inn í kvikuhólfið að nýju. Of snemmt sé að fullyrða um hraða kvikusöfnunarinnar, en fyrstu líkanreikningar bendi til þess að hann sé svipaður og áður.


Tengdar fréttir

Telja að eldgosinu sé lokið

Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segja að svo virðist sem eldgosinu á Reykjanesskaga sé lokið. Verulega hafi dregið úr krafti gossins síðustu daga og í dag hafi ekki sést til glóðar þegar flogið var yfir eldstöðvarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×