Innlent

Sjö sóttu um em­bætti héraðs­dómara

Atli Ísleifsson skrifar
Annars vegar er um að ræða embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands. 
Annars vegar er um að ræða embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands.  Vísir/Vilhelm

Sjö umsækjendur voru um tvö embætti héraðsdómara sem dómsmálaráðuneytið auglýsti lausar til umsóknar í ágúst.

Þetta kemur fram á vef dómsmálaráðuneytisins. Þar segir að annars vegar sé um að ræða embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands sem skipað verði í frá 1. nóvember 2024. Hins vegar embætti dómara sem muni hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar. 

„Skipað verður í það embætti hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara lýkur störfum.

Umsóknarfrestur rann út þann 2. september síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtaldir, en allir sækja þeir um bæði embættin:

• Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður héraðsdómara,

• Hákon Þorsteinsson lögfræðingur,

• Oddur Þorri Viðarsson lögfræðingur,

• Ólafur Egill Jónsson aðstoðarmaður héraðsdómara,

• Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara,

• Sverrir Sigurjónsson lögmaður,

• Valborg Steingrímsdóttir lögfræðingur.

Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar,“ segir á vef ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×