Innlent

Í gæslu­varð­haldi þangað til í nóvember

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald mannsins sem er grunaður um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, en þar segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi og miði vel, en að mikil vinna sé framundan og úrvinnsla gagna muni taka tíma.

„Ekki er að vænta frekari upplýsinga að svo stöddu frá lögreglu vegna málsins,“ segir í tilkynningunni.

Hinn grunaði í málinu er Norðfirðingur á fimmtugsaldri. Greint hefur verið frá því að tengsl hans við hjónin, sem voru á áttræðisaldri voru hvorki mikil né djúp eftir því sem lögregla kemst næst. 

Hinn grunaði er sagður hafa ekið bíl hjónanna suður til Reykjavíkur, en frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ekki nema ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×