„Meiðsli alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 14:32 Åge Hareide er spenntur fyrir nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Getty/Alex Nicodim Åge Hareide, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að mögulega hafi leikjaálag hjá Lille valdið meiðslum Hákonar Arnar Haraldssonar sem ekki verður til taks í Þjóðadeildinni nú í haust. Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld, með leik við Svartfjallaland klukkan 18:45, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Undirbúningurinn hefur verið hefðbundinn og gengið vel. Við reynum að byggja ofan á því sem við gerðum í júní [í leikjunum við England og Holland]. Þjóðadeildin er mikilvæg og getur komið okkur í góða stöðu til að eiga varaleið ef við komumst ekki í gegnum undankeppni HM, líkt og í mars. Við verðum að nýta okkur það,“ sagði Hareide. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Åge Hareide ræddi um leik kvöldsins Hann þarf hins vegar að finna lausnir við því að tvo lykilmenn skuli vanta í íslenska liðið. Hákon er meiddur og Sverrir Ingi Ingason einnig. „Meiðsli eru alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir, því við höfum ekki sömu breidd og stóru þjóðirnar. En við erum með góðan hóp, góða leikmenn, og á meðan að við vinnum áfram með það sama og áður þá er þetta ekkert nýtt fyrir þeim. Hópurinn býr að því að leikmenn þekkja hvern annan mjög vel og það er mikill styrkleiki fyrir Ísland,“ sagði Hareide. Leikjaálag hjá Lille kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum Þó að maður komi í manns stað þá er Hákon eini Íslendingurinn hjá félagsliði í Meistaradeild Evrópu í vetur og meiðsli hans mikil vonbrigði: „Það er leitt fyrir Hákon, íslenska landsliðið og Lille, því hann er mjög góður leikmaður og hefur verið að spila alla leiki fyrir Lille. Það er kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum. Það er alltaf sorglegt að missa góða leikmenn en við vonum að þeir sem koma í staðinn láti ljós sitt skína. Við komumst vonandi í gegnum þetta og náum góðum úrslitum,“ sagði Hareide en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld, með leik við Svartfjallaland klukkan 18:45, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Undirbúningurinn hefur verið hefðbundinn og gengið vel. Við reynum að byggja ofan á því sem við gerðum í júní [í leikjunum við England og Holland]. Þjóðadeildin er mikilvæg og getur komið okkur í góða stöðu til að eiga varaleið ef við komumst ekki í gegnum undankeppni HM, líkt og í mars. Við verðum að nýta okkur það,“ sagði Hareide. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Åge Hareide ræddi um leik kvöldsins Hann þarf hins vegar að finna lausnir við því að tvo lykilmenn skuli vanta í íslenska liðið. Hákon er meiddur og Sverrir Ingi Ingason einnig. „Meiðsli eru alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir, því við höfum ekki sömu breidd og stóru þjóðirnar. En við erum með góðan hóp, góða leikmenn, og á meðan að við vinnum áfram með það sama og áður þá er þetta ekkert nýtt fyrir þeim. Hópurinn býr að því að leikmenn þekkja hvern annan mjög vel og það er mikill styrkleiki fyrir Ísland,“ sagði Hareide. Leikjaálag hjá Lille kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum Þó að maður komi í manns stað þá er Hákon eini Íslendingurinn hjá félagsliði í Meistaradeild Evrópu í vetur og meiðsli hans mikil vonbrigði: „Það er leitt fyrir Hákon, íslenska landsliðið og Lille, því hann er mjög góður leikmaður og hefur verið að spila alla leiki fyrir Lille. Það er kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum. Það er alltaf sorglegt að missa góða leikmenn en við vonum að þeir sem koma í staðinn láti ljós sitt skína. Við komumst vonandi í gegnum þetta og náum góðum úrslitum,“ sagði Hareide en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira