Innlent

Maður fluttur á slysa­deild eftir að pítsa brann

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Getty

Lögreglan og slökkvilið var kallað til í dag eftir að tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborginni. Enginn eldur reyndist á svæðinu en mikill reykur kom frá ofni sem hafði gleymst að slökkva á við pítsubakstur. 

„Enginn eldur var í ofninum en flatbakan var ekki hæf til manneldis. Slökkviliðið reykræsti og var húsráðandi fluttur á slysadeild til aðhlynningar,“ segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Maður var jafnframt handtekinn miðsvæðis grunaður um að hafa valdið eignaspjöllum með því að sparka í bifreið. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×