Einstaklingurinn hafi brugðist illa við afskiptum lögreglu og streist á móti handtöku. Við öryggisleit á honum hafi fundist höggvopn og nokkuð af fíkniefnum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Í dagbók lögreglu er einnig greint frá því að ökumaður bíls hafi verið stöðvaður við almennt umferðareftirlit í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglumennirnir sem höfðu afskipti af ökumanninum sáu skefti af skotvopni í bílnum og því var maðurinn handtekinn.
Fram kemur að skotvopnið hafi verið gasskammbyssa, og þá fundust meint fíkniefni, stór hnífur og skotfæri í gasskammbyssuna. Einnig hafi ökumaðurinn verið ölvaður við akstur og hann vistaður í þágu rannsóknar málsins.
Einn einstaklingur var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir reiðhjólaslys. Talið er að sá slasaði hafi verið viðbeinsbrotinn.