„Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 10:25 Börn Pélicot-hjónanna (frá vinstri til hægri), David, Caroline Darian og Florian, mæta í dómsalinn í Avignon á fimmtudag. AP/Joly Dóttir Dominique Pélicot, sem fékk 72 menn til að nauðga eiginkonu sinni yfir tíu ára tímabil, hefur lýst honum sem „einum versta kynferðisbrotamanni síðustu tuttugu ára.“ Dominique sem er 71 árs eftirlaunaþegi hefur játað að hafa byrlað eiginkonu sinni, sem heitir Gisele og er 72 ára gömul, án hennar vitundar frá 2011 til 2020 og fengið 72 menn til að nauðga henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. „Hvernig eigum við að byggja okkur aftur upp þegar við vitum“ hvað hann gerði, sagði dóttir hjónanna, hin 45 ára Caroline Darian sem kom fram undir dulnefni, í dómsalnum í Avignon á föstudag. Hægfara ferðalag niður til heljar Darian rifjaði upp þegar móðir hennar greindi henni fyrst frá ofbeldinu 2. nóvember 2020 og líf fjölskyldunnar fór á hvolf. „Móðir mín sagði ‚Ég eyddi næstum öllum deginum á lögreglustöðinni. Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum. Ég var látin skoða myndirnar.‘,“ sagði dóttirin. Hún lýsti því „sem upphafi að hægfara ferðalag niður til heljar þar sem maður hefur enga hugmynd um hversu lágt þú sekkur,“ sagði hún og brast í grát. Einn nauðgari kom í heimsókn til að ræða hjólreiðar Á þriðjudag, fyrr í réttarhöldunum, hafði Darian yfirgefið dómsalinn grátandi eftir að dómarinn rifjaði upp hvernig ljósmyndaseríur af dótturinni höfðu einnig fundist í tölvu Pélicot í möppu sem heitir „Í kringum nakta dóttur mína.“ Darian skrifaði bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022 um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda. Rannsakendur töldu 200 tilvik nauðgunar, þar af nauðgaði Dominique eiginkonu sinni rúmlega hundrað sinnum og síðan var henni nauðgað níutíu sinnum af ókunnugum. Grunaðir eru í heildina 72 fyrir utan Dominique en aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 þeirra. Átján af mönnunum fimmtíu, auk Pélicot, eru í gæsluvarðhaldi, 32 ganga lausir og einn mannanna er látinn. Flestir mannanna eiga von á tuttugu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Giséle Pélicot sagði á fimmtudag að hún hefði einungis borið kennsl á einn af hinum meintu nauðgurum. Sá er maður sem hafði heimsótt þau til að ræða við Dominique um hjólreiðar og hann var síðan vanur að heilsa í bakaríi bæjarins. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Dominique sem er 71 árs eftirlaunaþegi hefur játað að hafa byrlað eiginkonu sinni, sem heitir Gisele og er 72 ára gömul, án hennar vitundar frá 2011 til 2020 og fengið 72 menn til að nauðga henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. „Hvernig eigum við að byggja okkur aftur upp þegar við vitum“ hvað hann gerði, sagði dóttir hjónanna, hin 45 ára Caroline Darian sem kom fram undir dulnefni, í dómsalnum í Avignon á föstudag. Hægfara ferðalag niður til heljar Darian rifjaði upp þegar móðir hennar greindi henni fyrst frá ofbeldinu 2. nóvember 2020 og líf fjölskyldunnar fór á hvolf. „Móðir mín sagði ‚Ég eyddi næstum öllum deginum á lögreglustöðinni. Faðir þinn byrlaði mér til að nauðga mér með ókunnugum. Ég var látin skoða myndirnar.‘,“ sagði dóttirin. Hún lýsti því „sem upphafi að hægfara ferðalag niður til heljar þar sem maður hefur enga hugmynd um hversu lágt þú sekkur,“ sagði hún og brast í grát. Einn nauðgari kom í heimsókn til að ræða hjólreiðar Á þriðjudag, fyrr í réttarhöldunum, hafði Darian yfirgefið dómsalinn grátandi eftir að dómarinn rifjaði upp hvernig ljósmyndaseríur af dótturinni höfðu einnig fundist í tölvu Pélicot í möppu sem heitir „Í kringum nakta dóttur mína.“ Darian skrifaði bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022 um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda. Rannsakendur töldu 200 tilvik nauðgunar, þar af nauðgaði Dominique eiginkonu sinni rúmlega hundrað sinnum og síðan var henni nauðgað níutíu sinnum af ókunnugum. Grunaðir eru í heildina 72 fyrir utan Dominique en aðeins hefur tekist að bera kennsl á 50 þeirra. Átján af mönnunum fimmtíu, auk Pélicot, eru í gæsluvarðhaldi, 32 ganga lausir og einn mannanna er látinn. Flestir mannanna eiga von á tuttugu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Giséle Pélicot sagði á fimmtudag að hún hefði einungis borið kennsl á einn af hinum meintu nauðgurum. Sá er maður sem hafði heimsótt þau til að ræða við Dominique um hjólreiðar og hann var síðan vanur að heilsa í bakaríi bæjarins.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira