Rausnarskapur Kiwanisklúbbsins Ölvers í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2024 15:05 .Kiwanismennirnir Björn Þór, Þráinn og Stefán, sem sáu meðal annars um matseldina fyrir hópinn af sinni alkunnu snilld. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólastjóri Grunnskóla Þorlákshafnar á ekki orð yfir rausnarskap félaga í Kiwanisklúbbnum Ölver í bæjarfélaginu, sem bauð nemendum í 8. og 9. bekk í vikunni í dagsferð í Landmannalaugar. Boðið var upp á fjölbreyttar veitingar í ferðinni, sem voru allar í boði klúbbsins, auk rútuferðarinnar. Eitt af gildum Kiwanishreyfingarinnar er að styðja við börn og ungmenni og bæta þannig samfélagið og það kunna Kiwanismenn í Þorlákshöfn sannarlega að gera en síðustu ár hafa þeir boðið nemendum í 8. og 9. bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar í dagsferð, annað hvort í Landmannalaugar eða Þórsmörk, nú var það Landmannalaugar. Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri skólans. „Þeir sjá um ferðina frá A til Ö en ferðin er nemendum algjörlega að kostnaðarlausu og grillað ofan í mannskap, það er grillað lambalæri, samlokur og kakó og svo göngum við á fjöll með krakkana. Þetta er alveg frábær hefð og ofboðslegt að heyra og sjá krakkana njóta sín í svona fallegri náttúru en mörg hver hafa aldrei komið á þessa einstöku staði.” „Sjálfa” uppi á Brennisteinsöldu, Ólína skólastjóri og Erla deildarstjóri með hópi drengja úr 8. og 9. bekk.Aðsend Og Ólína á vart orð til að lýsa yfir þakklæti og höfðingsskap Kiwanismanna en eingöngu karlar eru í klúbbnum. „Já, þetta er algjörlega til fyrirmyndar. Við erum svo þakklát þeim Kiwanismönnum.” En eru krakkarnir að átta sig á og meta þetta sem er verið að gera fyrir þau, finnst henni það? „Já algjörlega, þau eru bara mjög þakklát og finnst þetta alls ekki sjálfsagt mál. Þetta er til dæmis mikill kostnaður eins og í rútuferðir og menn eru að taka sér frí í vinnu til að fara með okkur í þessar ferðir og smyrja og græja mat fyrir þau. Já, mér finnst þau mjög þakklát,” segir Ólína. Slakað á í heita læknum.Aðsend En hvað var þetta stór hópur? „Við fórum með um 60 krakka núna. Það er aðeins að fjölga hjá okkur í skólanum þannig að það er að fjölga á hverju ári, það er bara skemmtilegt en í dag eru nemendur skólans 270 og starfsmennirnir um 60,” segir Ólína. Stelpur úr 9. bekk - Ragnhildur Anna, Hrafnhildur Fjóla, Sólveig, Oliwia og Andrea Ösp.Aðsend Nemendur ganga af stað.Aðsend Ölfus Skóla- og menntamál Ferðalög Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Eitt af gildum Kiwanishreyfingarinnar er að styðja við börn og ungmenni og bæta þannig samfélagið og það kunna Kiwanismenn í Þorlákshöfn sannarlega að gera en síðustu ár hafa þeir boðið nemendum í 8. og 9. bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar í dagsferð, annað hvort í Landmannalaugar eða Þórsmörk, nú var það Landmannalaugar. Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri skólans. „Þeir sjá um ferðina frá A til Ö en ferðin er nemendum algjörlega að kostnaðarlausu og grillað ofan í mannskap, það er grillað lambalæri, samlokur og kakó og svo göngum við á fjöll með krakkana. Þetta er alveg frábær hefð og ofboðslegt að heyra og sjá krakkana njóta sín í svona fallegri náttúru en mörg hver hafa aldrei komið á þessa einstöku staði.” „Sjálfa” uppi á Brennisteinsöldu, Ólína skólastjóri og Erla deildarstjóri með hópi drengja úr 8. og 9. bekk.Aðsend Og Ólína á vart orð til að lýsa yfir þakklæti og höfðingsskap Kiwanismanna en eingöngu karlar eru í klúbbnum. „Já, þetta er algjörlega til fyrirmyndar. Við erum svo þakklát þeim Kiwanismönnum.” En eru krakkarnir að átta sig á og meta þetta sem er verið að gera fyrir þau, finnst henni það? „Já algjörlega, þau eru bara mjög þakklát og finnst þetta alls ekki sjálfsagt mál. Þetta er til dæmis mikill kostnaður eins og í rútuferðir og menn eru að taka sér frí í vinnu til að fara með okkur í þessar ferðir og smyrja og græja mat fyrir þau. Já, mér finnst þau mjög þakklát,” segir Ólína. Slakað á í heita læknum.Aðsend En hvað var þetta stór hópur? „Við fórum með um 60 krakka núna. Það er aðeins að fjölga hjá okkur í skólanum þannig að það er að fjölga á hverju ári, það er bara skemmtilegt en í dag eru nemendur skólans 270 og starfsmennirnir um 60,” segir Ólína. Stelpur úr 9. bekk - Ragnhildur Anna, Hrafnhildur Fjóla, Sólveig, Oliwia og Andrea Ösp.Aðsend Nemendur ganga af stað.Aðsend
Ölfus Skóla- og menntamál Ferðalög Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira