Af upplýsingaóreiðu um orkumál Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. september 2024 15:31 Sá sem á tilvitnaða textann hér að neðan, er ekki bara einhver „Jón á bolnum“ út í bæ. Heldur fer þarna mikinn, Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri OR, næststærsta orkufyrirtækis landsins og núverandi meðlimur svokallaðs fagráðs Landverndar. „Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“ Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“ Við gætum prófað að færa röksemdafærslu Bjarna yfir á aðra auðlind okkar, sjávarauðlindina og sagt þar fullum fetum, að hér sé ofveiði á fiski, því hér sé veitt margfalt meira en myndi duga svo öll heimili í landinu gætu haft fisk í matinn þrjá til fjóra daga í viku. Staðreyndin er nú samt sem áður sú, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er það í rauninni fyrst og fremst, nýting auðlinda okkar og útflutningur afurða þeirrar nýtingar sem ekki bara hefur haldið lífi í þjóðinni heldur einnig á undangenginni öld eða svo gert þjóðina með þeim ríkari í heiminum og viðhaldið hér góðum lífskjörum og gert þetta land okkar að einu af betri löndum til að búa í og starfa. Nú er það svo að fallvötnin og annað sem við virkjum, verður ekki að auðlind, nema að sú orka sem þar býr er virkjuð og seld til verðmætasköpunnar. Eins er það með hafið í kringum okkur. Fiskurinn sem þar syndir, verður ekki að auðlind, fyrr en einhver sér hag sinn í því að fjárfesta í búnaði til veiða og vinnslu og selja sínar afurðir á sem hæstu verði á markaði. Það er því nokkuð ljóst, að ef við ætlum að taka orð Bjarna trúanlegar upplýsingar og haga okkar málum samkvæmt þeim, þá fari lífskjör hér marga áratugi aftur í tímann. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Orkumál Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Sá sem á tilvitnaða textann hér að neðan, er ekki bara einhver „Jón á bolnum“ út í bæ. Heldur fer þarna mikinn, Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri OR, næststærsta orkufyrirtækis landsins og núverandi meðlimur svokallaðs fagráðs Landverndar. „Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“ Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“ Við gætum prófað að færa röksemdafærslu Bjarna yfir á aðra auðlind okkar, sjávarauðlindina og sagt þar fullum fetum, að hér sé ofveiði á fiski, því hér sé veitt margfalt meira en myndi duga svo öll heimili í landinu gætu haft fisk í matinn þrjá til fjóra daga í viku. Staðreyndin er nú samt sem áður sú, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er það í rauninni fyrst og fremst, nýting auðlinda okkar og útflutningur afurða þeirrar nýtingar sem ekki bara hefur haldið lífi í þjóðinni heldur einnig á undangenginni öld eða svo gert þjóðina með þeim ríkari í heiminum og viðhaldið hér góðum lífskjörum og gert þetta land okkar að einu af betri löndum til að búa í og starfa. Nú er það svo að fallvötnin og annað sem við virkjum, verður ekki að auðlind, nema að sú orka sem þar býr er virkjuð og seld til verðmætasköpunnar. Eins er það með hafið í kringum okkur. Fiskurinn sem þar syndir, verður ekki að auðlind, fyrr en einhver sér hag sinn í því að fjárfesta í búnaði til veiða og vinnslu og selja sínar afurðir á sem hæstu verði á markaði. Það er því nokkuð ljóst, að ef við ætlum að taka orð Bjarna trúanlegar upplýsingar og haga okkar málum samkvæmt þeim, þá fari lífskjör hér marga áratugi aftur í tímann. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun