Innlent

Þjóðar­á­tak gegn of­beldi og hjart­næm kyrrðarstund

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin kyrrðarstund var haldin í Lindarkirkju í dag þar sem gestir heiðruðu minningu Bryndísar Klöru og veittu sorg sinni útrás. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Andlát hennar hefur vakið mikla reiði. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. 

Þá sýnum við myndir frá lendingu óhappageimfars flugvélarisans Boeing í Nýju Mexíkó í dag og förum yfir kortlagningu á hundrað og sextíu vegglistaverkum í Reykjavík sem komið hefur verið á laggirnar.

Loks hitum við upp fyrir sögulega tónleika hljómsveitanna Dikta og Jeff Who í Gamla bíó í beinni útsendingu og Magnús Hlynur heimsækir næstum níræðan harmonikkuleikara í Garðabæ, sem spilar á nikkuna fyrir leikskólabörn í hverfinu.

Í sportinu förum við yfir helstu vendingar dagsins í Bestu deild kvenna. Þá stýrði Heimir Hallgrímsson sínum fyrsta leik með írska landsliðinu í dag.

Klippa: Kvöldfréttir 7. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×