Innlent

Ný­liðun í fram­kvæmda­stjórn Pírata

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Nýkjörin framkvæmdastjórn Pírata í dag. 
Nýkjörin framkvæmdastjórn Pírata í dag.  Píratar

Kosið var til framkvæmdastjórnar Pírata á aðalfundi flokksins í Hörpu í dag. Umtalsverð nýliðun varð í framkvæmdastjórn flokksins sem og stefnu- og málefnanefnd.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum. Halldór Auðar Svansson, fyrsti borgarfulltrúi Pírata, varaþingmaður og forritari, var kjörinn formaður. Í framkvæmdastjórnina voru jafnframt kjörin þau Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir - kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur og Eva Sjöfn Helgadóttir, sálfræðingur og varaþingmaður Pírata. 

Varamenn í framkvæmdastjórn eru Atli Stefán Yngvason viðskiptafræðingur og Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, baráttumaður fyrir hagsmunum fatlaðs fólks. Gjaldkeri var kjörinn Haukur Viðar Alfreðsson.

Þá var stefnu- og málefnanefnd flokksins skipuð. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkefna- og gæðastjóri er formaður nefndarinnar. Arna Sigrún Haraldsdóttir, hönnuður og viðskiptafræðingur, Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur, Stefán Snær, sem starfar við hugbúnaðarþróun og Indriði Ingi Stefánsson, forritari, sitja jafnframt í nefndinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×