Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Kefla­vík

Sindri Sverrisson skrifar
Tindastóll vann frábæran sigur gegn Fylki og verður áfram í Bestu deildinni.
Tindastóll vann frábæran sigur gegn Fylki og verður áfram í Bestu deildinni. Stöð 2 Sport

Tindastóll spilar í Bestu deild kvenna í fótbolta þriðja árið í röð á næsta ári, eftir að hafa sent Fylki niður í Lengjudeildina í dag. Keflavík féll einnig, með 4-4 jafntefli við Stjörnuna.

Mörkin úr leikjunum, sem voru í næstsíðustu umferð deildarinnar, má sjá hér að neðan, sem og í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 20.

Elísa Bríet Björnsdóttir skoraði fyrstu tvö mörkin á Sauðárkróki í dag, það fyrra þegar ekki var mínúta liðin af leiknum, og Gabrielle Kristine Johnson skoraði svo þriðja markið þegar enn var ekki hálftími liðinn.

Þetta reyndust einu mörk leiksins og ljóst að fagnað verður á Króknum í kvöld.

Klippa: Mörk Tindastóls gegn Fylki

Í Keflavík var mikið fjör en heimakonur enduðu á að gera 4-4 jafntefli við Stjörnuna. Þær hefðu þurft sigur, og treysta á að Tindastóll tapaði gegn Keflavík, til að eiga enn möguleika á að halda sér uppi.

Þrenna á hálftíma dugði ekki

Keflavík komst í 3-0 á fyrsta hálftíma leiksins með þrennu frá Melanie Claire Rendeiro en Fanney Lísa Jóhannesdóttir minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Hulda Hrund Arnarsdóttir og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir jöfnuðu metin en Marín Rún Guðmundsdóttir kom Keflavík aftur yfir, á 72. mínútu.

Úlfa Dís jafnaði hins vegar metin, með sínu öðru marki, á 82. mínútu.

Klippa: Markasúpa Keflavíkur og Stjörnunnar

Stjarnan er því með 22 stig í fjórða neðsta sæti fyrir lokaumferðina, Tindastóll með 19, Fylkir með 13 og Keflavík 11. Lokaumferðin er á laugardag þar sem Stjarnan tekur á móti Tindastóli en Fylkir og Keflavík mætast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×