Í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu segir að smalinn hafi hrasað í landi sem er afar erfitt yfirferðar. Í dag hafi verið smalað víðast hvar í Borgabyggð og mikið af fólki á fjalli að eltast við fé.
Björgunarsveitir hafi verið boðaðar út rétt fyrir klukkan eitt og björgunarsveitarfólk komist að slasaða smalanum á fjórhjólum en félagar smalans hefðu beðið með honum eftir aðstoð.
Smalanum hafi síðan verið komið fyrir á hjóli björgunarfólks, sem flutti hann niður að sjúkrabíl til aðhlynningar.