Innlent

Staða inn­flytj­enda og kæra vegna Búrfellsvirkjunnar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Einar Mäntylä sem er framkvæmdastjóri Auðnu, Tæknitorgs, fjallar um hagnýtingu vísinda og þá miklu aukningu sem orðið hefur á því sviði að undanförnu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræða skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á Íslandi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- umhverfis og loftslagsráðherra og Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, ræða Búrfellsvirkjun og framkvæmdaleyfi hennar sem sveitarfélagið hefur kært ráðherranum til lítillar skemmtunar. Kæran gæti tafið framkvæmdir um allt að 2 ár.

Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri Matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og Auður Soffíu Björgvinsdóttir, aðjúnkt við HÍ, læsissérfræðingur, ræða sláandi fréttir (enn á ný) um lestrargetu íslenskra barna sem virðist hraka ár frá ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×