Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. september 2024 11:31 Árásin átti sér stað í Salahverfi í apríl 2020. Vísir/Vilhelm „Mig hefur lengi langað að koma ýmsu á framfæri en ég hef hvorki treyst mér til né haft áhuga að ræða þetta eins og nú. Það brýtur í mér hjartað að nú, fjórum árum seinna, er ung manneskja dáin eftir hnífaárás, og hún átti allt lífið eftir,“ segir Anna María De Jesus, móðir átján ára pilts sem varð fyrir grófri hnífaárás af hálfu unglingsstúlku í apríl árið 2020. Sífellt fleiri úr röðum almennings, barna og ungmenna, stjórnmála, kirkjunnar og skóla hafa stigið fram á ýmsum vettvangi síðustu daga og kallað eftir samfélagsvakningu gegn hnífa- og vopnaburði ungmenna. Ákallið kemur í kjölfar þess að sautján ára stúlka, Bryndís Klara Birgisdóttir lést eftir hnífaárás sextán ára pilts á Menningarnótt. Fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga hefur snert Önnu Maríu djúpt, af skiljanlegum ástæðum. Hún segir undanfarin fjögur ár hafa einkennst af stöðugri þrautagöngu við að útvega syni hennar viðeigandi hjálp og úrræði til að takast á við afleiðingar áfallsins. Sonur Önnu er með fjölþættan vanda og er greindur með margvíslegar raskanir sem hafa hamlað honum í gegnum lífið. Hann hefur því lent á milli þilja í kerfinu. Atburðurinn hefur tekið gífurlega á alla fjölskylduna að sögn Önnu, en hún á tvo aðra syni og einn stjúpson. Leitað að röngum geranda í fyrstu Að kvöldi 30.apríl árið 2020 birtist frétt á vef Vísis undir fyrirsögninni „Stúlka veittist að pilti með eggvopni.“ Í fréttinni kom fram að unglingsstúlka hefði verið færð til vistunar á viðeigandi stofnun eftir að alvarlegt atvik sem átti sér stað í Kópavogi fyrr um kvöldið. Vitnað var í tilkynningu frá lögreglu þar sem fram kom að unglingspilti hefði verið veittir áverkar með eggvopni. Í fyrstu var talið að ókunnugur maður hefði staðið að árásinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í umfangsmikla leit að manninum þar sem meðal annars var notast við sporhunda og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stuttu síðar barst tilkynning þess efnis að leitinni hefði verið hætt og að málavextir væru ekki með þeim hætti sem talið var í fyrstu. Lá þá fyrir að áverkarnir væru af völdum unglingsstúlku. Í fréttinni kom fram að líðan piltsins væri eftir atvikum, og að málið væri unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda. Var með fiskihníf á sér Anna á allt annað en auðvelt með að rifja upp atburðarásina sem átti sér stað þetta umrædda kvöld í apríl fyrir fjórum árum. Sonur hennar var þá 14 ára og hafði komist í kynni við stúlku sem var árinu yngri. Hann hafði hringt í hana fyrr um daginn og spurt hana hvort hún vildi leika. Að sögn Önnu er aðdragandi árásarinnar frekar óljós. „Þau hittust í Smáralind og komu svo hingað í Kópavoginn og fóru út í skóg við gólfvöllinn við Salahverfi, sem er nánast við garðinn hjá okkur. Hún var í hönskum og sagði að það væri út af covid. Á einhverjum tímapunkti fer hún á bak við hann og dregur upp fiskihníf. Hún sker hann síðan á háls. Hún sagði við hann að hún ætlaði að bíða eftir því að sjá honum að blæða út. Þetta var ásetningur hjá henni.“ Þetta var snemma kvölds og það var geggjað veður. Ég var stödd hjá nágrannakonu minni og hann kom þangað hlaupandi og alblóðugur. Það vildi svo heppilega til að nágrannakona mín var að læra hjúkrunarfræði og gat þess vegna strax hlúð aðeins að honum. Þetta gerðist allt svo hratt og maður var engan veginn að ná utan um allt saman sem var í gangi. Ég man bara þegar sjúkrabílinn kom og allt í einu vorum við komin upp á spítala. Á einhverjum tímapunkti hringdi vinkona mín í mig og spurði mig hvort það væri búið að finna sökudólginn. Þá var búið að hætta leitinni að manninum sem talið var að hefði gert þetta.“ Leit lögreglu í Salahverfi var umfangsmikil.Vísir/Vilhelm Sonur Önnu sagði í kjölfarið að umrædd stúlka hefði veitt honum áverkana. Að sögn Önnu hefði litlu mátt muna að sonur hennar hefði hlotið bana af tilræðinu. „Hún skar hann hjá barkanum, en hitti ekki á slagæð. Það munaði einungis nokkrum örfáum sentimetrum. Ég má ekki til þess hugsa hvað hefði gerst ef að hnífurinn hefði farið örlítið lengra til hægri eða vinstri. Þá væri sonur minn ekki hér í dag.“ Áverkar sonar Önnu reyndust á endanum ekki lífshættulegir. „Líkamlegu örin greru en andlegu örin gerðu það svo sannarlega ekki.“ Eftir aðhlynningu á Landspítalanum var sonur Önnu fluttur á Barnaspítalann. Anna segist eiga erfitt með að sætta sig við móttökurnar sem hann fékk þar. „Læknirinn sem kom fyrst inn, það var eins og að hann hefði ekki lesið skýrsluna og hefði ekki hugmynd um hvað sonur minn var búinn að ganga í gegnum. Hún byrjaði á því að skammast yfir þyngd sonar míns, en hann hefur alltaf verið mjög lítill og grannur. Það situr eitthvað svo í mér hvað hún var hrokafull og reið. Síðan kom annar læknir inn og var rosalega hissa á því að það hefði enginn komið frá áfallateymi á vegum BUGL til að ræða við okkur. Það hafi greinilega gleymst. Hann heimtaði að það yrði hringt í BUGL og ráðgjafi þaðan sendur. Og mín upplifun var sú að manneskjan sem var send var ekki par hrifin af því að vera þarna með okkur; hún sagði lítið og það var eins og hún hefði bara engan áhuga á hjálpa syni mínum.“ Rákust allstaðar á veggi Sonur Önnu hefur átt erfitt uppdráttar eftir þennan hörmungaratburð. Líkt og fyrr segir er hann með fjölþættan vanda, sem gerir það að verkum að hann á erfitt með að vinna úr tilfinningum sínum og líðan. „Hann fór að tína til hina og þessa hluti á heimilinu til að bera sem vopn, af því að hann vildi geta varið sig. Og hann fór að sýna sjálfskaðandi hegðun.“ Syni Önnu var á sínum tíma boðin sálfræðiaðstoð á vegum Barnaverndar og einnig á vegum Kópavogsbæjar. Líkt og Anna bendir á eru aðstæður sonar hennar þess eðlis að hann þarf í raun á mjög sérhæfðri endurhæfingu að halda, en sú endurhæfing virðist ekki vera til. „Hann er með miklar greiningar fyrir, og svo bætist þetta allt saman ofan á það. Það er auðvitað rosalega einstaklingsbundið hvernig fólk tekst á við áföll. En þessi sálfræðingar sem hittu hann sáu að hann var hvorki tilbúinn né með getu til að ræða um þessi mál.“ Gekk í gegnum sorgarferli Anna segir undanfarin fjögur ár hafa einkennst af stöðugri baráttu við að útvega syni hennar aðstoð við að vinna úr áfallinu. „Við vorum rosalega týnd, vissum ekkert hvað við ættum að gera, hvert við ættum að fara eða hverja við ættum að tala við. Við hefðum svo sárlega þurft einhverskonar leiðbeiningar með það allt. Við höfum gengið endalaust á veggi og á endanum vorum við hreinlega farin að snúast í hringi. Barnavernd var með lítil sem engin úrræði í boði en reyndu að gera það sem þau gátu. Þegar við leituðum á BUGL komum við að lokuðum dyrum; sonur minn þótti ekki „nógu“ veikur. Mín upplifun var alltaf sú eins og það væri verið að sópa þessu undir teppið. Eins og að sonur minn væri bara vonlaust tilfelli. Undanfarin fjögur ár erum við búin að vera að eiga við þetta algjörlega einsömul, og á meðan erum við erum hreinlega bara að reyna að lifa. Við vorum öll fjölskyldan í molum eftir þetta. Við vorum öll í sárum og það var enginn sem tók utan um okkur. Ég fór sjálf í gegnum mjög langt og erfitt sorgarferli. Þegar barnið þitt er að upplifa svona mikinn sársauka þá lifir maður í sársaukanum með því, það er bara þannig. Maður tók þetta svolítið bara á hörkunni. Það var bara „áfram gakk.“ En það segir sig sjálft að það er erfitt að þurfa alltaf að vera svona sterkur, og fyrr eða síðar brotnar maður niður. Ég hef sjálf farið til sálfræðings út af þessu. Maðurinn minn hefur tekið þetta meira á kassann.“ Tilgangslaust að lifa í reiði Líkt og fram kom í frétt Vísis á sínum tíma var stúlkan sem veittist að syni Önnu flutt í vistun á viðeigandi stofnun í kjölfar atviksins. Anna kveðst ekki hafa fengið að vita nákvæmlega hver afdrif stúlkunnar urðu í kjölfarið, hvort hún hafi fengið viðeigandi aðstoð eða annað. Hún veit þó fyrir víst að stúlkan býr í nágrenni við þau í dag. „Við erum oft að sjá hana hér og þar á förnum vegi. Og ég fæ vissulega alveg sting í hjartað þegar ég sé til hennar. Ég veit ekki hvert ég á að horfa eða hvað ég að gera,” segir Anna en hún tekur fram að hún beri ekki kala til stúlkunnar, eða foreldra hennar. „Það væri sjálfsagt auðvelt að skella skuldina á hana, eða þá á foreldrana og vera endalaust reiður en það gerir engum gott. Það brýtur mig alveg rosalega þegar ég sé fólk vera að kenna foreldrum gerenda um. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera foreldri í þessum aðstæðum. Það er auðvitað augljóst að það eru lítil sem engin úrræði í boði fyrir hana, ekki frekar en fyrir son minn og það er svo hrikalega sorglegt.“ Kerfið er í rúst Umræðan í samfélaginu undanfarna daga, um vopnaburð og ofbeldishegðun ungmenna hefur kveikt á löngun hjá Önnu til að deila sögu sinni, sonar síns og fjölskyldunnar. „Ef þú hefðir talað við mig fyrir nokkrum árum hefði tóninn í mér sjálfsagt verið öðruvísi. En svo líður tíminn, maður fær ákveðna fjarlægð á hlutina og nær að sortera hugsanirnar. Ég veit ekki hvort eitthvað hafi breyst á þessum fjórum árum sem eru liðin frá því þetta gerðist, og ég veit ekki hvernig kerfið hefur tekið á móti öllum öðrum þarna úti. En þetta er allavega mín upplifun. Ég dáist mjög að föður Bryndísar Klöru fyrir að geta stigið fram og tjáð sig um þennan atburð. Ég hefði aldrei getað gert það svona fljótt í kjölfarið að sonur minn varð fyrir þessari árás. Ég var svo hrædd og reið og sjokkeruð og vildi bara alls ekki ræða þetta.Ég vil líka nota tækifærið og votta fjölskyldu Bryndísar Klöru mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir hún. „Það sem mér finnst fyrst og fremst vanta er eitthvað sem grípur fólk í þessum aðstæðum, þolendur og aðstandendur þeirra, og ekki síður gerendur og þeirra aðstandendur. Börn sem gera þetta, ráðast á önnur börn með þessum hætti, það er svo ótrúlega mismunandi ástand í kringum þau. Mismunandi aðstæður sem þau eru að koma úr. Ég myndi gjarnan vilja sjá foreldra gerenda stíga fram og ræða hlutina, en ég veit að það er ekki auðsótt, enda skömmin mikil. Mér finnst líka skipta svo miklu máli að grípa börnin nógu snemma. Kerfið okkar er einfaldlega í rúst. En við þurfum að berjast fyrir börnin okkar og við megum ekki gefast upp.“ Framtíðin er óljós Anna veit ekki hvernig syni hennar mun reiða af í framtíðinni. Hann hefur stundað framhaldsskólanám en það hefur gengið brösulega. „Líðanin hans er rosalega mikið upp og niður. Hann á góða daga en svo eru rosalega slæmir dagar inni á milli. Núna er hann alveg að verða 18 ára, og sjálfráða, sem þýðir auðvitað að hann mun ekki lengur eiga rétt á hinum og þessum úrræðum, og það er auðvitað rosalega kvíðavaldandi. Við vitum ekki hvort hann muni vera vinnufær í framtíðinni eða hvað verður hægt að gera fyrir hann. Ég óska þess fyrst og fremst að honum muni takast að vinna úr þessu áfalli. Og við munum við gera allt til þess að sjá til þess að hann nái að leysa út allt sem hann hefur þurft að bera.“ Anna segir það hafa bjargað öllu að þau hjónin standa þétt saman og styðja hvort annað. „Og svo erum við með svo mikið af góðu fólki í kringum okkur. Maður má auðvitað ekki gleyma að hlúa að sjálfum sér í þessari baráttu.“ Ofbeldi barna Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Kópavogur Helgarviðtal Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Sífellt fleiri úr röðum almennings, barna og ungmenna, stjórnmála, kirkjunnar og skóla hafa stigið fram á ýmsum vettvangi síðustu daga og kallað eftir samfélagsvakningu gegn hnífa- og vopnaburði ungmenna. Ákallið kemur í kjölfar þess að sautján ára stúlka, Bryndís Klara Birgisdóttir lést eftir hnífaárás sextán ára pilts á Menningarnótt. Fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga hefur snert Önnu Maríu djúpt, af skiljanlegum ástæðum. Hún segir undanfarin fjögur ár hafa einkennst af stöðugri þrautagöngu við að útvega syni hennar viðeigandi hjálp og úrræði til að takast á við afleiðingar áfallsins. Sonur Önnu er með fjölþættan vanda og er greindur með margvíslegar raskanir sem hafa hamlað honum í gegnum lífið. Hann hefur því lent á milli þilja í kerfinu. Atburðurinn hefur tekið gífurlega á alla fjölskylduna að sögn Önnu, en hún á tvo aðra syni og einn stjúpson. Leitað að röngum geranda í fyrstu Að kvöldi 30.apríl árið 2020 birtist frétt á vef Vísis undir fyrirsögninni „Stúlka veittist að pilti með eggvopni.“ Í fréttinni kom fram að unglingsstúlka hefði verið færð til vistunar á viðeigandi stofnun eftir að alvarlegt atvik sem átti sér stað í Kópavogi fyrr um kvöldið. Vitnað var í tilkynningu frá lögreglu þar sem fram kom að unglingspilti hefði verið veittir áverkar með eggvopni. Í fyrstu var talið að ókunnugur maður hefði staðið að árásinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í umfangsmikla leit að manninum þar sem meðal annars var notast við sporhunda og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stuttu síðar barst tilkynning þess efnis að leitinni hefði verið hætt og að málavextir væru ekki með þeim hætti sem talið var í fyrstu. Lá þá fyrir að áverkarnir væru af völdum unglingsstúlku. Í fréttinni kom fram að líðan piltsins væri eftir atvikum, og að málið væri unnið með aðkomu barnaverndaryfirvalda. Var með fiskihníf á sér Anna á allt annað en auðvelt með að rifja upp atburðarásina sem átti sér stað þetta umrædda kvöld í apríl fyrir fjórum árum. Sonur hennar var þá 14 ára og hafði komist í kynni við stúlku sem var árinu yngri. Hann hafði hringt í hana fyrr um daginn og spurt hana hvort hún vildi leika. Að sögn Önnu er aðdragandi árásarinnar frekar óljós. „Þau hittust í Smáralind og komu svo hingað í Kópavoginn og fóru út í skóg við gólfvöllinn við Salahverfi, sem er nánast við garðinn hjá okkur. Hún var í hönskum og sagði að það væri út af covid. Á einhverjum tímapunkti fer hún á bak við hann og dregur upp fiskihníf. Hún sker hann síðan á háls. Hún sagði við hann að hún ætlaði að bíða eftir því að sjá honum að blæða út. Þetta var ásetningur hjá henni.“ Þetta var snemma kvölds og það var geggjað veður. Ég var stödd hjá nágrannakonu minni og hann kom þangað hlaupandi og alblóðugur. Það vildi svo heppilega til að nágrannakona mín var að læra hjúkrunarfræði og gat þess vegna strax hlúð aðeins að honum. Þetta gerðist allt svo hratt og maður var engan veginn að ná utan um allt saman sem var í gangi. Ég man bara þegar sjúkrabílinn kom og allt í einu vorum við komin upp á spítala. Á einhverjum tímapunkti hringdi vinkona mín í mig og spurði mig hvort það væri búið að finna sökudólginn. Þá var búið að hætta leitinni að manninum sem talið var að hefði gert þetta.“ Leit lögreglu í Salahverfi var umfangsmikil.Vísir/Vilhelm Sonur Önnu sagði í kjölfarið að umrædd stúlka hefði veitt honum áverkana. Að sögn Önnu hefði litlu mátt muna að sonur hennar hefði hlotið bana af tilræðinu. „Hún skar hann hjá barkanum, en hitti ekki á slagæð. Það munaði einungis nokkrum örfáum sentimetrum. Ég má ekki til þess hugsa hvað hefði gerst ef að hnífurinn hefði farið örlítið lengra til hægri eða vinstri. Þá væri sonur minn ekki hér í dag.“ Áverkar sonar Önnu reyndust á endanum ekki lífshættulegir. „Líkamlegu örin greru en andlegu örin gerðu það svo sannarlega ekki.“ Eftir aðhlynningu á Landspítalanum var sonur Önnu fluttur á Barnaspítalann. Anna segist eiga erfitt með að sætta sig við móttökurnar sem hann fékk þar. „Læknirinn sem kom fyrst inn, það var eins og að hann hefði ekki lesið skýrsluna og hefði ekki hugmynd um hvað sonur minn var búinn að ganga í gegnum. Hún byrjaði á því að skammast yfir þyngd sonar míns, en hann hefur alltaf verið mjög lítill og grannur. Það situr eitthvað svo í mér hvað hún var hrokafull og reið. Síðan kom annar læknir inn og var rosalega hissa á því að það hefði enginn komið frá áfallateymi á vegum BUGL til að ræða við okkur. Það hafi greinilega gleymst. Hann heimtaði að það yrði hringt í BUGL og ráðgjafi þaðan sendur. Og mín upplifun var sú að manneskjan sem var send var ekki par hrifin af því að vera þarna með okkur; hún sagði lítið og það var eins og hún hefði bara engan áhuga á hjálpa syni mínum.“ Rákust allstaðar á veggi Sonur Önnu hefur átt erfitt uppdráttar eftir þennan hörmungaratburð. Líkt og fyrr segir er hann með fjölþættan vanda, sem gerir það að verkum að hann á erfitt með að vinna úr tilfinningum sínum og líðan. „Hann fór að tína til hina og þessa hluti á heimilinu til að bera sem vopn, af því að hann vildi geta varið sig. Og hann fór að sýna sjálfskaðandi hegðun.“ Syni Önnu var á sínum tíma boðin sálfræðiaðstoð á vegum Barnaverndar og einnig á vegum Kópavogsbæjar. Líkt og Anna bendir á eru aðstæður sonar hennar þess eðlis að hann þarf í raun á mjög sérhæfðri endurhæfingu að halda, en sú endurhæfing virðist ekki vera til. „Hann er með miklar greiningar fyrir, og svo bætist þetta allt saman ofan á það. Það er auðvitað rosalega einstaklingsbundið hvernig fólk tekst á við áföll. En þessi sálfræðingar sem hittu hann sáu að hann var hvorki tilbúinn né með getu til að ræða um þessi mál.“ Gekk í gegnum sorgarferli Anna segir undanfarin fjögur ár hafa einkennst af stöðugri baráttu við að útvega syni hennar aðstoð við að vinna úr áfallinu. „Við vorum rosalega týnd, vissum ekkert hvað við ættum að gera, hvert við ættum að fara eða hverja við ættum að tala við. Við hefðum svo sárlega þurft einhverskonar leiðbeiningar með það allt. Við höfum gengið endalaust á veggi og á endanum vorum við hreinlega farin að snúast í hringi. Barnavernd var með lítil sem engin úrræði í boði en reyndu að gera það sem þau gátu. Þegar við leituðum á BUGL komum við að lokuðum dyrum; sonur minn þótti ekki „nógu“ veikur. Mín upplifun var alltaf sú eins og það væri verið að sópa þessu undir teppið. Eins og að sonur minn væri bara vonlaust tilfelli. Undanfarin fjögur ár erum við búin að vera að eiga við þetta algjörlega einsömul, og á meðan erum við erum hreinlega bara að reyna að lifa. Við vorum öll fjölskyldan í molum eftir þetta. Við vorum öll í sárum og það var enginn sem tók utan um okkur. Ég fór sjálf í gegnum mjög langt og erfitt sorgarferli. Þegar barnið þitt er að upplifa svona mikinn sársauka þá lifir maður í sársaukanum með því, það er bara þannig. Maður tók þetta svolítið bara á hörkunni. Það var bara „áfram gakk.“ En það segir sig sjálft að það er erfitt að þurfa alltaf að vera svona sterkur, og fyrr eða síðar brotnar maður niður. Ég hef sjálf farið til sálfræðings út af þessu. Maðurinn minn hefur tekið þetta meira á kassann.“ Tilgangslaust að lifa í reiði Líkt og fram kom í frétt Vísis á sínum tíma var stúlkan sem veittist að syni Önnu flutt í vistun á viðeigandi stofnun í kjölfar atviksins. Anna kveðst ekki hafa fengið að vita nákvæmlega hver afdrif stúlkunnar urðu í kjölfarið, hvort hún hafi fengið viðeigandi aðstoð eða annað. Hún veit þó fyrir víst að stúlkan býr í nágrenni við þau í dag. „Við erum oft að sjá hana hér og þar á förnum vegi. Og ég fæ vissulega alveg sting í hjartað þegar ég sé til hennar. Ég veit ekki hvert ég á að horfa eða hvað ég að gera,” segir Anna en hún tekur fram að hún beri ekki kala til stúlkunnar, eða foreldra hennar. „Það væri sjálfsagt auðvelt að skella skuldina á hana, eða þá á foreldrana og vera endalaust reiður en það gerir engum gott. Það brýtur mig alveg rosalega þegar ég sé fólk vera að kenna foreldrum gerenda um. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera foreldri í þessum aðstæðum. Það er auðvitað augljóst að það eru lítil sem engin úrræði í boði fyrir hana, ekki frekar en fyrir son minn og það er svo hrikalega sorglegt.“ Kerfið er í rúst Umræðan í samfélaginu undanfarna daga, um vopnaburð og ofbeldishegðun ungmenna hefur kveikt á löngun hjá Önnu til að deila sögu sinni, sonar síns og fjölskyldunnar. „Ef þú hefðir talað við mig fyrir nokkrum árum hefði tóninn í mér sjálfsagt verið öðruvísi. En svo líður tíminn, maður fær ákveðna fjarlægð á hlutina og nær að sortera hugsanirnar. Ég veit ekki hvort eitthvað hafi breyst á þessum fjórum árum sem eru liðin frá því þetta gerðist, og ég veit ekki hvernig kerfið hefur tekið á móti öllum öðrum þarna úti. En þetta er allavega mín upplifun. Ég dáist mjög að föður Bryndísar Klöru fyrir að geta stigið fram og tjáð sig um þennan atburð. Ég hefði aldrei getað gert það svona fljótt í kjölfarið að sonur minn varð fyrir þessari árás. Ég var svo hrædd og reið og sjokkeruð og vildi bara alls ekki ræða þetta.Ég vil líka nota tækifærið og votta fjölskyldu Bryndísar Klöru mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ segir hún. „Það sem mér finnst fyrst og fremst vanta er eitthvað sem grípur fólk í þessum aðstæðum, þolendur og aðstandendur þeirra, og ekki síður gerendur og þeirra aðstandendur. Börn sem gera þetta, ráðast á önnur börn með þessum hætti, það er svo ótrúlega mismunandi ástand í kringum þau. Mismunandi aðstæður sem þau eru að koma úr. Ég myndi gjarnan vilja sjá foreldra gerenda stíga fram og ræða hlutina, en ég veit að það er ekki auðsótt, enda skömmin mikil. Mér finnst líka skipta svo miklu máli að grípa börnin nógu snemma. Kerfið okkar er einfaldlega í rúst. En við þurfum að berjast fyrir börnin okkar og við megum ekki gefast upp.“ Framtíðin er óljós Anna veit ekki hvernig syni hennar mun reiða af í framtíðinni. Hann hefur stundað framhaldsskólanám en það hefur gengið brösulega. „Líðanin hans er rosalega mikið upp og niður. Hann á góða daga en svo eru rosalega slæmir dagar inni á milli. Núna er hann alveg að verða 18 ára, og sjálfráða, sem þýðir auðvitað að hann mun ekki lengur eiga rétt á hinum og þessum úrræðum, og það er auðvitað rosalega kvíðavaldandi. Við vitum ekki hvort hann muni vera vinnufær í framtíðinni eða hvað verður hægt að gera fyrir hann. Ég óska þess fyrst og fremst að honum muni takast að vinna úr þessu áfalli. Og við munum við gera allt til þess að sjá til þess að hann nái að leysa út allt sem hann hefur þurft að bera.“ Anna segir það hafa bjargað öllu að þau hjónin standa þétt saman og styðja hvort annað. „Og svo erum við með svo mikið af góðu fólki í kringum okkur. Maður má auðvitað ekki gleyma að hlúa að sjálfum sér í þessari baráttu.“
Ofbeldi barna Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Kópavogur Helgarviðtal Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira