Erlent

Fjórir sagðir látnir eftir á­rásir Ísraela á Sýr­land

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Árásirnar eru að auki sagðar hafa valdið tveimur eldsvoðum. 
Árásirnar eru að auki sagðar hafa valdið tveimur eldsvoðum.  EPA

Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn

Reuters hefur eftir heimildum sýrlenskra ríkismiðla að skotmark árásanna hafi verið rannsóknarmiðstöð hersins fyrir efnavopn. Þá hafi þrettán særst í árásinni, þar af nokkrir alvarlega. Fram kemur að Ísraelsher beri ábyrgð á árásunum en það hefur enn ekki verið staðfest. 

Talið er að teymi íranskra hernaðarsérfræðinga sem tengjast vopnaframleiðslu hafi haldið til í miðstöðinni.

Frá upphafi stríðs í október í fyrra hefur Ísrael aukið við árásir á vígasveitir Írana í Sýrlandi. Þá hefur Ísraelsher gert árásir á loftvarnir og vígasveitir sýrlenska hersins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×