Réttum konunni gjallarhornið Yngvi Sighvatsson skrifar 9. september 2024 07:31 Nýverið birti RÚV viðtal við Sigríði Andersen, fyrrum ráðherra, þó ekki bara fyrrum ráðherra, heldur einn af fáum slíkum sem hefur þurft að svara fyrir misgjörðir í starf og misst stöðu sína í kjölfarið. Fréttastofa RÚV vildi grípa gæsina og hamra á dægurfréttum þessarar viku um stofnun DD-lista og ákvað að fá þennanfyrrum ráðherra til þess að kvabba eitthvað út í loftið, um eitthvað – skipti ekki máli um hvað svo sem, bara eitthvað, ef það tengdist DD. Sigríður ákveður að ráðast á nýju húsaleigulögin. Hún vissi að almenn óánægja ríkti með þau og taldi sig hafa þarna tækifæri; aðrir væru nú búnir að gagnrýna þessi lög. En svo hefur hún upp raust sína og út kemur einhver óráðsía sem ekki bara sýnir algjöra – og þá meina ég algjöra – vanþekkingu á málefninu heldur tækifærismennsku í bland við skort á vitsmunum. Hún byrjar á að kjamma um að í þessum lögum sé nú leigubremsa eða þak, sem er fjarri sannleikanum, og í raun átti sér stað hið gagnstæða. Allt tal um sanngjarna leigu var tekið út og þess í stað leigusölum gert kleift að hækka leiguna á einfaldan máta, í raun dregið enn meira úr veikum réttindum leigjenda. Og áfram heldur hún með möntruna um frelsi til að eiga og græða, alveg eins og við mátti búast, lítið nýtt og nákvæmlega ekkert innsæi í það sem í raun hefur gerst á húsnæðismarkaðnum síðustu tvo áratugi. Húsnæðisverð hefur hækkað þrefalt á við launaþróun á rúmum tveimur áratugum, og við höfum brugðist heilli kynslóð sem kemst ekki að heiman og nær ekki að hefja sína eðlilegu leið í lífinu, að eignast fjölskyldu og byggja framtíð fyrir sig og sína. Það er nefnilega svo að þetta „frelsi“ hennar Sigríðar virðist vera tengt efnahag fólks; ef þú átt pening, þá átt þú skilið frelsi. Ef ekki, þá þarftu bara að borga uppsett verð fyrir að fá að lifa hér á landi. Frelsið hennar Siggu felst líka í því að fyrirtækjaeigendur, áður einn stærsti burðarstólpi Sjálfstæðisflokksins, yfirgefa flokkinn í hrönnum út af þeirri einföldu ástæðu að þeir þurfa að borga laun, sífellt hærri laun, til þess að standa undir sífellt hækkandi húsnæðiskostnaði. Við erum samt bara búin að ná upp í 1/3 af hækkun húsnæðis. Eftir hrun hefur æ stærri hluti húsnæðis farið til fjárfesta, eða í brask. Fyrir 15 árum fóru um 60% af íbúðum sem bættust við markaðinn til fjárfesta; það sem af er þessu ári er talan um 90%. Um aldamót bjó um 90% þjóðarinnar í eigin húsnæði. Í dag er þessi tala komin í 61%, sem er bein afleiðing af „frelsi“ sjálfstæðismanna. Að lokum þá langar mig til að spyrja spurninga. Þegar vara er keypt og kaupandinn þarf ekki að borga hana sjálfur, hefur það áhrif á verðmat þess sem kaupir?“ Og í framhaldinu: „Þegar sú vara er húsnæði og er keypt í beinni verðsamkeppni við fjölda annarra fjárfesta, hvaða áhrif hefur það á verðmyndun húsnæðis í landinu?“ Þessi umræða um frelsi er í raun bara hugmyndafræði sem gengur út á að tryggja frelsi þeirra sem eiga fyrir því. Þeir sem sitja eftir, almenningur, eru látnir borga í gegnum hækkandi leigu og húsnæðiskostnað, á meðan fjárfestar og fyrirtæki stinga upp undir sig arðinum. Það er ekki frelsi fyrir alla – það er frelsi fyrir fámenna yfirstétt sem notar markaðinn til að tryggja eigin gróða. Svo má spyrja: Hvernig á unga fólkið að byggja upp framtíð sína í samfélagi þar sem „frelsið“ þeirra felst í því að borga æ hærri leigu og aldrei eignast sitt eigið heimili? Er það þetta samfélag sem Sjálfstæðismenn hafa í huga þegar þeir tala um frelsi? Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið birti RÚV viðtal við Sigríði Andersen, fyrrum ráðherra, þó ekki bara fyrrum ráðherra, heldur einn af fáum slíkum sem hefur þurft að svara fyrir misgjörðir í starf og misst stöðu sína í kjölfarið. Fréttastofa RÚV vildi grípa gæsina og hamra á dægurfréttum þessarar viku um stofnun DD-lista og ákvað að fá þennanfyrrum ráðherra til þess að kvabba eitthvað út í loftið, um eitthvað – skipti ekki máli um hvað svo sem, bara eitthvað, ef það tengdist DD. Sigríður ákveður að ráðast á nýju húsaleigulögin. Hún vissi að almenn óánægja ríkti með þau og taldi sig hafa þarna tækifæri; aðrir væru nú búnir að gagnrýna þessi lög. En svo hefur hún upp raust sína og út kemur einhver óráðsía sem ekki bara sýnir algjöra – og þá meina ég algjöra – vanþekkingu á málefninu heldur tækifærismennsku í bland við skort á vitsmunum. Hún byrjar á að kjamma um að í þessum lögum sé nú leigubremsa eða þak, sem er fjarri sannleikanum, og í raun átti sér stað hið gagnstæða. Allt tal um sanngjarna leigu var tekið út og þess í stað leigusölum gert kleift að hækka leiguna á einfaldan máta, í raun dregið enn meira úr veikum réttindum leigjenda. Og áfram heldur hún með möntruna um frelsi til að eiga og græða, alveg eins og við mátti búast, lítið nýtt og nákvæmlega ekkert innsæi í það sem í raun hefur gerst á húsnæðismarkaðnum síðustu tvo áratugi. Húsnæðisverð hefur hækkað þrefalt á við launaþróun á rúmum tveimur áratugum, og við höfum brugðist heilli kynslóð sem kemst ekki að heiman og nær ekki að hefja sína eðlilegu leið í lífinu, að eignast fjölskyldu og byggja framtíð fyrir sig og sína. Það er nefnilega svo að þetta „frelsi“ hennar Sigríðar virðist vera tengt efnahag fólks; ef þú átt pening, þá átt þú skilið frelsi. Ef ekki, þá þarftu bara að borga uppsett verð fyrir að fá að lifa hér á landi. Frelsið hennar Siggu felst líka í því að fyrirtækjaeigendur, áður einn stærsti burðarstólpi Sjálfstæðisflokksins, yfirgefa flokkinn í hrönnum út af þeirri einföldu ástæðu að þeir þurfa að borga laun, sífellt hærri laun, til þess að standa undir sífellt hækkandi húsnæðiskostnaði. Við erum samt bara búin að ná upp í 1/3 af hækkun húsnæðis. Eftir hrun hefur æ stærri hluti húsnæðis farið til fjárfesta, eða í brask. Fyrir 15 árum fóru um 60% af íbúðum sem bættust við markaðinn til fjárfesta; það sem af er þessu ári er talan um 90%. Um aldamót bjó um 90% þjóðarinnar í eigin húsnæði. Í dag er þessi tala komin í 61%, sem er bein afleiðing af „frelsi“ sjálfstæðismanna. Að lokum þá langar mig til að spyrja spurninga. Þegar vara er keypt og kaupandinn þarf ekki að borga hana sjálfur, hefur það áhrif á verðmat þess sem kaupir?“ Og í framhaldinu: „Þegar sú vara er húsnæði og er keypt í beinni verðsamkeppni við fjölda annarra fjárfesta, hvaða áhrif hefur það á verðmyndun húsnæðis í landinu?“ Þessi umræða um frelsi er í raun bara hugmyndafræði sem gengur út á að tryggja frelsi þeirra sem eiga fyrir því. Þeir sem sitja eftir, almenningur, eru látnir borga í gegnum hækkandi leigu og húsnæðiskostnað, á meðan fjárfestar og fyrirtæki stinga upp undir sig arðinum. Það er ekki frelsi fyrir alla – það er frelsi fyrir fámenna yfirstétt sem notar markaðinn til að tryggja eigin gróða. Svo má spyrja: Hvernig á unga fólkið að byggja upp framtíð sína í samfélagi þar sem „frelsið“ þeirra felst í því að borga æ hærri leigu og aldrei eignast sitt eigið heimili? Er það þetta samfélag sem Sjálfstæðismenn hafa í huga þegar þeir tala um frelsi? Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun