Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. september 2024 12:33 Sigga og Grétar í Stjórninni hlakka mikið til komandi stórtónleika! Vísir/RAX „Við leggjum aðal áherslu á stuðið,“ segja Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins sem saman mynda sögulegu sveitina Stjórnina. Stjórnin fagnar 36 árum í bransanum með tvennum stórtónleikum í lok september en blaðamaður tók púlsinn á tvíeykinu og fékk að heyra frá undirbúningnum. Stjórnin gaf út lagið Í augunum þínum í sumar. Hér má hlusta á lagið: „Lagið var algjörlega hugmynd Grétars og ég kom ekkert að laginu nema að syngja það,“ segir Sigga og Grétar bætir við: „Ég hafði verið að máta saman nokkur Stjórnarlög og reyna að finna út hver þeirra gætu gengið saman, hvað varðar tempó og texta, til að gera nýtt „mashup“. Síðan tóku við tveir mánuðir í að útsetja og fá þetta til að virka. Viðtökurnar hafa verið frábærar og laginu vel tekið af Stjórnaraðdáendum. Lagið hefur fengið mjög góða spilun á öllum helstu útvarpsstöðum landsins.“ Sigga og Grétar eru þaulvön því að koma fram saman.Vísir/RAX Áherslan á Stjórnarstuðið Það er að mörgu að huga fyrir tónleika sem þessa en það er alltaf stutt í gleðina hjá Stjórninni. „Við leggjum aðal áherslu á stuðið. Að koma á Stjórnartónleika er eins og að fara í gott partý. Við skreytum anddyrið og spilum þar tónlistina sem Stjórnin spilaði á Hótel Íslandi og í Leikhúskjallaranum. Tónleikarnir eru samfelld keyrsla frá fyrsta lagi með miklu ljósashow-i. Herra Hnetusmjör verður með okkur á föstudagskvöldinu og Emmsjé Gauti á laugardagskvöldinu,“ segir Grétar og Sigga bætir við: „Tónleikarnir verða settir upp á svipaðan hátt og á afmælistónleikunum í fyrra, við tökum okkar bestu lög og það verður lagt mikið upp úr því að hafa flott Stjórnarstuð.“ Skipulagið hófst í mars og segir Grétar að lagalistinn sé nú tilbúinn. „Hann byggir á helstu smellum hljómsveitarinnar, allt frá fyrsta laginu okkar, „Við eigum samleið“, sem var vinningslag „Landslagsins“, söngvakeppni Bylgjunnar og Stöðvar 2 árið 1989, til nýjasta lagsins okkar „Í augunum þínum“.“ Finna ekki lengur fyrir stressi Bæði eru þau þaulvön að koma fram en blaðamaður spyr þó hvort þau finni einhvern tíma fyrir stressi áður en þau stíga á svið? „Kannski ekki beint stressi, tilfinningin er meiri blanda af spennu og tilhlökkun,“ segir Grétar og Sigga tekur undir. „Nei, maður finnur kannski mikið fyrir stressi lengur, alla vega ekki á Stjórnartónleikum. Við erum svo vön að spila saman og þekkjum lögin svo vel þannig að maður hefur bara gaman.“ Heitt bað og góður kaffibolli Hvíldin er þeim kærkomin rétt fyrir tónleika. „Mér finnst mjög mikilvægt að ná hálfrar klukkustundar ró seinnipart tónleikadags og einnig að fá gott næði í búningsherberginu í klukkustund áður en tónleikarnir hefjast. Loks skelli ég í mig einum góðum kaffibolla og stekk upp á svið,“ segir Grétar. „Það er held ég engin sérstök rútína hjá mér. Ég reyni bara að sofa vel nóttina fyrir tónleika og reyni að fara í langt og gott bað, það er svona eiginlega það sem ég geri fyrir tónleika,“ segir Sigga. 4. sætið eftirminnilegast Þau þurfa ekki að hugsa sig tvisvar um þegar þau eru spurð hvað standi upp úr frá ferlinum. „Í mínum huga er það Eurovision-keppnin í Zagreb árið 1990 þegar við fluttum „Eitt lag enn“ og urðum í 4. sæti. Það markaði tímamót fyrir hljómsveitina og skaut henni upp á stjörnuhimininn,“ segir Grétar. „Já, ég held að Eurovision þátttakan standi alltaf upp úr,“ segir Sigga. Sá ekki fyrir vinsældirnar Aðspurð að lokum hvort þau eigi sér sitt uppáhalds Stjórnarlag segir Grétar: „Láttu þér líða vel er mitt uppáhaldslag. Þegar ég samdi það sá ég ekki fyrir vinsældir þess, en nánast allir kunna það utan að og syngja með þegar við flytjum það.“ Sigga bætir þá við: „Það eru alveg nokkur lög sem ég held upp á, Hamingjumyndir og Utan úr geimnum eru alltaf í uppáhaldi, en svo eru fullt af öðrum lögum með Stjórninni sem gaman er að syngja.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Stjórnartónleikana. Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Stjórnin gaf út lagið Í augunum þínum í sumar. Hér má hlusta á lagið: „Lagið var algjörlega hugmynd Grétars og ég kom ekkert að laginu nema að syngja það,“ segir Sigga og Grétar bætir við: „Ég hafði verið að máta saman nokkur Stjórnarlög og reyna að finna út hver þeirra gætu gengið saman, hvað varðar tempó og texta, til að gera nýtt „mashup“. Síðan tóku við tveir mánuðir í að útsetja og fá þetta til að virka. Viðtökurnar hafa verið frábærar og laginu vel tekið af Stjórnaraðdáendum. Lagið hefur fengið mjög góða spilun á öllum helstu útvarpsstöðum landsins.“ Sigga og Grétar eru þaulvön því að koma fram saman.Vísir/RAX Áherslan á Stjórnarstuðið Það er að mörgu að huga fyrir tónleika sem þessa en það er alltaf stutt í gleðina hjá Stjórninni. „Við leggjum aðal áherslu á stuðið. Að koma á Stjórnartónleika er eins og að fara í gott partý. Við skreytum anddyrið og spilum þar tónlistina sem Stjórnin spilaði á Hótel Íslandi og í Leikhúskjallaranum. Tónleikarnir eru samfelld keyrsla frá fyrsta lagi með miklu ljósashow-i. Herra Hnetusmjör verður með okkur á föstudagskvöldinu og Emmsjé Gauti á laugardagskvöldinu,“ segir Grétar og Sigga bætir við: „Tónleikarnir verða settir upp á svipaðan hátt og á afmælistónleikunum í fyrra, við tökum okkar bestu lög og það verður lagt mikið upp úr því að hafa flott Stjórnarstuð.“ Skipulagið hófst í mars og segir Grétar að lagalistinn sé nú tilbúinn. „Hann byggir á helstu smellum hljómsveitarinnar, allt frá fyrsta laginu okkar, „Við eigum samleið“, sem var vinningslag „Landslagsins“, söngvakeppni Bylgjunnar og Stöðvar 2 árið 1989, til nýjasta lagsins okkar „Í augunum þínum“.“ Finna ekki lengur fyrir stressi Bæði eru þau þaulvön að koma fram en blaðamaður spyr þó hvort þau finni einhvern tíma fyrir stressi áður en þau stíga á svið? „Kannski ekki beint stressi, tilfinningin er meiri blanda af spennu og tilhlökkun,“ segir Grétar og Sigga tekur undir. „Nei, maður finnur kannski mikið fyrir stressi lengur, alla vega ekki á Stjórnartónleikum. Við erum svo vön að spila saman og þekkjum lögin svo vel þannig að maður hefur bara gaman.“ Heitt bað og góður kaffibolli Hvíldin er þeim kærkomin rétt fyrir tónleika. „Mér finnst mjög mikilvægt að ná hálfrar klukkustundar ró seinnipart tónleikadags og einnig að fá gott næði í búningsherberginu í klukkustund áður en tónleikarnir hefjast. Loks skelli ég í mig einum góðum kaffibolla og stekk upp á svið,“ segir Grétar. „Það er held ég engin sérstök rútína hjá mér. Ég reyni bara að sofa vel nóttina fyrir tónleika og reyni að fara í langt og gott bað, það er svona eiginlega það sem ég geri fyrir tónleika,“ segir Sigga. 4. sætið eftirminnilegast Þau þurfa ekki að hugsa sig tvisvar um þegar þau eru spurð hvað standi upp úr frá ferlinum. „Í mínum huga er það Eurovision-keppnin í Zagreb árið 1990 þegar við fluttum „Eitt lag enn“ og urðum í 4. sæti. Það markaði tímamót fyrir hljómsveitina og skaut henni upp á stjörnuhimininn,“ segir Grétar. „Já, ég held að Eurovision þátttakan standi alltaf upp úr,“ segir Sigga. Sá ekki fyrir vinsældirnar Aðspurð að lokum hvort þau eigi sér sitt uppáhalds Stjórnarlag segir Grétar: „Láttu þér líða vel er mitt uppáhaldslag. Þegar ég samdi það sá ég ekki fyrir vinsældir þess, en nánast allir kunna það utan að og syngja með þegar við flytjum það.“ Sigga bætir þá við: „Það eru alveg nokkur lög sem ég held upp á, Hamingjumyndir og Utan úr geimnum eru alltaf í uppáhaldi, en svo eru fullt af öðrum lögum með Stjórninni sem gaman er að syngja.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um Stjórnartónleikana.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira