Fótbolti

Leikdagur í Izmir: Sálfræðihernaður í gangi í Tyrk­landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gummi Ben, Kjartan og Stefán hita upp fyrir landsleikinn í kvöld.
Gummi Ben, Kjartan og Stefán hita upp fyrir landsleikinn í kvöld.

Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason hituðu upp fyrir leik Tyrklands og Íslands í Þjóðadeildinni á þaksvölunum á Renaissance hótelinu í miðborg Izmir.

Tyrkneskir blaðamenn keppast við það að tala lið sitt í raun niður og margir þeirra segja að íslenska liðið sé sigurstranglegra.

Klippa: Leikdagur í Izmir: Sálfræðihernaður Tyrkja

Á æfingu tyrkneska liðsins í gær var stórstjarna Tyrkja Arda Güler, leikmaður Real Madrid, einungis í göngutúr um völlinn þegar fjölmiðlar höfðu aðgang að fyrstu fimmtán mínútum æfingunnar. Guðmundur telur mjög líklegt að hann hafi eftir það tekið þátt að fullu á æfingunni.

„Hakan Çalhanoğlu er mótorinn í þessu liði og hann mun án efa byrja leikinn í kvöld. Hann fékk nánast hvíld gegn Wales og kom inn á sem varamaður. Hann er þeirra aðalmaður. Ef það er kveikt á honum þá er kveikt á tyrkneska liðinu,“ segir Gummi og heldur áfram.

„Það var síðan einhver leikþáttur á æfingunni í gær. Hann [Arda Güler] labbaði bara um með sjúkraþjálfara en ég er sannfærður um að hann hafi verið með á æfingunni. Tyrkinn er góður leikari.“

Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni.

Leikur Tyrklands og Íslands hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr, klukkan 18:15.


Tengdar fréttir

„Getum hrist aðeins upp í hlutunum“

„Við þurfum einna helst að einbeita okkur að okkur leik, hvernig við ætlum að verjast og hvernig ætlum að sækja. Við erum búnir að greina leikinn þeirra gegn Wales og sáum hvernig þeir spila,“ segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir æfingu liðsins í Izmir í Tyrklandi í gær.

Fyrirliðinn hefur verið að spila í meiri hita en er í Tyrklandi

„Skrokkurinn er bara góður en það þarf alltaf að taka aðeins á manni eftir svona æfingar þar sem það er gríðarlega stutt á milli leikja,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins eftir æfingu liðsins í Izmir í Tyrklandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×