Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 16:03 Heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar lögn frá orkuverinu á Svartsengi fór undir hraun í febrúar. Í kjölfarið var ráðist í neyðarviðbragð til þess að finna önnur jarðhitasvæði sem gætu fyllt í skarð Svartsengis þar sem eldgos eru nú tíð. Vísir/Vilhelm Jarðhitaleit á Reykjanesi sem var flýtt vegna hættunnar á að eldhræringarnar þar yllu heitavatnsleysi hefur borið árangur umfram væntingar. Þrjár rannsóknarborholur eru sagðar nýtanlegar hver með sínum hætti. Frá þessu var greint í kynningu Guðlaugs Þór Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árna Magnússonar, forstjóra Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) í dag. Ráðist var í lághitaleit á Reykjanesi sem neyðarviðbragð eftir að heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur þegar hraun rann yfir hana frá eldgosi í byrjun febrúar. Hröð handtök og viðbrögð eru sögð hafa forðað því að stórkostlegar skemmdir hefðu orðið á innviðum en mikið frost var þegar lögnin rofnaði. Markmiðið var að finna lághitavatn sem væri hægt að nota til hitaveitu í neyð. Hefðbundin lághitaleit af þessu tagi er sögð taka fleiri mánuði og jafnvel ár í undirbúningi og framkvæmd. Ein holan gæti annað fjórðungi heitavatnsþarfar Þrjár djúpar rannsóknarholur voru boraðar við heitavatnsleitina en staðsetning þeirra var valin út frá jarðfræðilegum vísbendingum en einnig með nálægð við innviði og náttúruvá í huga. Holurnar reyndust allar nýtanlegar á sinn hátt, ýmist til húshitunar eða í ýmis konar atvinnustarfsemi. Í kynningunni kom fram að með þeim mætti halda Reykjanesbæ, Vogum og Suðurnesjabæ frostfríum og líklega anna eðlilegri lágmarksnotkun til skemmri tíma. Romshvalsnes á Miðnesheiði, sem er kennt við Rockville frá tíð Bandaríkjahers, er sérstaklega sagt efnilegt svæði til frekari borana. Líklegt sé að vinnsla þaðan geti orðið mikilvægur þáttur í orkuöflun í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ í náinni framtíð. Áætlað er að holan gæti mögulega útvegað um fjórðung þess heita vatns sem þarf á Suðurnesjum. Frekari mælingar á holunum eru næstar á dagskrá, útfærsla á dælum, varmaskiptum og lögnum svo að þær verði tiltækar til vinnslu. Þá kom fram að hefja þyrfti rannsóknir til þess að tryggja að Vogar hefðu aðgang að heitu vatni til framtíðar, færi svo að það fengist ekki lengur frá Svartsengi. Orkumál Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Tengdar fréttir Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Frá þessu var greint í kynningu Guðlaugs Þór Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árna Magnússonar, forstjóra Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) í dag. Ráðist var í lághitaleit á Reykjanesi sem neyðarviðbragð eftir að heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur þegar hraun rann yfir hana frá eldgosi í byrjun febrúar. Hröð handtök og viðbrögð eru sögð hafa forðað því að stórkostlegar skemmdir hefðu orðið á innviðum en mikið frost var þegar lögnin rofnaði. Markmiðið var að finna lághitavatn sem væri hægt að nota til hitaveitu í neyð. Hefðbundin lághitaleit af þessu tagi er sögð taka fleiri mánuði og jafnvel ár í undirbúningi og framkvæmd. Ein holan gæti annað fjórðungi heitavatnsþarfar Þrjár djúpar rannsóknarholur voru boraðar við heitavatnsleitina en staðsetning þeirra var valin út frá jarðfræðilegum vísbendingum en einnig með nálægð við innviði og náttúruvá í huga. Holurnar reyndust allar nýtanlegar á sinn hátt, ýmist til húshitunar eða í ýmis konar atvinnustarfsemi. Í kynningunni kom fram að með þeim mætti halda Reykjanesbæ, Vogum og Suðurnesjabæ frostfríum og líklega anna eðlilegri lágmarksnotkun til skemmri tíma. Romshvalsnes á Miðnesheiði, sem er kennt við Rockville frá tíð Bandaríkjahers, er sérstaklega sagt efnilegt svæði til frekari borana. Líklegt sé að vinnsla þaðan geti orðið mikilvægur þáttur í orkuöflun í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ í náinni framtíð. Áætlað er að holan gæti mögulega útvegað um fjórðung þess heita vatns sem þarf á Suðurnesjum. Frekari mælingar á holunum eru næstar á dagskrá, útfærsla á dælum, varmaskiptum og lögnum svo að þær verði tiltækar til vinnslu. Þá kom fram að hefja þyrfti rannsóknir til þess að tryggja að Vogar hefðu aðgang að heitu vatni til framtíðar, færi svo að það fengist ekki lengur frá Svartsengi.
Orkumál Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Tengdar fréttir Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09