Lykillinn að sigri felist í samstöðu leikmanna: „Þetta verður barátta“ Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 16:31 Andri Fannar Baldursson í leik með íslenska undir 21 árs landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Andri Fannar Baldursson, miðjumaður íslenska undir 21 árs landsliðsins í fótbolta er bjartsýnn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun þar sem að sigur kemur Íslandi í ansi veglega stöðu í riðlinum. Liðin mætast á Víkingsvelli á morgun í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og mæta okkar strákar með fullt sjálfstraust í leikinn gegn Wales eftir frábæran sigur á landsliði Danmerkur á dögunum. „Við erum mjög ánægðir með þann leik,“ sagði Andri Fannar um leikinn gegn Dönum í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. „Auðvitað margt sem við hefðum geta gert betur en einnig margt gott sem við getum tekið með okkur. Við erum allir mjög ánægðir með að hafa unnið Danina.“ Frammistaða sem gefur sjálfstraust fyrir framhaldið? „Já klárlega. Við erum mjög spenntir fyrir leiknum á morgun og ætlum að gera enn betur. Ná í þrjú stig.“ „Þetta var mjög sterkt fyrir okkur. Ef við ætlum að láta þennan sigur gegn Dönum telja þá bara verðum við að vinna á morgun. Við erum allir fullvissir um að sigur er það eina sem er í boði fyrir okkur. Fókusinn er allur á að gera vel á morgun.“ Andri er fullviss um að Ísland geti borið sigur úr býtum úr leiknum ef liðið spilar sinn leik. Sigur gegn Wales kemur Íslandi upp fyrir þá í riðlinum í annað sæti hið minnsta. „Þeir eru harðir í horn að taka,“ segir Andri Fannar um lið Wales. „Vinna mikið af seinni boltum og ég býst við því að það verði meiri fætingur heldur en á móti Dönum sem voru meira í því að reyna spila boltanum á jörðinni. Föst leikatriði verða því að telja hjá okkur á morgun. Það verður að vera kveikt á okkur í þannig stöðum. Og ef við vinnum einvígin okkar, þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Þurfið þið þá að nálgast leikinn eitthvað öðruvísi heldur en þið gerðum á móti Dönum? „Nei. Fyrst og fremst snýst þetta bara alltaf um okkur sjálfa. Að við höldum í okkar gildi. Svo þurfum við bara að aðlagast því hvernig Walesverjarnir spila. Þetta verður barátta. En ef við stöndum allir saman, bökkum hvorn annan upp, þá erum við að fara vinna þennan leik.“ Leikur Íslands og Wales í undankeppni EM undir 21 árs landsliða hefst klukkan hálf fimm á Víkingsvelli á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Sjá meira
Liðin mætast á Víkingsvelli á morgun í leik sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og mæta okkar strákar með fullt sjálfstraust í leikinn gegn Wales eftir frábæran sigur á landsliði Danmerkur á dögunum. „Við erum mjög ánægðir með þann leik,“ sagði Andri Fannar um leikinn gegn Dönum í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. „Auðvitað margt sem við hefðum geta gert betur en einnig margt gott sem við getum tekið með okkur. Við erum allir mjög ánægðir með að hafa unnið Danina.“ Frammistaða sem gefur sjálfstraust fyrir framhaldið? „Já klárlega. Við erum mjög spenntir fyrir leiknum á morgun og ætlum að gera enn betur. Ná í þrjú stig.“ „Þetta var mjög sterkt fyrir okkur. Ef við ætlum að láta þennan sigur gegn Dönum telja þá bara verðum við að vinna á morgun. Við erum allir fullvissir um að sigur er það eina sem er í boði fyrir okkur. Fókusinn er allur á að gera vel á morgun.“ Andri er fullviss um að Ísland geti borið sigur úr býtum úr leiknum ef liðið spilar sinn leik. Sigur gegn Wales kemur Íslandi upp fyrir þá í riðlinum í annað sæti hið minnsta. „Þeir eru harðir í horn að taka,“ segir Andri Fannar um lið Wales. „Vinna mikið af seinni boltum og ég býst við því að það verði meiri fætingur heldur en á móti Dönum sem voru meira í því að reyna spila boltanum á jörðinni. Föst leikatriði verða því að telja hjá okkur á morgun. Það verður að vera kveikt á okkur í þannig stöðum. Og ef við vinnum einvígin okkar, þá hef ég engar áhyggjur af þessu.“ Þurfið þið þá að nálgast leikinn eitthvað öðruvísi heldur en þið gerðum á móti Dönum? „Nei. Fyrst og fremst snýst þetta bara alltaf um okkur sjálfa. Að við höldum í okkar gildi. Svo þurfum við bara að aðlagast því hvernig Walesverjarnir spila. Þetta verður barátta. En ef við stöndum allir saman, bökkum hvorn annan upp, þá erum við að fara vinna þennan leik.“ Leikur Íslands og Wales í undankeppni EM undir 21 árs landsliða hefst klukkan hálf fimm á Víkingsvelli á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti