Erlent

Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Harvey Weinstein fyrir dómi. Mynd úr safni.
Harvey Weinstein fyrir dómi. Mynd úr safni. Getty/Pool

Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 

Weinstein var fluttur frá fangelsinu sem hann er vistaður í á Riker-eyju á Bellevue-spítala. Ekki voru gefnar frekari upplýsingar um núverandi líðan Weinstein. Weinstein var sakfelldur fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot fyrir dómstól í New York árið 2020.

Þeim dómi var síðar snúið við í apríl þegar að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Weinstein hafi ekki hlotið sanngjarna meðferð.

Weinstein hafði kvartað undan brjóstverkjum í fangelsinu en hann hefur glímt við ýmis heilsufarsvandamál undanfarið að sögn lögmanna sinna. 


Tengdar fréttir

Vilja endurupptöku í máli Weinstein

Saksóknarar kröfðust endurupptöku yfir Harvey Weinstein í yfirheyrslu í Manhattan-borg í dag eftir að áfrýjunardómstóll sneri við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×